Hvað þarf til að Ísland spili á EM í Englandi? Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2020 09:01 Íslenska landsliðið komst á EM 2009, 2013 og 2017 og ætlar sér að spila á EM sem fram fer árið 2022, en mótinu var frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins. vísir/vilhelm Fagna Íslendingar EM-sæti á þriðjudaginn? Fer íslenska liðið í umspil? Verður EM-draumurinn kannski að engu í Ungverjalandi, í annað sinn á skömmum tíma? Fagna Íslendingar EM-sæti á þriðjudaginn? Fer íslenska liðið í umspil? Verður EM-draumurinn kannski að engu í Ungverjalandi, í annað sinn á skömmum tíma? Á íslensku má alltaf finna svar. Í stuttu máli má segja að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta eigi mjög góða möguleika á að komast beint á EM í Englandi vinni það síðustu tvo leiki sína í undankeppninni. Það er þó ekki alveg öruggt eins og nánar er farið yfir hér að neðan. Ísland mætir Slóvakíu í bænum Senec í dag og svo Ungverjalandi í Újpest þriðjudaginn 1. desember. Staðan í riðli Íslands er þannig að Svíþjóð er efst með 19 stig og hefur þegar tryggt sér efsta sætið og þar með farseðilinn til Englands. Ísland er í 2. sæti með 13 stig, Slóvakía með 10, Ungverjaland 7 og Lettland 0. Ungverjaland á aðeins eftir leik sinn við Ísland, og Slóvakía og Svíþjóð mætast í lokaumferðinni. Lettland hefur lokið keppni. Leikið er í níu undanriðlum og komast þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti beint á EM. Hin sex liðin fara í umspil um þrjú síðustu lausu sætin á EM, þar sem 16 lið taka þátt. Slóvakía getur enn náð sætinu af Íslandi Sem sagt, Ísland þarf í fyrsta lagi að tryggja sér 2. sæti. Til þess dugar að ná jafntefli gegn Slóvakíu í dag. Vinni Slóvakía þyrfti Ísland að ná í stig gegn Ungverjalandi í lokaumferðinni og hugsanlega að treysta á hjálp frá Svíum sem mæta Slóvökum. Elín Metta Jensen ræddi möguleika Íslands við Vísi í gær: Klippa: Elín Metta um EM-möguleikana Ef Ísland nær 2. sæti má samt slá því föstu að liðið þurfi að fara í umspil ef það vinnur ekki leikina tvo sem það á eftir. Umspilið fer fram 5.-13. apríl á næsta ári og verður leikið heima og að heiman. Hvað ef að Ísland vinnur báða leikina? Vinnist leikirnir við Slóvakíu og Ungverjaland eru möguleikarnir hins vegar mjög góðir á að komast beint á EM, þó að ekkert sé öruggt. Ísland væri þá með 19 stig og betri árangur en liðin í A-, C-, D- og I-riðli, en þyrfti að treysta á hagstæð úrslit í tveimur riðlum af þessum fjórum til viðbótar: B-riðill: Ítalía endar í 2. sæti riðilsins. Íslandi dugar að vinna báða sína leiki til að gera betur en Ítalía nema að Ítalir vinni Ísrael á heimavelli og topplið Danmerkur á útivelli. H-riðill: Sviss (19 stig) og Belgía (18 stig) eru efst og mætast í Belgíu á þriðjudaginn. Aðeins jafntefli þar gefur möguleika á að lið úr H-riðli komist á EM á kostnað Íslands. Belgía myndi þá enda í 2. sæti með 19 stig, með 11 mörkum betri markatölu en Ísland er með núna. Vinni Belgar enda Svisslendingar í 2. sæti með 19 stig og verri markatölu en Ísland, að því gefnu að Ísland vinni sína tvo leiki, og vinni Sviss enda Belgar með 18 stig í 2. sæti. G-riðill: Þarna virðist minnst von fyrir Ísland. Frakkland og Austurríki eru jöfn með 16 stig, eiga tvo leiki eftir hvort og mætast í Frakklandi á morgun. Ef liðin gera jafntefli gæti liðið í 2. sæti endað með 20 stig, fyrir ofan Ísland. Vinni annað liðið er líklegt að hitt endi í 2. sæti með 19 stig og að minnsta kosti fimm mörkum betri markatölu en Ísland er með núna. E-riðill: Enn á eftir að spila fjölda leikja í riðlinum því fjórum leikjum var frestað fram í febrúar vegna kórónuveirufaraldursins. Finnland, Portúgal og Skotland eru í baráttunni um efstu tvö sætin og er staðan mjög óljós, en gæti skýrst eftir leik Portúgals og Skotlands á morgun og leik Skotlands og Finnlands á þriðjudaginn. EM 2021 í Englandi Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira
