Innlent

Hræktu á lögreglumenn og höfðu uppi grófar hótanir

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Mennirnir þrír voru handteknir í Kópavogi í nótt.
Mennirnir þrír voru handteknir í Kópavogi í nótt. Vísir/Vilhelm

Þrír ungir menn voru handteknir í Kópavogi í nótt fyrir ólæti. Mennirnir létu mjög ófriðlega eftir að lögregla stöðvaði för ökumanns í bænum sem var grunaður um akstur undir áfengis eða fíkniefna að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Mennirnir þrír voru farþegar í fyrrnefndri bifreið sem stöðvuð var og reyndu þremenningarnir að tálma störf lögreglunnar á vettvangi og höfðu uppi grófar hótanir í garð lögreglu.

„Eftir að ökumaðurinn var handtekinn fóru þremenningarnir síðan að lögreglustöðinni í Kópavogi og héldu þar uppteknum hætti, en svo fór að þeir voru allir handteknir. Háttsemi mannanna fólst m.a. í því að hrækja á lögreglumenn, berja og sparka i lögreglubíla og reyna ítrekað að frelsa handtekinn mann,“ segir í tilkynningu lögreglunnar af málinu.

Ekki fylgir sögunni hvort mennirnir séu enn í varðhaldi. Upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna á vettvangi eru meðal gagna málsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×