Fótbolti

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir brottreksturinn: „Þeir eru ekki að segja sannleikann“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ståle gefur bendingar í leik með FCK gegn Vejle fyrr á leiktíðinni.
Ståle gefur bendingar í leik með FCK gegn Vejle fyrr á leiktíðinni. Jan Christensen/FrontzoneSport/Getty Images)

Ståle Solbakken var rekinn sem þjálfari danska stórliðsins FCK þann 10. október síðastliðinn en brottreksturinn kom ansi mörgum á óvart.

Norðmaðurinn hafði stýrt danska liðinu í áraraðir, á tveimur mismunandi tímabilum, en fyrir rúmum mánuði síðan fékk hann svo sparkið.

Það hafa margir beðið í ofvæni eftir því að Ståle myndi tjá sig um brottreksturinn en hann hafði hingað til ekki viljað tjá sig.

Hann mun þó mæta í þáttinn Onside í kvöld á sjónvarpsstöðinni TV3Sport þar sem hann mun ræða brottreksturinn og birst hefur klippa úr þættinum.

„Þetta er mjög tilfinningaríkt fyrir mig. Ekki það að ég var rekinn, því það er hluti af leiknum, heldur það sem særir mig er að ég missti ævistarf mitt,“ sagði Ståle.

„Ég verð að fá leyfi til þess að segja mína sögu því þeir eru að segja sögu sem ég vil meina að er ekki sönn. Þeir segja það fyrir mína hönd, þegar við urðum sammála um allt annað og það er engin virðing í því.“

Danski knattspyrnuheimurinn bíður spenntur eftir þætti kvöldsins en Jess Thorup var ráðinn þjálfari FCK í stað Ståle.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.