Albert og félagar mega ekki tapa fyrir innblásnum Napoli-mönnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2020 11:00 Albert Guðmundsson fagnar marki sínu gegn Rijeka í Evrópudeildinni fyrr á tímabilinu. getty/OLAF KRAAK Albert Guðmundsson og félagar hans í AZ Alkmaar taka á móti Napoli í fimmtu og næstsíðustu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. AZ má ekki tapa fyrir Napoli ef liðið ætlar að eiga möguleika að komast áfram í 32-liða úrslit keppninnar. Napoli er á toppi F-riðils Evrópudeildarinnar með níu stig, tveimur stigum meira en Real Sociedad og AZ sem eru í 2. og 3. sæti riðilsins. Rijeka er án stiga á botni riðilsins og er úr leik. Leikur AZ og Napoli hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Á sama tíma hefst leikur Real Sociedad og Rijeka í Baskalandi. Ef Napoli og Real Sociedad vinna sína leikina tryggja þau sér sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. AZ þarf því að forðast tap til að halda vonum sínum á að komast áfram á lífi. Í lokaumferð riðlakeppninnar sækir AZ Rijeka heim. AZ vann Napoli, 0-1, í 1. umferð riðlakeppninnar með marki Danis de Wit. Albert kom inn á sem varamaður undir lok leiks. Hann var svo í byrjunarliðinu og skoraði tvö mörk þegar AZ sigraði Rijeka, 4-1. Eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í F-riðlinum fékk AZ aðeins eitt stig út úr tveimur leikjum gegn Real Sociedad. Í síðustu viku gerðu liðin markalaust jafntefli á AFAS Stadion, heimavelli AZ. Ef þau verða jöfn að stigum í F-riðli verður Real Sociedad fyrir ofan AZ vegna betri árangurs í innbyrðis viðureignum liðanna. Napoli hefur unnið alla þrjá leiki sína í Evrópudeildinni frá tapinu fyrir AZ. Í síðustu viku vann Napoli 2-0 sigur á Rijeka á Stadio San Paolo. Það var fyrsti leikur Napoli eftir að Diego Maradona, besti leikmaður í sögu félagsins, féll frá. Napoli-menn klæddust treyjum með nafni Maradonas og númerinu 10 fyrir leik og þá kveiktu stuðningsmenn liðsins á blysum og röðuðu sér hringinn í kringum Stadio San Paolo fyrir leikinn. Napoli hélt áfram að heiðra minningu Maradonas á sunnudaginn þegar liðið vann öruggan sigur á Roma, 4-0, á sunnudaginn. Napoli lék í sérstaktri treyju í fánalitum Argentínu, hvítum og ljósbláum, til að heiðra minningu Maradonas. Lorenzo Insigne, Fabián Ruiz, Dries Mertens og Matteo Politano skoruðu mörk Napoli gegn Roma. AZ vann Heracles með tveimur mörkum gegn einu í hollensku úrvalsdeildinni um helgina. Það var fjórði deildarsigur liðsins í röð. AZ gerði jafntefli í fyrstu fimm deildarleikjum sínum og er eina ósigraða lið hollenska deildarinnar á tímabilinu ásamt Feyenoord. Þrátt fyrir það er AZ bara í 7. sæti deildarinnar með sautján stig, tíu stigum á eftir toppliði Ajax. Albert hefur leikið þrettán leiki með AZ í öllum keppnum í vetur og skorað sjö mörk. Hann er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Mest lesið Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Enski boltinn Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide með krabbamein í heila Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter Sjá meira
Napoli er á toppi F-riðils Evrópudeildarinnar með níu stig, tveimur stigum meira en Real Sociedad og AZ sem eru í 2. og 3. sæti riðilsins. Rijeka er án stiga á botni riðilsins og er úr leik. Leikur AZ og Napoli hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Á sama tíma hefst leikur Real Sociedad og Rijeka í Baskalandi. Ef Napoli og Real Sociedad vinna sína leikina tryggja þau sér sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. AZ þarf því að forðast tap til að halda vonum sínum á að komast áfram á lífi. Í lokaumferð riðlakeppninnar sækir AZ Rijeka heim. AZ vann Napoli, 0-1, í 1. umferð riðlakeppninnar með marki Danis de Wit. Albert kom inn á sem varamaður undir lok leiks. Hann var svo í byrjunarliðinu og skoraði tvö mörk þegar AZ sigraði Rijeka, 4-1. Eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í F-riðlinum fékk AZ aðeins eitt stig út úr tveimur leikjum gegn Real Sociedad. Í síðustu viku gerðu liðin markalaust jafntefli á AFAS Stadion, heimavelli AZ. Ef þau verða jöfn að stigum í F-riðli verður Real Sociedad fyrir ofan AZ vegna betri árangurs í innbyrðis viðureignum liðanna. Napoli hefur unnið alla þrjá leiki sína í Evrópudeildinni frá tapinu fyrir AZ. Í síðustu viku vann Napoli 2-0 sigur á Rijeka á Stadio San Paolo. Það var fyrsti leikur Napoli eftir að Diego Maradona, besti leikmaður í sögu félagsins, féll frá. Napoli-menn klæddust treyjum með nafni Maradonas og númerinu 10 fyrir leik og þá kveiktu stuðningsmenn liðsins á blysum og röðuðu sér hringinn í kringum Stadio San Paolo fyrir leikinn. Napoli hélt áfram að heiðra minningu Maradonas á sunnudaginn þegar liðið vann öruggan sigur á Roma, 4-0, á sunnudaginn. Napoli lék í sérstaktri treyju í fánalitum Argentínu, hvítum og ljósbláum, til að heiðra minningu Maradonas. Lorenzo Insigne, Fabián Ruiz, Dries Mertens og Matteo Politano skoruðu mörk Napoli gegn Roma. AZ vann Heracles með tveimur mörkum gegn einu í hollensku úrvalsdeildinni um helgina. Það var fjórði deildarsigur liðsins í röð. AZ gerði jafntefli í fyrstu fimm deildarleikjum sínum og er eina ósigraða lið hollenska deildarinnar á tímabilinu ásamt Feyenoord. Þrátt fyrir það er AZ bara í 7. sæti deildarinnar með sautján stig, tíu stigum á eftir toppliði Ajax. Albert hefur leikið þrettán leiki með AZ í öllum keppnum í vetur og skorað sjö mörk. Hann er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Enski boltinn Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide með krabbamein í heila Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter Sjá meira