Ekkert fær stöðvað Bayern á meðan hörmulegt gengi Marseille heldur áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. nóvember 2020 22:26 Neuer var frábær í liði Bayern í kvöld. EPA-EFE/Lukas Barth-Tuttas Það var nóg um að vera í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Meistarar Bayern halda áfram á sigurbraut á meðan Marseille tapar og tapar í keppni þeirra bestu. Meistarar Bayern München tóku á móti Red Bull Salzburg frá Austurríki í kvöld. Þrátt fyrir að vinna 3-1 sigur þá var sigur Bæjara ekki jafn öruggur og lokatölurnar gefa til kynna. Það stefndi í markalausan fyrri hálfleik en markavélin Robert Lewandowski kom Bayern yfir undir lok fyrri hálfleiks og sá til þess að þeir voru 1-0 yfir í hálfleik. Síðari hálfleikur var aðeins sjö mínútna gamall þegar Maximilian Wöber varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan 2-0 fyrir Bayern. 69 - Since the start of last season, Robert Lewandowski has scored 69 goals in 60 appearances for Bayern Munich in all competitions, including 18 goals in 14 Champions League games, the most of any player in that time. Nice. pic.twitter.com/NQ5uNyXDSX— OptaJoe (@OptaJoe) November 25, 2020 Á 66. mínútu fékk Marc Roca sitt annað gula spjald í liði Bayern og þar með rautt. Leroy Sané bætti samt sem áður við þriðja marki heimamanna aðeins tveimur mínútum síðar. Á 73. mínútu minnkaði Mergim Berisha muninn fyrir gestina og í kjölfarið fengu þeir nokkur góð færi. Alltaf sá hinn magnaði Manuel Neuer við þeim og fór það svo að Bayern hélt út. Lokatölur 3-1 og Bayern með fullt hús stiga að loknum fjórum leikjum. Í hinum leik A-riðils gerðu Atlético Madrid og Lokomotiv Moskva markalaust jafntefli. Bayern komið áfram í 16-liða úrslit og búnir að tryggja sér toppsæti riðilsins þegar tvær umferðir eru eftir. Atl. Madrid er með fimm stig, Lokomotiv er með þrjú og Salzburg rekur lestina með eitt. Í C-riðli mættust Marseille og Porto í Frakklandi. Zaidu Sanusi kom gestunum yfir á 39. mínútu og var staðan 1-0 Porto í vil í hálfleik. Marko Grujic fékk sitt annað gula spjald í liði gestanna á 67. mínútu og Marseille taldi sig eiga möguleika á að fá eitthvað úr leiknum. Aðeins þremur mínútum síðar nældi Leonardo Balerdi í sitt annað gula spjald í liði heimamanna er hann braut af sér innan vítateigs. Sérgio Oliveira fór á punktinn og skoraði af öryggi. Staðan orðin 2-0 Porto í vil og reyndust það lokatölur. 13 - Marseille have lost each of their last 13 Champions League games, the longest run of any team in the history of the competition. AJamaisLesPremiers. pic.twitter.com/U1XKoUaAOA— OptaJean (@OptaJean) November 25, 2020 Porto er nú í 2. sæti C-riðils, þremur stigum á eftir Manchester City sem trónir á toppnum með 12 stig. Marseille er hins vegar á botninum án stiga. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira
Það var nóg um að vera í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Meistarar Bayern halda áfram á sigurbraut á meðan Marseille tapar og tapar í keppni þeirra bestu. Meistarar Bayern München tóku á móti Red Bull Salzburg frá Austurríki í kvöld. Þrátt fyrir að vinna 3-1 sigur þá var sigur Bæjara ekki jafn öruggur og lokatölurnar gefa til kynna. Það stefndi í markalausan fyrri hálfleik en markavélin Robert Lewandowski kom Bayern yfir undir lok fyrri hálfleiks og sá til þess að þeir voru 1-0 yfir í hálfleik. Síðari hálfleikur var aðeins sjö mínútna gamall þegar Maximilian Wöber varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan 2-0 fyrir Bayern. 69 - Since the start of last season, Robert Lewandowski has scored 69 goals in 60 appearances for Bayern Munich in all competitions, including 18 goals in 14 Champions League games, the most of any player in that time. Nice. pic.twitter.com/NQ5uNyXDSX— OptaJoe (@OptaJoe) November 25, 2020 Á 66. mínútu fékk Marc Roca sitt annað gula spjald í liði Bayern og þar með rautt. Leroy Sané bætti samt sem áður við þriðja marki heimamanna aðeins tveimur mínútum síðar. Á 73. mínútu minnkaði Mergim Berisha muninn fyrir gestina og í kjölfarið fengu þeir nokkur góð færi. Alltaf sá hinn magnaði Manuel Neuer við þeim og fór það svo að Bayern hélt út. Lokatölur 3-1 og Bayern með fullt hús stiga að loknum fjórum leikjum. Í hinum leik A-riðils gerðu Atlético Madrid og Lokomotiv Moskva markalaust jafntefli. Bayern komið áfram í 16-liða úrslit og búnir að tryggja sér toppsæti riðilsins þegar tvær umferðir eru eftir. Atl. Madrid er með fimm stig, Lokomotiv er með þrjú og Salzburg rekur lestina með eitt. Í C-riðli mættust Marseille og Porto í Frakklandi. Zaidu Sanusi kom gestunum yfir á 39. mínútu og var staðan 1-0 Porto í vil í hálfleik. Marko Grujic fékk sitt annað gula spjald í liði gestanna á 67. mínútu og Marseille taldi sig eiga möguleika á að fá eitthvað úr leiknum. Aðeins þremur mínútum síðar nældi Leonardo Balerdi í sitt annað gula spjald í liði heimamanna er hann braut af sér innan vítateigs. Sérgio Oliveira fór á punktinn og skoraði af öryggi. Staðan orðin 2-0 Porto í vil og reyndust það lokatölur. 13 - Marseille have lost each of their last 13 Champions League games, the longest run of any team in the history of the competition. AJamaisLesPremiers. pic.twitter.com/U1XKoUaAOA— OptaJean (@OptaJean) November 25, 2020 Porto er nú í 2. sæti C-riðils, þremur stigum á eftir Manchester City sem trónir á toppnum með 12 stig. Marseille er hins vegar á botninum án stiga.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira