Lífið

Ævintýri í landsliðsferð þegar Sunneva og Tryggvi kynntust

Kristján Már Unnarsson skrifar
Sunneva Dögg Robertson, kærasta Tryggva Snæs Hlinasonar, stödd á æskuheimili hans í Svartárkoti.
Sunneva Dögg Robertson, kærasta Tryggva Snæs Hlinasonar, stödd á æskuheimili hans í Svartárkoti. Arnar Halldórsson

Hann í körfuboltalandsliðinu, hún í sundlandsliðinu, og bæði í sömu flugvél á leið til Ítalíu.

„Hún var í sundinu og við hittumst þarna á Smáþjóðaleikunum úti í San Marínó,“ segir Tryggvi Snær Hlinason, atvinnumaður á Spáni í körfuknattleik, í þættinum Um land allt á Stöð 2.

Stúlkan heitir Sunneva Dögg Robertson, ólst upp á Suðurnesjum, og stundar fjarnám í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri.

Tryggvi tosar Sunnevu upp á veröndina við húsið í Svartárkoti. Svartá í baksýn.Arnar Halldórsson

„Við kynntumst í flugvél á leið til Ítalíu,“ segir Sunneva um fyrsta neistann.

„Og síðan viku seinna, þá vorum við byrjuð saman. Þetta var mjög skemmtilegt, sko.“

-Ævintýri í landsliðsferð?

„Já, þetta var svona einstök saga, einhvern veginn,“ svarar Sunneva.

Tryggvi Snær leikur sér á sæþotu á Svartárvatni. Sellandafjall og Bláfjall í baksýn, sem Tryggvi kallar Svartárkotsfjöllin.Arnar Halldórsson

Svo vel náðu þau saman að mánuði síðar var hún komin norður í Svartárkot í Bárðardal þar sem Tryggvi sýndi henni æskuslóðirnar.

Tryggvi Snær og Sunneva Dögg aka glöð af stað á uppáhaldsbíl Tryggva.Arnar Halldórsson

Í þessu sjö mínútna myndskeiði úr þættinum segja Tryggvi Snær og Sunneva Dögg frá fyrstu kynnum sínum, lífinu í atvinnumennskunni á Spáni og draumnum um að setjast að á Norðurlandi:

Hér má sjá þau aka af stað á uppáhaldsbíl Tryggva:


Tengdar fréttir

Tryggvi Snær lýsir stóra ævintýri sveitastráksins

Í þættinum Um land allt á Stöð 2 lýsir Tryggvi Snær Hlinason ævintýrinu þegar hann á undraskömmum tíma fór frá því að vera sveitastrákur í Bárðardal í það að verða atvinnumaður í körfuknattleik í sterkustu deild Evrópu.

Stóri vinningurinn þegar dæturnar tóku við búinu

Svartárkot í Suður-Þingeyjarsýslu var við það að leggjast í eyði fyrir fimmtán árum en er núna fjölmennasta býli Bárðardals, þótt jörðin sé við jaðar Ódáðahrauns í 400 metra hæð yfir sjávarmáli. Sagan er sögð í þættinum Um land allt á Stöð 2.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.