Þriðjungur greindra smita í þriðju bylgju tengist þremur hópsýkingum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. nóvember 2020 07:00 Irishman Pub er einn þeirra staða sem tengist hópsýkingum sem komið hafa upp í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Um 2.900 manns hafa greinst smitaðir í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins. Þriðjung smitanna má rekja til þriggja stórra hópsýkinga á höfuðborgarsvæðinu. Um 420 smit hafa verið rakin beint eða óbeint til Hnefaleikafélags Kópavogs þar sem upp kom hópsýking í byrjun október. 84 smit hafa verið rakin beint til sýkingarinnar en hin rúmlega 300 smitin óbeint. Inni í heildartölunni eru fleiri smáar hópsýkingar, til dæmis á vinnustöðum, í skólum, leikskólum, líkamsrækt og svo framvegis. Þetta kemur fram í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, við fyrirspurn Vísis. Í svarinu kemur jafnframt fram að rekja megi um sjötíu smit beint til hópsýkingar sem kom upp í miðbæ Reykjavíkur föstudaginn 11. september og tengd er skemmtistöðunum Irishman Pub og Brewdog. Þá hafa um 350 smit, að þessum sjötíu meðtöldum, verið rakin beint eða óbeint til þeirrar hópsýkingarinnar. Líkt og í tilfelli sýkingarinnar hjá Hnefaleikafélaginu eru inni í þeirri tölu fleiri smáar hópsýkingar, til dæmis í skólum, leikskólum, líkamsrækt og á vinnustöðvum. Langflestir greinst með „bláu veiruna“ Um 770 smit má því rekja til þessara tveggja stóru hópsýkinga í þriðju bylgju faraldursins. Þá er ótalin hópsýkingin á Landakoti en greint hefur verið frá því að rekja megi um 200 smit til þeirrar sýkingar. Alls hafa um 2.900 einstaklingar greinst með Covid-19 í þriðju bylgju faraldursins. Um þriðjung smitanna má því rekja beint eða óbeint til fyrrnefndra hópsýkinga. Greint hefur verið frá því að þriðja bylgjan sé að megninu til borin upp af veirustofni sem fengið hefur bláan lit hjá smitrakningateymi almannavarna. Stofninn hefur því verið kölluð „bláa veiran“ en einnig „franska veiran“ þar sem afbrigðið greindist fyrst hjá tveimur frönskum ferðamönnum sem komu hingað til lands um miðjan ágúst. Vísir beindi þeirri spurningu til almannavarna hvenær ferðamennirnir komu nákvæmlega til landsins og hvenær þeir greindust með veiruna. Reynt var að fá fram með spurningunni hvort þeir hafi greinst við fyrri skimun á landamærum eða þá seinni, það er ef þeir voru að koma frá áhættusvæðum þar sem krafist var tvöfaldrar skimunar með fimm daga sóttkví á milli. Slíkar reglur tóku gildi 31. júlí. Ekki hægt að fullyrða að veiran hafi komið með ferðamönnunum Í svari almannavarna segir að ekki sé hægt að fullyrða að veirustofninn hafi komið til landsins með þessum tilteknu ferðamönnum. Þannig sé ekki hægt að útiloka að hann hafi borist hingað til lands með öðrum. Þá hefur einnig komið fram að ferðamennirnir hafi ekki fylgt sóttvarnaráðstöfunum til hins ítrasta en brotið hafi ekki verið það alvarlegt að ástæða hafi verið til að sekta þá. Vísir spurði út í það í hverju nákvæmlega sóttvarnabrot ferðamannanna fólst. „Eins og greint hefur verið frá áður höfðu ferðamennirnir verið á ferðinni og ekki farið eftir sóttvarnarleiðbeiningum til fulls. Málið var unnið í samvinnu við ferðamennina með leiðbeiningum sem þau skildu ekki,“ segir í svari almannavarna. Af þeim 2.900 einstaklingum sem greinst hafa með Covid-19 í þriðju bylgjunni hafa 2.400 þeirra greinst með „bláu veiruna“. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Um 420 smit hafa verið rakin beint eða óbeint til Hnefaleikafélags Kópavogs þar sem upp kom hópsýking í byrjun október. 84 smit hafa verið rakin beint til sýkingarinnar en hin rúmlega 300 smitin óbeint. Inni í heildartölunni eru fleiri smáar hópsýkingar, til dæmis á vinnustöðum, í skólum, leikskólum, líkamsrækt og svo framvegis. Þetta kemur fram í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, við fyrirspurn Vísis. Í svarinu kemur jafnframt fram að rekja megi um sjötíu smit beint til hópsýkingar sem kom upp í miðbæ Reykjavíkur föstudaginn 11. september og tengd er skemmtistöðunum Irishman Pub og Brewdog. Þá hafa um 350 smit, að þessum sjötíu meðtöldum, verið rakin beint eða óbeint til þeirrar hópsýkingarinnar. Líkt og í tilfelli sýkingarinnar hjá Hnefaleikafélaginu eru inni í þeirri tölu fleiri smáar hópsýkingar, til dæmis í skólum, leikskólum, líkamsrækt og á vinnustöðvum. Langflestir greinst með „bláu veiruna“ Um 770 smit má því rekja til þessara tveggja stóru hópsýkinga í þriðju bylgju faraldursins. Þá er ótalin hópsýkingin á Landakoti en greint hefur verið frá því að rekja megi um 200 smit til þeirrar sýkingar. Alls hafa um 2.900 einstaklingar greinst með Covid-19 í þriðju bylgju faraldursins. Um þriðjung smitanna má því rekja beint eða óbeint til fyrrnefndra hópsýkinga. Greint hefur verið frá því að þriðja bylgjan sé að megninu til borin upp af veirustofni sem fengið hefur bláan lit hjá smitrakningateymi almannavarna. Stofninn hefur því verið kölluð „bláa veiran“ en einnig „franska veiran“ þar sem afbrigðið greindist fyrst hjá tveimur frönskum ferðamönnum sem komu hingað til lands um miðjan ágúst. Vísir beindi þeirri spurningu til almannavarna hvenær ferðamennirnir komu nákvæmlega til landsins og hvenær þeir greindust með veiruna. Reynt var að fá fram með spurningunni hvort þeir hafi greinst við fyrri skimun á landamærum eða þá seinni, það er ef þeir voru að koma frá áhættusvæðum þar sem krafist var tvöfaldrar skimunar með fimm daga sóttkví á milli. Slíkar reglur tóku gildi 31. júlí. Ekki hægt að fullyrða að veiran hafi komið með ferðamönnunum Í svari almannavarna segir að ekki sé hægt að fullyrða að veirustofninn hafi komið til landsins með þessum tilteknu ferðamönnum. Þannig sé ekki hægt að útiloka að hann hafi borist hingað til lands með öðrum. Þá hefur einnig komið fram að ferðamennirnir hafi ekki fylgt sóttvarnaráðstöfunum til hins ítrasta en brotið hafi ekki verið það alvarlegt að ástæða hafi verið til að sekta þá. Vísir spurði út í það í hverju nákvæmlega sóttvarnabrot ferðamannanna fólst. „Eins og greint hefur verið frá áður höfðu ferðamennirnir verið á ferðinni og ekki farið eftir sóttvarnarleiðbeiningum til fulls. Málið var unnið í samvinnu við ferðamennina með leiðbeiningum sem þau skildu ekki,“ segir í svari almannavarna. Af þeim 2.900 einstaklingum sem greinst hafa með Covid-19 í þriðju bylgjunni hafa 2.400 þeirra greinst með „bláu veiruna“.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent