Ful­ham sótti þrjú stig á King Power

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ivan Cavaleiro fagnaði er Fulham skoraði loksins úr vítaspyrnu en þeim hefur gengið bölvanlega á vítapunktinum.
Ivan Cavaleiro fagnaði er Fulham skoraði loksins úr vítaspyrnu en þeim hefur gengið bölvanlega á vítapunktinum. Rui Vieira/Getty

Fulham gerði sér lítið fyrir og vann 2-1 sigur á Leicester á útivelli er liðin mættust á King Power leikvanginum í Leicester í kvöld.

Ademola Lookman skoraði fyrsta markið á 30. mínútu og níu mínútum síðar varð staðan 2-0 er Fulham skoraði loksins úr vítaspyrnu. Markið skoraði Ivan Cavaleiro.

Þannig stóðu leikar allt þangað til á 86. mínútu er Harvey Barnes minnkaði muninn en nær komust Leicester ekki. Afar sterkur sigur Fulham á erfiðum útivelli.

Fulham er því komið með sjö stig og er í sautjánda sætinu en Leicester varð af mikilvægum stigum í toppbaráttunni. Þeir eru í 4. sætinu með átján stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.