Innlent

Skíðlogaði í bíl í Seljahverfi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skjáskot úr myndbandi sem tekið var á vettvangi í Seljahverfi í nótt.
Skjáskot úr myndbandi sem tekið var á vettvangi í Seljahverfi í nótt. Elvar Askur Lárusson

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út laust fyrir klukkan hálftvö í nótt vegna elds sem hafði kviknað í bíl á bílastæði í Seljahverfinu í Reykjavík.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu bárust upplýsingar um að hætta væri á að eldurinn færi í fleiri bíla svo tveir slökkvibílar voru sendir á vettvang.

Þegar þangað var komið kom í ljós að það var smá fjarlægð í næstu bíla en bíllinn sem kviknað hafði í skíðlogaði. Slökkviliðið slökkti eldinn en bíllinn er talinn gjörónýtur. Eldsupptök eru ókunn og rannsakar lögreglan málið.

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá vettvangi í nótt sem Elvar Askur Lárusson tók.

Þetta er önnur næturvaktin í röð þar sem bílbruni kemur inn á borð slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðisins. Á þriðjudagskvöld kviknaði í bíl við Smáralind. Þá kviknaði í rútu við Köllunarklettsveg í síðustu viku.

Aðspurður hvort að það sé óvenju mikið um bílbruna þessa dagana segir varðstjóri hjá slökkviliðinu að það þurfi ekki að vera neitt samhengi þarna á milli; svona atburðir komi gjarnan í bylgjum og það séu tilviljanir sem ráði för. Svipuð bylgja bílbruna hafi til að mynda verið fyrr á árinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×