Fótbolti

Nú vanda sam­herjar Ragnars fyrrum stjóranum ekki kveðjurnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá vinstri; Nicolai Boilesen, Ståle Solbakken og Rasmus Falk.
Frá vinstri; Nicolai Boilesen, Ståle Solbakken og Rasmus Falk. Lars Ronbog/Getty

Það hefur gengið mikið á í herbúðum danska stórliðsins FCK að undanförnu og storminn virðist ekki vera að lægja.

FCK ákvað í síðasta mánuði að reka stjórann Ståle Solbakken úr starfi sínu og það hefur verið mikið rætt og ritað um þá ákvörðun.

Ståle tjáði sig í síðustu viku í fyrsta skipti eftir brottreksturinn en þar sagði hann að leikmannahópurinn hafi alltaf staðið á bak við stjóranum. Í nýjum viðtölum við leikmenn liðsins kemur hins vegar annað upp á borðið.

„Það voru margir hlutir sem ég var ánægður með en einnig margir hlutir sem ég var ekki sáttur með. Það var meðal annars þetta að koma ekki með uppbyggjandi gagnrýni,“ sagði m.a. vinstri bakvörðurinn Nicolai Boilesen við Canal 9 um helgina um þjálfarastíl Solbakken.

„Þar fer keðjan af og það var bara kastað hlutum út sem að endingu maður getur ekki notað. Hvorki á vellinum sem einstaklingur né leikmaður. Nú hefur verið mikið rætt um FCK-kúltúrinn og mér hefur fundist að sá kúltur hafi hægt og rólega verið að hverfa að undanförnu.“

„Auðvitað er það þeim sem stýra að kenna. Það er enginn vafi um það,“ sagði Boilesen. Miðjumaðurinn Rasmus Falk tekur í svipaðan streng og samherji sinn Boilesen.

„Ståle var harður stjóri. Það hefur verið harður tónn og maður á að geta tekið því en það er enginn vafi á því að það sem hefur gerst í Kaupmannahöfn í lengri tíma gerir það að verkum að menn hafa misst gleðina og traustið; að gera þetta saman.“

„Það er mikilvægt að það sé gleði og ástríða í þessu svo maður er ekki alltaf að gera þetta svart/hvítt; að maður sé ekki hátt uppi þegar maður vinnur eða langt niðri þegar maður tapar. Ég veit ekki hvort að maður hefði getað breytt þessu fyrr,“ sagði Falk.

Jess Thorup tók við FCK og hann vann sinn fyrsta deildarleik um helgina í þriðju tilraun með FCK er liðið vann 3-1 sigur á SönderjyskE. Ragnar Sigurðsson var ekki í leikmannahópi liðsins vegna meiðsla.


Tengdar fréttir

Krísa í Kaupmannahöfn

Það er ekki bjart yfir FCK, danska stórveldinu, þessa daganna. Liðið er með fjögur stig eftir fyrstu fimm leikina í danska boltanum, er úr leik í Evrópudeildinni og búið að reka stjórann til margra ára úr starfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×