Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. desember 2020 11:21 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Píratar hafa sent frá sér eftir að niðurstaða yfirdeildarinnar lá fyrir í morgun. Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu segir Sigríði Andersen og Alþingi hafi brotið gegn mannréttindasáttmála Evrópu með skipan dómara í Landsrétt. Ráðherra hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni á fjórum dómaraefnum og Alþingi staðið rangt að staðfestingu dómaraefnanna. Staðfestir þetta dóm Mannréttindadómstólsins frá því í mars á síðasta ári. Í yfirlýsingu Pírata er sökinni á málinni skellt á Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem var forsætisráðherra þegar málið var afgreitt á Alþingi árið 2017, og Katrínu Jakobsdóttur, formann VG, núverandi forsætisráðherra. „Þessu hefði mátt afstýra. Þau ákváðu að gera það ekki. Í stað iðrunar og umbótavilja hafa íslensk stjórnvöld staðið vörð um ólögmætar og óforsvaranlegar athafnir fyrrverandi dómsmálaráðherra. Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar og réttarríkisins, með tilheyrandi kostnaði, réttaróvissu og orðsporshnekki fyrir Ísland,“ segir í yfirlýsingunni. Krefjast Píratar þess nú að stjórnvöld bæti ráð sitt, líkt og það er orðað í tilkynningunni, með því að vinda ofan af málinu. „Stjórnvöld þurfa tafarlaust að kynna trúverðugar áætlanir um hvernig þau hyggjast uppræta réttaróvissuna sem þau sköpuðu sjálf og hvernig þau hyggjast koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Þar þarf þingið að taka fullan þátt, enda bersýnilegt af dómsorðinu að þingið brást í eftirlitshlutverki sínu með framkvæmdarvaldinu.“ Bregðast þurfi við rót vandans. „Þriggja ára réttaróvissu í íslensku réttarkerfi er ekki lokið. Nú þarf að taka á rót vandans, bregðast við af heiðarleika og ábyrgð og ganga í það verk að endurbyggja traust á réttarvörslukerfinu. Píratar munu ekki láta sitt eftir liggja og veita valdhöfum virkt aðhald nú sem aldrei fyrr.“ Yfirlýsing Pírata í heild sinni: Niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu er enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda. Í stað þess að hlusta á ítrekaðar viðvaranir Pírata og áköll um að standa faglega að skipan dómara ákváðu ríkisstjórnir Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur að viðhalda réttaróvissu og grafa undan trúverðugleika Landsréttar. Þessu hefði mátt afstýra. Þau ákváðu að gera það ekki. Í stað iðrunar og umbótavilja hafa íslensk stjórnvöld staðið vörð um ólögmætar og óforsvaranlegar athafnir fyrrverandi dómsmálaráðherra. Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar og réttarríkisins, með tilheyrandi kostnaði, réttaróvissu og orðsporshnekki fyrir Ísland. Nú gefst ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur síðasta tækifærið til að bæta ráð sitt. Píratar krefjast þess að stjórnvöld viðurkenni og vindi ofan af brotum sínum rétt eins og yfirdeildin gerir kröfu um. Stjórnvöld þurfa tafarlaust að kynna trúverðugar áætlanir um hvernig þau hyggjast uppræta réttaróvissuna sem þau sköpuðu sjálf og hvernig þau hyggjast koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Þar þarf þingið að taka fullan þátt, enda bersýnilegt af dómsorðinu að þingið brást í eftirlitshlutverki sínu með framkvæmdarvaldinu. Ríkisstjórnin þarf jafnframt að bregðast við niðurstöðunni án þess að grípa til sömu flóttaviðbragða og hún gerði eftir síðasta áfellisdóm Mannréttindadómstólsins: Rétt eins og þá er ekki í boði nú að neita að horfast í augu við eigin misgjörðir og reyna þess í stað að grafa undan trúverðugleika dómstólsins með dylgjum og rangfærslum. Og rétt eins og þá verða Píratar tilbúnir til þess að bregðast við öllum slíkum undanbrögðum valdhafa. Þriggja ára réttaróvissu í íslensku réttarkerfi er ekki lokið. Nú þarf að taka á rót vandans, bregðast við af heiðarleika og ábyrgð og ganga í það verk að endurbyggja traust á réttarvörslukerfinu. Píratar munu ekki láta sitt eftir liggja og veita valdhöfum virkt aðhald nú sem aldrei fyrr. Landsréttarmálið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Dómstólar Tengdar fréttir Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Píratar hafa sent frá sér eftir að niðurstaða yfirdeildarinnar lá fyrir í morgun. Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu segir Sigríði Andersen og Alþingi hafi brotið gegn mannréttindasáttmála Evrópu með skipan dómara í Landsrétt. Ráðherra hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni á fjórum dómaraefnum og Alþingi staðið rangt að staðfestingu dómaraefnanna. Staðfestir þetta dóm Mannréttindadómstólsins frá því í mars á síðasta ári. Í yfirlýsingu Pírata er sökinni á málinni skellt á Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem var forsætisráðherra þegar málið var afgreitt á Alþingi árið 2017, og Katrínu Jakobsdóttur, formann VG, núverandi forsætisráðherra. „Þessu hefði mátt afstýra. Þau ákváðu að gera það ekki. Í stað iðrunar og umbótavilja hafa íslensk stjórnvöld staðið vörð um ólögmætar og óforsvaranlegar athafnir fyrrverandi dómsmálaráðherra. Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar og réttarríkisins, með tilheyrandi kostnaði, réttaróvissu og orðsporshnekki fyrir Ísland,“ segir í yfirlýsingunni. Krefjast Píratar þess nú að stjórnvöld bæti ráð sitt, líkt og það er orðað í tilkynningunni, með því að vinda ofan af málinu. „Stjórnvöld þurfa tafarlaust að kynna trúverðugar áætlanir um hvernig þau hyggjast uppræta réttaróvissuna sem þau sköpuðu sjálf og hvernig þau hyggjast koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Þar þarf þingið að taka fullan þátt, enda bersýnilegt af dómsorðinu að þingið brást í eftirlitshlutverki sínu með framkvæmdarvaldinu.“ Bregðast þurfi við rót vandans. „Þriggja ára réttaróvissu í íslensku réttarkerfi er ekki lokið. Nú þarf að taka á rót vandans, bregðast við af heiðarleika og ábyrgð og ganga í það verk að endurbyggja traust á réttarvörslukerfinu. Píratar munu ekki láta sitt eftir liggja og veita valdhöfum virkt aðhald nú sem aldrei fyrr.“ Yfirlýsing Pírata í heild sinni: Niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu er enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda. Í stað þess að hlusta á ítrekaðar viðvaranir Pírata og áköll um að standa faglega að skipan dómara ákváðu ríkisstjórnir Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur að viðhalda réttaróvissu og grafa undan trúverðugleika Landsréttar. Þessu hefði mátt afstýra. Þau ákváðu að gera það ekki. Í stað iðrunar og umbótavilja hafa íslensk stjórnvöld staðið vörð um ólögmætar og óforsvaranlegar athafnir fyrrverandi dómsmálaráðherra. Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar og réttarríkisins, með tilheyrandi kostnaði, réttaróvissu og orðsporshnekki fyrir Ísland. Nú gefst ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur síðasta tækifærið til að bæta ráð sitt. Píratar krefjast þess að stjórnvöld viðurkenni og vindi ofan af brotum sínum rétt eins og yfirdeildin gerir kröfu um. Stjórnvöld þurfa tafarlaust að kynna trúverðugar áætlanir um hvernig þau hyggjast uppræta réttaróvissuna sem þau sköpuðu sjálf og hvernig þau hyggjast koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Þar þarf þingið að taka fullan þátt, enda bersýnilegt af dómsorðinu að þingið brást í eftirlitshlutverki sínu með framkvæmdarvaldinu. Ríkisstjórnin þarf jafnframt að bregðast við niðurstöðunni án þess að grípa til sömu flóttaviðbragða og hún gerði eftir síðasta áfellisdóm Mannréttindadómstólsins: Rétt eins og þá er ekki í boði nú að neita að horfast í augu við eigin misgjörðir og reyna þess í stað að grafa undan trúverðugleika dómstólsins með dylgjum og rangfærslum. Og rétt eins og þá verða Píratar tilbúnir til þess að bregðast við öllum slíkum undanbrögðum valdhafa. Þriggja ára réttaróvissu í íslensku réttarkerfi er ekki lokið. Nú þarf að taka á rót vandans, bregðast við af heiðarleika og ábyrgð og ganga í það verk að endurbyggja traust á réttarvörslukerfinu. Píratar munu ekki láta sitt eftir liggja og veita valdhöfum virkt aðhald nú sem aldrei fyrr.
Niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu er enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda. Í stað þess að hlusta á ítrekaðar viðvaranir Pírata og áköll um að standa faglega að skipan dómara ákváðu ríkisstjórnir Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur að viðhalda réttaróvissu og grafa undan trúverðugleika Landsréttar. Þessu hefði mátt afstýra. Þau ákváðu að gera það ekki. Í stað iðrunar og umbótavilja hafa íslensk stjórnvöld staðið vörð um ólögmætar og óforsvaranlegar athafnir fyrrverandi dómsmálaráðherra. Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar og réttarríkisins, með tilheyrandi kostnaði, réttaróvissu og orðsporshnekki fyrir Ísland. Nú gefst ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur síðasta tækifærið til að bæta ráð sitt. Píratar krefjast þess að stjórnvöld viðurkenni og vindi ofan af brotum sínum rétt eins og yfirdeildin gerir kröfu um. Stjórnvöld þurfa tafarlaust að kynna trúverðugar áætlanir um hvernig þau hyggjast uppræta réttaróvissuna sem þau sköpuðu sjálf og hvernig þau hyggjast koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Þar þarf þingið að taka fullan þátt, enda bersýnilegt af dómsorðinu að þingið brást í eftirlitshlutverki sínu með framkvæmdarvaldinu. Ríkisstjórnin þarf jafnframt að bregðast við niðurstöðunni án þess að grípa til sömu flóttaviðbragða og hún gerði eftir síðasta áfellisdóm Mannréttindadómstólsins: Rétt eins og þá er ekki í boði nú að neita að horfast í augu við eigin misgjörðir og reyna þess í stað að grafa undan trúverðugleika dómstólsins með dylgjum og rangfærslum. Og rétt eins og þá verða Píratar tilbúnir til þess að bregðast við öllum slíkum undanbrögðum valdhafa. Þriggja ára réttaróvissu í íslensku réttarkerfi er ekki lokið. Nú þarf að taka á rót vandans, bregðast við af heiðarleika og ábyrgð og ganga í það verk að endurbyggja traust á réttarvörslukerfinu. Píratar munu ekki láta sitt eftir liggja og veita valdhöfum virkt aðhald nú sem aldrei fyrr.
Landsréttarmálið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Dómstólar Tengdar fréttir Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld Sjá meira
Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14