Í dag dugði hans framlag þó skammt.
Elías var á sínum stað í byrjunarliði Excelsior sem heimsótti Roda og strax á 7.mínútu kom Elías sínu liði í forystu.
Hún entist þeim þar til á 24.mínútu þegar heimamenn jöfnuðu og leikmenn Roda reyndust svo sterkari í síðari hálfleik þar sem þeir skoruðu tvö mörk. Lokatölur 3-1 fyrir Roda.
Elías langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 16 mörk í fjórtán leikjum.