63 greind smit tengd hópsýkingunni á Hótel Rangá í sumar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 07:00 Hópsýking kom upp á Hótel Rangá á Suðurlandi í ágúst. Hótel Rangá Hópsýking kom upp á Hótel Rangá í ágúst í sumar. Tugir einstaklinga smituðust og þurfti ríkisstjórnin meðal annars að fara í skimun vegna sýkingarinnar. 63 einstaklingar sem greindust með kórónuveiruna í annarri bylgju faraldursins í sumar höfðu bein eða óbein tengsl við hópsýkingunua á Hótel Rangá. Þetta kemur fram í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, við fyrirspurn Vísis. Fyrsta smitið greindist þann 16. ágúst að því er segir í svarinu en þann 20. ágúst fyrst greint frá smiti á hótelinu. Þá var sagt frá að starfsmaður þar hefði greinst með veiruna og því var í kjölfarið lokað. Ríkisstjórnin hafði borðað hádegismat á Hótel Rangá tveimur dögum áður en starfsmaðurinn greindist. Hann hafði þó ekki sinnt ráðherrunum. 21. ágúst var ákveðið að ríkisstjórnin færi í skimun vegna smitsins og viðhefði smitgát þar til niðurstöður lægju fyrir. Enginn ráðherranna reyndist smitaður en hins vegar varð ljóst eftir því sem dagarnir liðu að upp var komin hópsýking í tengslum við Hótel Rangá. Sá stofn veirunnar sem greindist í sýkingunni var nefndur „græna veiran“ þar sem hann fékk grænan lit hjá smitrakningarteymi almannavarna. Önnur hópsýking kom upp vegna „grænu veirunnar“ en það var á Akranesi í lok júlí. Fyrsta smitið í þeirri sýkingu greindist 25. júlí og tengdist smitið vinnustað á höfuðborgarsvæðinu. Alls greindust svo 24 með bein eða óbein tengsl við hópsýkinguna. Með óbeinum tengslum er átt við afleidd smit frá þessari hópsýkingu, það er einstaklinga sem tengjast vinnustaðnum eða hópnum beint, að því er segir í svari almannavarna. Stofninn ekki greinst síðan 6. október „Græna veiran“ hefur ekki greinst síðan 6. október en raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur greint veiruafbrigðið í 231 smiti. Miðað er við að önnur bylgja faraldursins hafi byrjað um miðjan júlí. 216 greindust í þeirri bylgju faraldursins. 15. september er svo upphafsdagur þriðju bylgju faraldursins en um 2.900 manns hafa greinst í þeirri bylgju. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rangárþing ytra Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Sjá meira
63 einstaklingar sem greindust með kórónuveiruna í annarri bylgju faraldursins í sumar höfðu bein eða óbein tengsl við hópsýkingunua á Hótel Rangá. Þetta kemur fram í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, við fyrirspurn Vísis. Fyrsta smitið greindist þann 16. ágúst að því er segir í svarinu en þann 20. ágúst fyrst greint frá smiti á hótelinu. Þá var sagt frá að starfsmaður þar hefði greinst með veiruna og því var í kjölfarið lokað. Ríkisstjórnin hafði borðað hádegismat á Hótel Rangá tveimur dögum áður en starfsmaðurinn greindist. Hann hafði þó ekki sinnt ráðherrunum. 21. ágúst var ákveðið að ríkisstjórnin færi í skimun vegna smitsins og viðhefði smitgát þar til niðurstöður lægju fyrir. Enginn ráðherranna reyndist smitaður en hins vegar varð ljóst eftir því sem dagarnir liðu að upp var komin hópsýking í tengslum við Hótel Rangá. Sá stofn veirunnar sem greindist í sýkingunni var nefndur „græna veiran“ þar sem hann fékk grænan lit hjá smitrakningarteymi almannavarna. Önnur hópsýking kom upp vegna „grænu veirunnar“ en það var á Akranesi í lok júlí. Fyrsta smitið í þeirri sýkingu greindist 25. júlí og tengdist smitið vinnustað á höfuðborgarsvæðinu. Alls greindust svo 24 með bein eða óbein tengsl við hópsýkinguna. Með óbeinum tengslum er átt við afleidd smit frá þessari hópsýkingu, það er einstaklinga sem tengjast vinnustaðnum eða hópnum beint, að því er segir í svari almannavarna. Stofninn ekki greinst síðan 6. október „Græna veiran“ hefur ekki greinst síðan 6. október en raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur greint veiruafbrigðið í 231 smiti. Miðað er við að önnur bylgja faraldursins hafi byrjað um miðjan júlí. 216 greindust í þeirri bylgju faraldursins. 15. september er svo upphafsdagur þriðju bylgju faraldursins en um 2.900 manns hafa greinst í þeirri bylgju.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rangárþing ytra Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Sjá meira