Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. desember 2020 11:21 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Píratar hafa sent frá sér eftir að niðurstaða yfirdeildarinnar lá fyrir í morgun. Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu segir Sigríði Andersen og Alþingi hafi brotið gegn mannréttindasáttmála Evrópu með skipan dómara í Landsrétt. Ráðherra hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni á fjórum dómaraefnum og Alþingi staðið rangt að staðfestingu dómaraefnanna. Staðfestir þetta dóm Mannréttindadómstólsins frá því í mars á síðasta ári. Í yfirlýsingu Pírata er sökinni á málinni skellt á Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem var forsætisráðherra þegar málið var afgreitt á Alþingi árið 2017, og Katrínu Jakobsdóttur, formann VG, núverandi forsætisráðherra. „Þessu hefði mátt afstýra. Þau ákváðu að gera það ekki. Í stað iðrunar og umbótavilja hafa íslensk stjórnvöld staðið vörð um ólögmætar og óforsvaranlegar athafnir fyrrverandi dómsmálaráðherra. Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar og réttarríkisins, með tilheyrandi kostnaði, réttaróvissu og orðsporshnekki fyrir Ísland,“ segir í yfirlýsingunni. Krefjast Píratar þess nú að stjórnvöld bæti ráð sitt, líkt og það er orðað í tilkynningunni, með því að vinda ofan af málinu. „Stjórnvöld þurfa tafarlaust að kynna trúverðugar áætlanir um hvernig þau hyggjast uppræta réttaróvissuna sem þau sköpuðu sjálf og hvernig þau hyggjast koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Þar þarf þingið að taka fullan þátt, enda bersýnilegt af dómsorðinu að þingið brást í eftirlitshlutverki sínu með framkvæmdarvaldinu.“ Bregðast þurfi við rót vandans. „Þriggja ára réttaróvissu í íslensku réttarkerfi er ekki lokið. Nú þarf að taka á rót vandans, bregðast við af heiðarleika og ábyrgð og ganga í það verk að endurbyggja traust á réttarvörslukerfinu. Píratar munu ekki láta sitt eftir liggja og veita valdhöfum virkt aðhald nú sem aldrei fyrr.“ Yfirlýsing Pírata í heild sinni: Niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu er enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda. Í stað þess að hlusta á ítrekaðar viðvaranir Pírata og áköll um að standa faglega að skipan dómara ákváðu ríkisstjórnir Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur að viðhalda réttaróvissu og grafa undan trúverðugleika Landsréttar. Þessu hefði mátt afstýra. Þau ákváðu að gera það ekki. Í stað iðrunar og umbótavilja hafa íslensk stjórnvöld staðið vörð um ólögmætar og óforsvaranlegar athafnir fyrrverandi dómsmálaráðherra. Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar og réttarríkisins, með tilheyrandi kostnaði, réttaróvissu og orðsporshnekki fyrir Ísland. Nú gefst ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur síðasta tækifærið til að bæta ráð sitt. Píratar krefjast þess að stjórnvöld viðurkenni og vindi ofan af brotum sínum rétt eins og yfirdeildin gerir kröfu um. Stjórnvöld þurfa tafarlaust að kynna trúverðugar áætlanir um hvernig þau hyggjast uppræta réttaróvissuna sem þau sköpuðu sjálf og hvernig þau hyggjast koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Þar þarf þingið að taka fullan þátt, enda bersýnilegt af dómsorðinu að þingið brást í eftirlitshlutverki sínu með framkvæmdarvaldinu. Ríkisstjórnin þarf jafnframt að bregðast við niðurstöðunni án þess að grípa til sömu flóttaviðbragða og hún gerði eftir síðasta áfellisdóm Mannréttindadómstólsins: Rétt eins og þá er ekki í boði nú að neita að horfast í augu við eigin misgjörðir og reyna þess í stað að grafa undan trúverðugleika dómstólsins með dylgjum og rangfærslum. Og rétt eins og þá verða Píratar tilbúnir til þess að bregðast við öllum slíkum undanbrögðum valdhafa. Þriggja ára réttaróvissu í íslensku réttarkerfi er ekki lokið. Nú þarf að taka á rót vandans, bregðast við af heiðarleika og ábyrgð og ganga í það verk að endurbyggja traust á réttarvörslukerfinu. Píratar munu ekki láta sitt eftir liggja og veita valdhöfum virkt aðhald nú sem aldrei fyrr. Landsréttarmálið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Dómstólar Tengdar fréttir Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Píratar hafa sent frá sér eftir að niðurstaða yfirdeildarinnar lá fyrir í morgun. Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu segir Sigríði Andersen og Alþingi hafi brotið gegn mannréttindasáttmála Evrópu með skipan dómara í Landsrétt. Ráðherra hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni á fjórum dómaraefnum og Alþingi staðið rangt að staðfestingu dómaraefnanna. Staðfestir þetta dóm Mannréttindadómstólsins frá því í mars á síðasta ári. Í yfirlýsingu Pírata er sökinni á málinni skellt á Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem var forsætisráðherra þegar málið var afgreitt á Alþingi árið 2017, og Katrínu Jakobsdóttur, formann VG, núverandi forsætisráðherra. „Þessu hefði mátt afstýra. Þau ákváðu að gera það ekki. Í stað iðrunar og umbótavilja hafa íslensk stjórnvöld staðið vörð um ólögmætar og óforsvaranlegar athafnir fyrrverandi dómsmálaráðherra. Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar og réttarríkisins, með tilheyrandi kostnaði, réttaróvissu og orðsporshnekki fyrir Ísland,“ segir í yfirlýsingunni. Krefjast Píratar þess nú að stjórnvöld bæti ráð sitt, líkt og það er orðað í tilkynningunni, með því að vinda ofan af málinu. „Stjórnvöld þurfa tafarlaust að kynna trúverðugar áætlanir um hvernig þau hyggjast uppræta réttaróvissuna sem þau sköpuðu sjálf og hvernig þau hyggjast koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Þar þarf þingið að taka fullan þátt, enda bersýnilegt af dómsorðinu að þingið brást í eftirlitshlutverki sínu með framkvæmdarvaldinu.“ Bregðast þurfi við rót vandans. „Þriggja ára réttaróvissu í íslensku réttarkerfi er ekki lokið. Nú þarf að taka á rót vandans, bregðast við af heiðarleika og ábyrgð og ganga í það verk að endurbyggja traust á réttarvörslukerfinu. Píratar munu ekki láta sitt eftir liggja og veita valdhöfum virkt aðhald nú sem aldrei fyrr.“ Yfirlýsing Pírata í heild sinni: Niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu er enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda. Í stað þess að hlusta á ítrekaðar viðvaranir Pírata og áköll um að standa faglega að skipan dómara ákváðu ríkisstjórnir Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur að viðhalda réttaróvissu og grafa undan trúverðugleika Landsréttar. Þessu hefði mátt afstýra. Þau ákváðu að gera það ekki. Í stað iðrunar og umbótavilja hafa íslensk stjórnvöld staðið vörð um ólögmætar og óforsvaranlegar athafnir fyrrverandi dómsmálaráðherra. Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar og réttarríkisins, með tilheyrandi kostnaði, réttaróvissu og orðsporshnekki fyrir Ísland. Nú gefst ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur síðasta tækifærið til að bæta ráð sitt. Píratar krefjast þess að stjórnvöld viðurkenni og vindi ofan af brotum sínum rétt eins og yfirdeildin gerir kröfu um. Stjórnvöld þurfa tafarlaust að kynna trúverðugar áætlanir um hvernig þau hyggjast uppræta réttaróvissuna sem þau sköpuðu sjálf og hvernig þau hyggjast koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Þar þarf þingið að taka fullan þátt, enda bersýnilegt af dómsorðinu að þingið brást í eftirlitshlutverki sínu með framkvæmdarvaldinu. Ríkisstjórnin þarf jafnframt að bregðast við niðurstöðunni án þess að grípa til sömu flóttaviðbragða og hún gerði eftir síðasta áfellisdóm Mannréttindadómstólsins: Rétt eins og þá er ekki í boði nú að neita að horfast í augu við eigin misgjörðir og reyna þess í stað að grafa undan trúverðugleika dómstólsins með dylgjum og rangfærslum. Og rétt eins og þá verða Píratar tilbúnir til þess að bregðast við öllum slíkum undanbrögðum valdhafa. Þriggja ára réttaróvissu í íslensku réttarkerfi er ekki lokið. Nú þarf að taka á rót vandans, bregðast við af heiðarleika og ábyrgð og ganga í það verk að endurbyggja traust á réttarvörslukerfinu. Píratar munu ekki láta sitt eftir liggja og veita valdhöfum virkt aðhald nú sem aldrei fyrr.
Niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu er enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda. Í stað þess að hlusta á ítrekaðar viðvaranir Pírata og áköll um að standa faglega að skipan dómara ákváðu ríkisstjórnir Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur að viðhalda réttaróvissu og grafa undan trúverðugleika Landsréttar. Þessu hefði mátt afstýra. Þau ákváðu að gera það ekki. Í stað iðrunar og umbótavilja hafa íslensk stjórnvöld staðið vörð um ólögmætar og óforsvaranlegar athafnir fyrrverandi dómsmálaráðherra. Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar og réttarríkisins, með tilheyrandi kostnaði, réttaróvissu og orðsporshnekki fyrir Ísland. Nú gefst ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur síðasta tækifærið til að bæta ráð sitt. Píratar krefjast þess að stjórnvöld viðurkenni og vindi ofan af brotum sínum rétt eins og yfirdeildin gerir kröfu um. Stjórnvöld þurfa tafarlaust að kynna trúverðugar áætlanir um hvernig þau hyggjast uppræta réttaróvissuna sem þau sköpuðu sjálf og hvernig þau hyggjast koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Þar þarf þingið að taka fullan þátt, enda bersýnilegt af dómsorðinu að þingið brást í eftirlitshlutverki sínu með framkvæmdarvaldinu. Ríkisstjórnin þarf jafnframt að bregðast við niðurstöðunni án þess að grípa til sömu flóttaviðbragða og hún gerði eftir síðasta áfellisdóm Mannréttindadómstólsins: Rétt eins og þá er ekki í boði nú að neita að horfast í augu við eigin misgjörðir og reyna þess í stað að grafa undan trúverðugleika dómstólsins með dylgjum og rangfærslum. Og rétt eins og þá verða Píratar tilbúnir til þess að bregðast við öllum slíkum undanbrögðum valdhafa. Þriggja ára réttaróvissu í íslensku réttarkerfi er ekki lokið. Nú þarf að taka á rót vandans, bregðast við af heiðarleika og ábyrgð og ganga í það verk að endurbyggja traust á réttarvörslukerfinu. Píratar munu ekki láta sitt eftir liggja og veita valdhöfum virkt aðhald nú sem aldrei fyrr.
Landsréttarmálið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Dómstólar Tengdar fréttir Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14