Manchester United virðist hafa fundið upp tímavél en liðið kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 3-2 þökk sé ótrúlegri innkomu Edinson Cavani.
Heimamenn í Southampton hófu leikinn af krafti og virkuðu mun sprækari en gestirnir frá Manchester. Á 23. mínútu leiksins fengu heimamenn hornspyrnu sem James Ward-Prowse tók. Spyrnan var góð og fór beint á nærsvæðið þar sem Jan Bednarek stökk manna hæst og skallaði í netið.
Tíu mínútum síðar var dæmd aukaspyrna á gestina rétt fyrir utan teig. Ward-Prowse er betri en flestir í slíkum spyrnum og skrúfaði hann boltann alveg út við stöng og staðan orðin 2-0 þegar rétt rúmur hálftími var liðinn.
One corner assist. One free-kick goal.
— B/R Football (@brfootball) November 29, 2020
James Ward-Prowse is pinpoint pic.twitter.com/mszwtI0tIB
David De Gea – markvörður Man United – small illa á stönginni er hann reyndi að verja skot Ward-Prowse. Því þurfti hann að yfirgefa völlinn í hálfleik, í hans stað kom Dean Henderson. Cavani kom einnig inn af bekknum í hálfleik og sá átti eftir að breyta leiknum.
Hann lagði upp fyrsta mark gestanna sem Bruno Fernandes skoraði á 59. mínútu. Cavani sjálfur flikkaði svo boltanum í netið eftir að Fernandes átti skot í varnarmann og staðan óvænt orðin 2-2 á 74. mínútu.
Cavani fullkomnaði svo endurkomuna og stigin þrjú er hann stangaði fyrirgjöf Marcus Rashford í netið í uppbótartíma. Lokatölur 3-2 Man United í vil og 8. útisigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni staðreynd. Það er met.
Edinson Cavani s game by numbers vs. Southampton [50 mins played]:
— Statman Dave (@StatmanDave) November 29, 2020
83% pass accuracy
4 shots [2 on target]
3 ball recoveries
2 tackles won
2 goals
1 assist
Unbelievable. pic.twitter.com/RTPCtz4Ctb
Man Utd er nú komið upp í 7. sæti deildarinnar með 16 stig, fimm stigum minna en topplið Liverpool. Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær eiga hins vegar leik til góða.