Luka­ku heldur Inter á lífi og fyrrum Stjörnu­maður skoraði gegn Atalanta

Anton Ingi Leifsson skrifar
Scholz fagnar marki sínu í kvöld.
Scholz fagnar marki sínu í kvöld. Jonathan Moscrop/Getty Images

Í A-riðlinum gerðu Atletico Madrid og Bayern Munchen 1-1 jafntefli. Joao Felix kom Atletico yfir á 26. mínútu en Thomas Muller jafnaði af vítapunktinum á 86. mínútu.

Bayern var komið áfram en þeir eru á toppi riðilsins með þrettán stig. Atletico Madrid er í öðru sætinu með sex stig, Salzburg í þriðja með fjögur og Lokomotiv þrjú.

Romelu Lukaku skoraði tvö mörk er Inter vann 3-2 sigur á Borussia Mönchengladbach. Matteo Darmian kom Inter yfir en Gladbach jafnaði fyrir hlé.

Lukaku skoraði annað markið á 64. mínútu og á 73. mínútu skoraði hann þriðja markið. Plea minnkaði muninn á 76. mínútu og virtist vera jafna á 83. mínútu en þriðja markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Spennan er rosaleg í B-riðlinum. Borussia er með átta stig, Shakhtar og Real sjö og Inter fimm.

Porto og Man. City gerðu markalaust jafntefli í Portúgal og Marseille vann Olympiakos 2-1 í Frakklandi. City og Porto eru bæði komin áfram; City er á toppnum með þrettán stig, Porto tíu stig, Olympiakos þrjú og Marseille þrjú.

Í D-riðlinum vann Liverpool 1-0 sigur á Ajax og Atlanta og FC Midtjylland gerðu 1-1 jafntefli. Mikael Anderson spilaði allan leikinn fyrir Midtjylland sem er því komið á blað í D-riðlinum. Mark Midtjylland skoraði Alexander Scholz sem varð Íslandsmeistari með Stjörnunni árið 2014.

Öll úrslit kvöldsins:

A-riðill:


Lokomotiv Mosku - Salzburg 1-3

Atletico Madrid - Bayern München 1-1

B-riðill:

Shakhtar - Real Madrid 2-0

Borussia Mönchengladbach - Inter 2-3

C-riðill:

Porto - Man. City 0-0

Marseille - Olympiakos 2-1

D-riðill:

Atalanta - Midtjylland 1-1

Liverpool - Ajax 1-0


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira