Nýr þjálfari Ragnars skildi gamla vinnuveitendur eftir furðu lostna Sindri Sverrisson skrifar 2. nóvember 2020 15:00 Ragnar Sigurðsson er kominn með nýjan þjálfara í Danmörku. Samningur Ragnars við FCK er til næsta sumars. VÍSIR/GETTY Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson er kominn með nýjan þjálfara hjá danska knattspyrnuliðinu FC Kaupmannahöfn. Þjálfarinn skildi sína gömlu vinnuveitendur eftir gapandi af undrun. FCK hóf nýtt keppnistímabil illa í haust og rak þjálfarann Ståle Solbakken, sem stýrt hafði danska stórveldinu um langt árabil. Leit hefur staðið yfir að arftaka hans síðustu vikur og í dag var Jess Thorup kynntur sem nýr þjálfari liðsins. F.C. København er blevet enige med Jess Thorup om en fire-årig aftale, der gør Thorup til cheftræner for Løverne frem til sommeren 2024 #fcklive https://t.co/BAzFYAmR6I— F.C. København (@FCKobenhavn) November 2, 2020 Athygli vekur að aðeins einn og hálfur mánuður er síðan að Thorup, sem er fimmtugur Dani, tók við belgíska liðinu Genk. Þegar tilboðið frá FCK barst hugsaði hann sig ekki tvisvar um enda þjálfastarfið hjá FCK „stærsta tækifærið sem í boði er í skandinavískum fótbolta,“ að hans mati. Í yfirlýsingu frá Genk segir: „Félagið er bæði hissa og vonsvikið og svekkt yfir að Jess skuli yfirgefa okkur fyrir aðra áskorun eftir svo stuttan tíma og nokkur frábær úrslit.“ Eftir sigra í síðustu tveimur leikjum, þrátt fyrir að vera án Ragnars vegna meiðsla, er FCK með 10 stig í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, eftir sjö leiki. Liðið er þremur stigum á eftir efstu liðum. Jess Thorup hefur starfað í Belgíu frá árinu 2018 en hann stýrði Gent áður en hann tók við Genk fyrir skömmu. Thorup þjálfaði FC Midtjylland með afar góðum árangri árin 2015-2018, og skildi við liðið sem Danmerkurmeistara. Hann þjálfaði áður U21-landslið Danmerkur 2013-2015, meðal annars í leikjum við Ísland, og enn fyrr lið Esbjerg. Danski boltinn Tengdar fréttir Krísa í Kaupmannahöfn Það er ekki bjart yfir FCK, danska stórveldinu, þessa daganna. Liðið er með fjögur stig eftir fyrstu fimm leikina í danska boltanum, er úr leik í Evrópudeildinni og búið að reka stjórann til margra ára úr starfi. 20. október 2020 07:30 Fyrrum stjóri Ragnars sagður hafa verið rekinn því leikmennirnir voru ekki lengur á hans bandi Ekstra Bladet hefur það eftir heimildum sínum að FC Kaupmannahöfn hafi látið þjálfarann Ståle Solbakken fara því hann hafði misst trú leikmanna félagsins. 12. október 2020 20:30 Þjálfari Ragnars rekinn frá Kaupmannahöfn StåleSolbakken var í dag sagt upp störfum hjá FC Kaupmannahöfn. Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson leikur með liðinu. 10. október 2020 15:00 Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson er kominn með nýjan þjálfara hjá danska knattspyrnuliðinu FC Kaupmannahöfn. Þjálfarinn skildi sína gömlu vinnuveitendur eftir gapandi af undrun. FCK hóf nýtt keppnistímabil illa í haust og rak þjálfarann Ståle Solbakken, sem stýrt hafði danska stórveldinu um langt árabil. Leit hefur staðið yfir að arftaka hans síðustu vikur og í dag var Jess Thorup kynntur sem nýr þjálfari liðsins. F.C. København er blevet enige med Jess Thorup om en fire-årig aftale, der gør Thorup til cheftræner for Løverne frem til sommeren 2024 #fcklive https://t.co/BAzFYAmR6I— F.C. København (@FCKobenhavn) November 2, 2020 Athygli vekur að aðeins einn og hálfur mánuður er síðan að Thorup, sem er fimmtugur Dani, tók við belgíska liðinu Genk. Þegar tilboðið frá FCK barst hugsaði hann sig ekki tvisvar um enda þjálfastarfið hjá FCK „stærsta tækifærið sem í boði er í skandinavískum fótbolta,“ að hans mati. Í yfirlýsingu frá Genk segir: „Félagið er bæði hissa og vonsvikið og svekkt yfir að Jess skuli yfirgefa okkur fyrir aðra áskorun eftir svo stuttan tíma og nokkur frábær úrslit.“ Eftir sigra í síðustu tveimur leikjum, þrátt fyrir að vera án Ragnars vegna meiðsla, er FCK með 10 stig í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, eftir sjö leiki. Liðið er þremur stigum á eftir efstu liðum. Jess Thorup hefur starfað í Belgíu frá árinu 2018 en hann stýrði Gent áður en hann tók við Genk fyrir skömmu. Thorup þjálfaði FC Midtjylland með afar góðum árangri árin 2015-2018, og skildi við liðið sem Danmerkurmeistara. Hann þjálfaði áður U21-landslið Danmerkur 2013-2015, meðal annars í leikjum við Ísland, og enn fyrr lið Esbjerg.
Danski boltinn Tengdar fréttir Krísa í Kaupmannahöfn Það er ekki bjart yfir FCK, danska stórveldinu, þessa daganna. Liðið er með fjögur stig eftir fyrstu fimm leikina í danska boltanum, er úr leik í Evrópudeildinni og búið að reka stjórann til margra ára úr starfi. 20. október 2020 07:30 Fyrrum stjóri Ragnars sagður hafa verið rekinn því leikmennirnir voru ekki lengur á hans bandi Ekstra Bladet hefur það eftir heimildum sínum að FC Kaupmannahöfn hafi látið þjálfarann Ståle Solbakken fara því hann hafði misst trú leikmanna félagsins. 12. október 2020 20:30 Þjálfari Ragnars rekinn frá Kaupmannahöfn StåleSolbakken var í dag sagt upp störfum hjá FC Kaupmannahöfn. Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson leikur með liðinu. 10. október 2020 15:00 Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Krísa í Kaupmannahöfn Það er ekki bjart yfir FCK, danska stórveldinu, þessa daganna. Liðið er með fjögur stig eftir fyrstu fimm leikina í danska boltanum, er úr leik í Evrópudeildinni og búið að reka stjórann til margra ára úr starfi. 20. október 2020 07:30
Fyrrum stjóri Ragnars sagður hafa verið rekinn því leikmennirnir voru ekki lengur á hans bandi Ekstra Bladet hefur það eftir heimildum sínum að FC Kaupmannahöfn hafi látið þjálfarann Ståle Solbakken fara því hann hafði misst trú leikmanna félagsins. 12. október 2020 20:30
Þjálfari Ragnars rekinn frá Kaupmannahöfn StåleSolbakken var í dag sagt upp störfum hjá FC Kaupmannahöfn. Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson leikur með liðinu. 10. október 2020 15:00