Fagna Íslendingar EM-sæti á þriðjudaginn? Fer íslenska liðið í umspil? Verður EM-draumurinn kannski að engu í Ungverjalandi, í annað sinn á skömmum tíma? Á íslensku má alltaf finna svar. Í stuttu máli má segja að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta eigi mjög góða möguleika á að komast beint á EM í Englandi vinni það síðustu tvo leiki sína í undankeppninni. Það er þó ekki alveg öruggt eins og nánar er farið yfir hér að neðan. Ísland mætir Slóvakíu í bænum Senec í dag og svo Ungverjalandi í Újpest þriðjudaginn 1. desember. Staðan í riðli Íslands er þannig að Svíþjóð er efst með 19 stig og hefur þegar tryggt sér efsta sætið og þar með farseðilinn til Englands. Ísland er í 2. sæti með 13 stig, Slóvakía með 10, Ungverjaland 7 og Lettland 0. Ungverjaland á aðeins eftir leik sinn við Ísland, og Slóvakía og Svíþjóð mætast í lokaumferðinni. Lettland hefur lokið keppni. Leikið er í níu undanriðlum og komast þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti beint á EM. Hin sex liðin fara í umspil um þrjú síðustu lausu sætin á EM, þar sem 16 lið taka þátt. Slóvakía getur enn náð sætinu af Íslandi Sem sagt, Ísland þarf í fyrsta lagi að tryggja sér 2. sæti. Til þess dugar að ná jafntefli gegn Slóvakíu í dag. Vinni Slóvakía þyrfti Ísland að ná í stig gegn Ungverjalandi í lokaumferðinni og hugsanlega að treysta á hjálp frá Svíum sem mæta Slóvökum. Elín Metta Jensen ræddi möguleika Íslands við Vísi í gær: Klippa: Elín Metta um EM-möguleikana Ef Ísland nær 2. sæti má samt slá því föstu að liðið þurfi að fara í umspil ef það vinnur ekki leikina tvo sem það á eftir. Umspilið fer fram 5.-13. apríl á næsta ári og verður leikið heima og að heiman. Hvað ef að Ísland vinnur báða leikina? Vinnist leikirnir við Slóvakíu og Ungverjaland eru möguleikarnir hins vegar mjög góðir á að komast beint á EM, þó að ekkert sé öruggt. Ísland væri þá með 19 stig og betri árangur en liðin í A-, C-, D- og I-riðli, en þyrfti að treysta á hagstæð úrslit í tveimur riðlum af þessum fjórum til viðbótar: B-riðill: Ítalía endar í 2. sæti riðilsins. Íslandi dugar að vinna báða sína leiki til að gera betur en Ítalía nema að Ítalir vinni Ísrael á heimavelli og topplið Danmerkur á útivelli. H-riðill: Sviss (19 stig) og Belgía (18 stig) eru efst og mætast í Belgíu á þriðjudaginn. Aðeins jafntefli þar gefur möguleika á að lið úr H-riðli komist á EM á kostnað Íslands. Belgía myndi þá enda í 2. sæti með 19 stig, með 11 mörkum betri markatölu en Ísland er með núna. Vinni Belgar enda Svisslendingar í 2. sæti með 19 stig og verri markatölu en Ísland, að því gefnu að Ísland vinni sína tvo leiki, og vinni Sviss enda Belgar með 18 stig í 2. sæti. G-riðill: Þarna virðist minnst von fyrir Ísland. Frakkland og Austurríki eru jöfn með 16 stig, eiga tvo leiki eftir hvort og mætast í Frakklandi á morgun. Ef liðin gera jafntefli gæti liðið í 2. sæti endað með 20 stig, fyrir ofan Ísland. Vinni annað liðið er líklegt að hitt endi í 2. sæti með 19 stig og að minnsta kosti fimm mörkum betri markatölu en Ísland er með núna. E-riðill: Enn á eftir að spila fjölda leikja í riðlinum því fjórum leikjum var frestað fram í febrúar vegna kórónuveirufaraldursins. Finnland, Portúgal og Skotland eru í baráttunni um efstu tvö sætin og er staðan mjög óljós, en gæti skýrst eftir leik Portúgals og Skotlands á morgun og leik Skotlands og Finnlands á þriðjudaginn.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira