Fótbolti

Jafnt í toppslagnum á Spáni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Næsta ofurstjarna Spánverja?
Næsta ofurstjarna Spánverja? vísir/Getty

Real Sociedad og Villarreal eru á meðal toppliða spænsku úrvalsdeildarinnar þar sem stórveldin tvö, Real Madrid og Barcelona, hafa hikstað í upphafi móts.´

Í kvöld var því toppsætið í boði fyrir Real Sociedad þegar Villarreal, sem er í 3.sæti, kom í heimsókn á Anoeta leikvanginn.

Leikurinn byrjaði illa fyrir heimamenn því strax á 5.mínútu var vítaspyrna dæmd. Gerard Moreno fór á vítapunktinn og kom Villarreal í forystu.

Eftir rúmlega hálftíma leik fékk Sociedad vítaspyrnu og á punktinn fór ungstirnið Mikel Oyarzabal. Hann skoraði af öryggi og jafnaði leikinn.

Ekkert meira var skorað í leiknum og skildu liðin því jöfn, 1-1.

Eitt stig fleytir Sociedad á toppinn en liðið hefur þó aðeins eins stigs forystu á Atletico Madrid sem er í 2.sæti og eiga sveinar Diego Simeone tvo leiki til góða.


Tengdar fréttir

Baskarnir, Januza­j og Silva í drauma­heimi

Byrjun Real Sociedad á leiktíðinni í spænska boltanum hefur verið draumi líkust og enn betri en þegar Xabi Alonso fór með liðinu í titilbaráttu fyrir 17 árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×