Fótbolti

Vonast eftir tvíeyki úr sóttkví með Söndru fyrir leikinn við Ísland

Sindri Sverrisson skrifar
Byrjunarlið Íslands í sigrinum gegn Slóvakíu í gær. Með sigri gegn Ungverjalandi á þriðjudag gæti Ísland mögulega tryggt sér farseðilinn á EM í Englandi.
Byrjunarlið Íslands í sigrinum gegn Slóvakíu í gær. Með sigri gegn Ungverjalandi á þriðjudag gæti Ísland mögulega tryggt sér farseðilinn á EM í Englandi. Instagram/@footballiceland

Ísland gæti mögulega tryggt sér sæti á EM kvenna í fótbolta á þriðjudaginn með sigri á Ungverjalandi.

Ungverjar vonast til að fá tvo leikmenn Leverkusen úr sóttkví og í lið sitt sem mætir Íslandi í lokaumferð undankeppni EM á þriðjudag.

Með sigri í leiknum, sem fram fer í Újpest, eru góðar líkur á að Ísland komist beint á EM sem eitt þriggja liða með bestan árangur í 2. sæti síns riðils. Komist Ísland ekki beint á EM fer liðið í umspil í apríl. Það varð ljóst með 3-1 sigrinum á Slóvakíu í gær.

Sandra María Jessen var valin í landsliðshópinn fyrir leikina tvo en var skipt út eftir að upp kom kórónuveirusmit hjá liði hennar í Þýskalandi, Leverkusen. Smitið hafði í för með sér að Sandra og liðsfélagar hennar þurftu að fara í sóttkví.

Henrietta Csiszár og Lilla Turányi, sem líka eru leikmenn Leverkusen, eru fastamenn í ungverska landsliðinu. Þær hafa líkt og Sandra verið í sóttkví en samkvæmt frétt á heimasíðu ungverska sambandsins standa enn vonir til þess að þær geti spilað gegn Íslandi. 

Þar segir að beðið verði fram á síðustu stundu með að ákveða hvort tvíeykið, sem og leikmenn FTC-Telekom í Ungverjalandi, verði með gegn Íslandi.  Á meðan að það er óljóst hafa yngri leikmenn fengið tækifæri til að æfa með landsliðinu, segir þjálfarinn Edina Markó.


Tengdar fréttir

Sara Björk: Erum einu skrefi nær mark­miðinu okkar

Ísland vann góðan 3-1 sigur á Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2022 í kvöld eftir að vera 1-0 undir í hálfleik. Landsliðsfyrirliðinn var ósátt með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik.

Stelpurnar á áætlun eftir sigur í Slóvakíu

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á enn möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2021 (2022), sem fer fram á Engalndi, eftir 3-1 sigur á Slóvakíu á útivelli í dag. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×