Fótbolti

Enn skorar Elías

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Elías í leik með Excelsior
Elías í leik með Excelsior vísir/getty

Suðurnesjamaðurinn Elías Már Ómarsson er algjörlega óstöðvandi í hollensku B-deildinni í fótbolta um þessar mundir.

Í dag dugði hans framlag þó skammt.

Elías var á sínum stað í byrjunarliði Excelsior sem heimsótti Roda og strax á 7.mínútu kom Elías sínu liði í forystu.

Hún entist þeim þar til á 24.mínútu þegar heimamenn jöfnuðu og leikmenn Roda reyndust svo sterkari í síðari hálfleik þar sem þeir skoruðu tvö mörk. Lokatölur 3-1 fyrir Roda.

Elías langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 16 mörk í fjórtán leikjum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.