Beit lögreglumann eftir að upp úr sauð í pottapartýi Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. desember 2020 21:42 Konan var dæmd fyrir að bíta lögreglumann í höndina eftir að lögregla var kölluð til að útskriftarveislu hennar. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær konu í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að bíta lögreglumann í höndina. Lögregla var kölluð til í útskriftarveislu konunnar, sem varð að „pottapartýi“ líkt og lýst er í dómi, hvar upp úr sauð með fyrrgreindum afleiðingum. Konan var ákærð fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa bitið í hönd lögreglumannsins með þeim afleiðingum að hann hlaut yfirborðsáverka á úlnlið og hendi, þegar lögreglumenn voru við skyldustörf að handtaka hana. Atburðarás kvöldsins er rakin í dómi. Lögregla var kvödd að húsi aðfaranótt sunnudagsins 23. júní 2019. Þar var konan stödd ásamt eiginmanni sínum og systur, auk tveggja í viðbót; vinar eiginmannsins og kunningja konunnar. Fram kemur í dómi að fólkið hafi allt verið undir áhrifum áfengis og eiginmaðurinn tjáð lögreglu að konan og kunningi hennar hefðu læst að sér inni í herbergi. Þá kvað hann konuna hafa kýlt vin sinn. Því er lýst í dómi að konan hafi verið í mikilli geðshræringu, „útgrátin“ og átt erfitt með að róa sig. Hún hefði sagt að fólkið væri samankomið í hennar eigin útskriftarveislu, sem hefði verið „mikil veisla og „pottapartý“.“ Hún kvaðst hafa verið að finna sundskýlu fyrir kunningja sinn en hann óvart læst að þeim og eiginmaðurinn hefði orðið afbrýðisamur. Konan hefði tekið fram að algjör óþarfi hafi verið að kalla til lögreglu vegna málsins. Dynkir og hávaði innan úr húsinu Konan og eiginmaður hennar kváðust loks orðin róleg og lögregla fór út og ræddi við áðurnefnda kunningja hjónanna. Þá hefðu heyrst miklir dynkir og hávaði innan úr húsinu. Eiginmaðurinn hefði komið til dyra og lýst því að konan hefði barið sig, sem hún er svo sögð hafa gert fyrir framan lögreglumennina. Konunni var þá tilkynnt að hún væri handtekin en hún hefði þá hlaupið inn á bað og inn í niðurbyggðan sturtuklefa. Þegar setja átti konuna í lögreglutök hefði hún gripið í vinstri hendi annars lögreglumannsins og bitið í úlnliðinn á honum. Konan sagði við skýrslutöku daginn eftir að hún hefði verið að reyna að losa sig og verið hrædd við lögreglumanninn sem hefði legið ofan á henni. Konan var að endingu dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var hún dæmd til að greiða rúma hálfa milljón króna í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Konan var ákærð fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa bitið í hönd lögreglumannsins með þeim afleiðingum að hann hlaut yfirborðsáverka á úlnlið og hendi, þegar lögreglumenn voru við skyldustörf að handtaka hana. Atburðarás kvöldsins er rakin í dómi. Lögregla var kvödd að húsi aðfaranótt sunnudagsins 23. júní 2019. Þar var konan stödd ásamt eiginmanni sínum og systur, auk tveggja í viðbót; vinar eiginmannsins og kunningja konunnar. Fram kemur í dómi að fólkið hafi allt verið undir áhrifum áfengis og eiginmaðurinn tjáð lögreglu að konan og kunningi hennar hefðu læst að sér inni í herbergi. Þá kvað hann konuna hafa kýlt vin sinn. Því er lýst í dómi að konan hafi verið í mikilli geðshræringu, „útgrátin“ og átt erfitt með að róa sig. Hún hefði sagt að fólkið væri samankomið í hennar eigin útskriftarveislu, sem hefði verið „mikil veisla og „pottapartý“.“ Hún kvaðst hafa verið að finna sundskýlu fyrir kunningja sinn en hann óvart læst að þeim og eiginmaðurinn hefði orðið afbrýðisamur. Konan hefði tekið fram að algjör óþarfi hafi verið að kalla til lögreglu vegna málsins. Dynkir og hávaði innan úr húsinu Konan og eiginmaður hennar kváðust loks orðin róleg og lögregla fór út og ræddi við áðurnefnda kunningja hjónanna. Þá hefðu heyrst miklir dynkir og hávaði innan úr húsinu. Eiginmaðurinn hefði komið til dyra og lýst því að konan hefði barið sig, sem hún er svo sögð hafa gert fyrir framan lögreglumennina. Konunni var þá tilkynnt að hún væri handtekin en hún hefði þá hlaupið inn á bað og inn í niðurbyggðan sturtuklefa. Þegar setja átti konuna í lögreglutök hefði hún gripið í vinstri hendi annars lögreglumannsins og bitið í úlnliðinn á honum. Konan sagði við skýrslutöku daginn eftir að hún hefði verið að reyna að losa sig og verið hrædd við lögreglumanninn sem hefði legið ofan á henni. Konan var að endingu dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var hún dæmd til að greiða rúma hálfa milljón króna í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira