Innlent

Tölu­vert álag á bráða­mót­tökunni vegna hálku­slysa

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Í gærmorgun biðu tuttugu sjúklingar á bráðamóttökunni eftir því að vera fluttir á legudeildir spítalans. Það er mjög mikill fjöldi að sögn yfirlæknis.
Í gærmorgun biðu tuttugu sjúklingar á bráðamóttökunni eftir því að vera fluttir á legudeildir spítalans. Það er mjög mikill fjöldi að sögn yfirlæknis. Vísir/Vilhelm

Álagið á bráðamóttöku Landspítalans jókst þó nokkuð um liðna helgi vegna þeirra rúmlega þrjátíu einstaklinga sem þangað þurftu að leita út af því að þeir höfðu slasað sig í hálku.

Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga, segir álagið hafa verið mikið á spítalanum undanfarna daga.

Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag. Hálkuslysin hafi flest verið minniháttar.

„Þetta eru aðallega beinbrot, skurðir og mar, og svo höfuðhögg þar sem fólk er að detta og reka höfuðið í,“ segir Jón Magnús í samtali við blaðið.

Hann segir flest slysin verða við heimili fólks eða þegar verið sé að fara inn eða út úr bílnum. Hann hvetur fólk til að sanda eða salta tröppur við heimili sín og nota mannbrodda þegar verið sé á göngu.

Að sögn Jóns Magnúsar þurfa fæstir þeir sem lenda í hálkuslysum á innlögn á spítalann að halda. Fjölgun hálkuslysa þýði hins vegar að aukið álag á biðtíma á bráðamóttökunni.

„Núna erum við hins vegar að sjá það, þegar starfsemi spítalans er að aukast að nýju, að fjöldi einstaklinga sem bíða eftir innlögn fer vaxandi,“ segir hann.

Í gærmorgun hafi þannig tuttugu einstaklingar beðið á bráðamóttökunni eftir því að leggjast inn á legudeildir spítalans. Jón Magnús segir það mjög mikinn fjölda og slíkur fjöldi hafi í raun ekki sést síðan í upphafi ársins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.