Nýtur þess að spila „kamikaze“ leikstíl Bodø/Glimt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2020 11:00 Alfons Sampsted í baráttu við Franck Kessie í leik Bodø/Glimt og AC Milan. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Leikstíll Bodø/Glimt, sem varð norskur meistari í fyrsta sinn í fyrradag, hefur vakið mikla athygli. Liðið spilar mikinn sóknarbolta og hefur skorað 85 mörk í 25 leikjum í norsku úrvalsdeildinni, eða 3,4 mörk að meðaltali í leik. Fyrirliði Bodø/Glimt, Ulrik Saltnes, hefur lýst leikstíl liðsins sem kamikaze fótbolta. Í samtali við Vísi fór Alfons Sampsted aðeins nánar út í leikstílinn. „Við spilum 4-3-3 eða 4-1-4-1, hvað sem þú vilt kalla þetta. Kantmennirnir okkar eru utarlega og fyrsta hugsun er alltaf hvernig við getum farið fram á við. Hvernig getum við „brotið línur“ og komið hinu liðinu úr jafnvægi,“ sagði Alfons. „Þegar við komum þeim úr jafnvægi færist áherslan á að reyna að klára þær sóknir sem við fáum og hjá okkur í öftustu línu hvernig við getum unnið boltann um leið og við töpum honum. Við reynum að skapa ójafnvægi hjá hinu liðinu á meðan að við reynum annað hvort að klára sóknirnar eða komið okkur í stöður þar sem við getum sett þá í enn meira ójafnvægi í næstu bylgju.“ Alfons segir að þessi leikstíll Bodø/Glimt sé ólíkur öðru sem hann hefur upplifað hingað til á ferlinum. „Þetta er kannski líkt Blikunum á einn og annan máta en í heildina er þetta þvílíkt ólíkt. Mér finnst þetta frekar líkt því sem við spilum í U-21 árs landsliðinu,“ sagði Alfons. Hann nýtur þess að spila í þennan leikstíl. „Við fáum mjög mikið frelsi til að taka ákvarðanir inni á vellinum. Þeir gefa okkur traust til að taka þær ákvarðanir sem við teljum bestar hverju sinni út frá því plani sem þeir leggja upp. Að spila í svona kerfi er helvíti gaman. Maður fær aðeins að leika sér en samt er skrúktúr á öllu.“ Klippa: Alfons um leikstíl Bodø/Glimt Norski boltinn Tengdar fréttir Draumadagur Norðmannsins hjá AC Milan Jens Petter Hauge varð norskur meistari og skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir AC Milan sama kvöldið. 23. nóvember 2020 13:30 KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01 Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Leikstíll Bodø/Glimt, sem varð norskur meistari í fyrsta sinn í fyrradag, hefur vakið mikla athygli. Liðið spilar mikinn sóknarbolta og hefur skorað 85 mörk í 25 leikjum í norsku úrvalsdeildinni, eða 3,4 mörk að meðaltali í leik. Fyrirliði Bodø/Glimt, Ulrik Saltnes, hefur lýst leikstíl liðsins sem kamikaze fótbolta. Í samtali við Vísi fór Alfons Sampsted aðeins nánar út í leikstílinn. „Við spilum 4-3-3 eða 4-1-4-1, hvað sem þú vilt kalla þetta. Kantmennirnir okkar eru utarlega og fyrsta hugsun er alltaf hvernig við getum farið fram á við. Hvernig getum við „brotið línur“ og komið hinu liðinu úr jafnvægi,“ sagði Alfons. „Þegar við komum þeim úr jafnvægi færist áherslan á að reyna að klára þær sóknir sem við fáum og hjá okkur í öftustu línu hvernig við getum unnið boltann um leið og við töpum honum. Við reynum að skapa ójafnvægi hjá hinu liðinu á meðan að við reynum annað hvort að klára sóknirnar eða komið okkur í stöður þar sem við getum sett þá í enn meira ójafnvægi í næstu bylgju.“ Alfons segir að þessi leikstíll Bodø/Glimt sé ólíkur öðru sem hann hefur upplifað hingað til á ferlinum. „Þetta er kannski líkt Blikunum á einn og annan máta en í heildina er þetta þvílíkt ólíkt. Mér finnst þetta frekar líkt því sem við spilum í U-21 árs landsliðinu,“ sagði Alfons. Hann nýtur þess að spila í þennan leikstíl. „Við fáum mjög mikið frelsi til að taka ákvarðanir inni á vellinum. Þeir gefa okkur traust til að taka þær ákvarðanir sem við teljum bestar hverju sinni út frá því plani sem þeir leggja upp. Að spila í svona kerfi er helvíti gaman. Maður fær aðeins að leika sér en samt er skrúktúr á öllu.“ Klippa: Alfons um leikstíl Bodø/Glimt
Norski boltinn Tengdar fréttir Draumadagur Norðmannsins hjá AC Milan Jens Petter Hauge varð norskur meistari og skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir AC Milan sama kvöldið. 23. nóvember 2020 13:30 KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01 Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Draumadagur Norðmannsins hjá AC Milan Jens Petter Hauge varð norskur meistari og skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir AC Milan sama kvöldið. 23. nóvember 2020 13:30
KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01
Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03