„Ef ekki semst þá erum við í afar slæmum málum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 17:37 Frá samningafundi ríkisins og flugvirkja Landhelgisgæslunnar sem eru í verkfalli, hjá ríkissáttasemjara í dag. Vísir/Vilhelm Samningafundi í kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni við ríkið, sem hófst klukkan fjögur í dag, er lokið. Fundur hefur verið boðaður klukkan níu í fyrramálið. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir alvarlega stöðu blasa við ef ekki tekst að semja sem allra fyrst. Ríkissáttasemjari hafði frumkvæði að boðun fundarins samkvæmt upplýsingum fréttastofu eftir að hafa rætt við formenn samninganefndar Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins. Síðast var fundað í deilunni á mánudag en verkfall hefur staðið yfir frá 5. nóvember. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagðist í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, skömmu áður en fundinum lauk, að hann bindi vonir við að fljótlega fari að rofa til í deilunni. „Ég ætla nú að leyfa mér að vera bjartsýnn, ég held að þetta hljóti nú að fara að ganga eitthvað,“ sagði Georg. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir stöðuna grafalvarlega. Leysa þurfi kjaradeilur flugvirkja Gæslunnar svo að hægt verði að sinna áfram sjúkraflugi.Vísir/Sigurjón „Ef ekki semst þá erum við í afar slæmum málum. Það liggur fyrir hvað svo sem gerist í dag, að við verðum stopp frá og með miðnætti og vonandi þó ekki lengur en fram á helgina, fram á laugardag sunnudag,“ sagði Georg. Landhelgisgæslan er með þrjár þyrlur á sínum snærum. TF Líf, Gró og Eir. Líf og Eir hafa verið óhreyfðar síðan verkfallið hófst. Líf hefur verið í viðhaldi lengi og stendur til að selja hana. Eir var í viðhaldsskoðun þegar verkfallið skall á. Á miðnætti í kvöld þarf Gró að fara í viðhald vegna uppsafnaðs flugtíma. „Það er svokölluð dagsetningarskoðun á þessari einu vél sem að við höfum getað haldið úti og hún verður ekkert umflúin og tekur ákveðinn tíma. Spurningin er í raun bara hvort við fáum nægan mannafla til þess að klára þetta á tveim dögum eða hvort við verðum lengur vegna mannaskorts,“ sagði Georg. Áhrifa verkfallsins gæti fram í febrúar Enn alvarlegri staða blasi við ef verkfallið dregst frekar á langinn. „Þetta er í sjálfu sér lítið mál miðað við það sem er í vændum ef verkfallið leysist ekki. Þá er allsherjarstopp, ekki seinna en 12. desember. Þá munum við ekki lengur geta haldið úti neinni þyrlu og það sem að bættist svo við er að viðhaldsþörfin hún safnast upp og öll planlaggning, öll skipulagning á viðhaldi, er stopp. Þannig að skoðanir sem eiga að vera á næstu vikum og meira að segja mánuðum, þær munu dragast. Það er ekki búið að gera þær ráðstafanir sem þarf að gera eins og að panta íhluti eða planleggja hvernig skuli unnið,“ segir Georg. „Þannig að desembermánuður verður mjög slæmur og þessa mun gæta alveg fram í febrúar í rauninni.“ Landhelgisgæslan muni gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að tryggja öryggi og þjónustu eftir fremsta megni í ljósi stöðunnar. Meðal annars verði hægt að nýta skipaflota gæslunnar eftir föngum. „Það er í sjálfu sér ekki um marga kosti að ræða. Við erum einungis með tvö tiltæk skip eins og á stendur en munum að sjálfsögðu reyna að gera eins og við getum,“ segir Georg. Viðtal við hann í heild sinni úr þættinum Reykjavík síðdegis má heyra í spilaranum hér að neðan. Landhelgisgæslan Kjaramál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Samningafundi í kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni við ríkið, sem hófst klukkan fjögur í dag, er lokið. Fundur hefur verið boðaður klukkan níu í fyrramálið. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir alvarlega stöðu blasa við ef ekki tekst að semja sem allra fyrst. Ríkissáttasemjari hafði frumkvæði að boðun fundarins samkvæmt upplýsingum fréttastofu eftir að hafa rætt við formenn samninganefndar Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins. Síðast var fundað í deilunni á mánudag en verkfall hefur staðið yfir frá 5. nóvember. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagðist í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, skömmu áður en fundinum lauk, að hann bindi vonir við að fljótlega fari að rofa til í deilunni. „Ég ætla nú að leyfa mér að vera bjartsýnn, ég held að þetta hljóti nú að fara að ganga eitthvað,“ sagði Georg. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir stöðuna grafalvarlega. Leysa þurfi kjaradeilur flugvirkja Gæslunnar svo að hægt verði að sinna áfram sjúkraflugi.Vísir/Sigurjón „Ef ekki semst þá erum við í afar slæmum málum. Það liggur fyrir hvað svo sem gerist í dag, að við verðum stopp frá og með miðnætti og vonandi þó ekki lengur en fram á helgina, fram á laugardag sunnudag,“ sagði Georg. Landhelgisgæslan er með þrjár þyrlur á sínum snærum. TF Líf, Gró og Eir. Líf og Eir hafa verið óhreyfðar síðan verkfallið hófst. Líf hefur verið í viðhaldi lengi og stendur til að selja hana. Eir var í viðhaldsskoðun þegar verkfallið skall á. Á miðnætti í kvöld þarf Gró að fara í viðhald vegna uppsafnaðs flugtíma. „Það er svokölluð dagsetningarskoðun á þessari einu vél sem að við höfum getað haldið úti og hún verður ekkert umflúin og tekur ákveðinn tíma. Spurningin er í raun bara hvort við fáum nægan mannafla til þess að klára þetta á tveim dögum eða hvort við verðum lengur vegna mannaskorts,“ sagði Georg. Áhrifa verkfallsins gæti fram í febrúar Enn alvarlegri staða blasi við ef verkfallið dregst frekar á langinn. „Þetta er í sjálfu sér lítið mál miðað við það sem er í vændum ef verkfallið leysist ekki. Þá er allsherjarstopp, ekki seinna en 12. desember. Þá munum við ekki lengur geta haldið úti neinni þyrlu og það sem að bættist svo við er að viðhaldsþörfin hún safnast upp og öll planlaggning, öll skipulagning á viðhaldi, er stopp. Þannig að skoðanir sem eiga að vera á næstu vikum og meira að segja mánuðum, þær munu dragast. Það er ekki búið að gera þær ráðstafanir sem þarf að gera eins og að panta íhluti eða planleggja hvernig skuli unnið,“ segir Georg. „Þannig að desembermánuður verður mjög slæmur og þessa mun gæta alveg fram í febrúar í rauninni.“ Landhelgisgæslan muni gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að tryggja öryggi og þjónustu eftir fremsta megni í ljósi stöðunnar. Meðal annars verði hægt að nýta skipaflota gæslunnar eftir föngum. „Það er í sjálfu sér ekki um marga kosti að ræða. Við erum einungis með tvö tiltæk skip eins og á stendur en munum að sjálfsögðu reyna að gera eins og við getum,“ segir Georg. Viðtal við hann í heild sinni úr þættinum Reykjavík síðdegis má heyra í spilaranum hér að neðan.
Landhelgisgæslan Kjaramál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira