Draumadagur Norðmannsins hjá AC Milan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. nóvember 2020 13:30 Jens Petter Hauge lyftir boltanum yfir Alex Meret, markvörð Napoli, og skorar sitt fyrsta mark fyrir AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni. getty/Francesco Pecoraro Norski fótboltamaðurinn Jens Petter Hauge gleymir sunnudeginum 22. nóvember eflaust ekki í bráð. Þá skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni og varð Noregsmeistari með Bodø/Glimt. Hauge sló í gegn með Bodø/Glimt á þessu tímabili og hjálpað liðinu að ná afgerandi forskoti á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Í átján deildarleikjum skoraði Hauge fjórtán mörk og gaf tíu stoðsendingar. Skömmu eftir góða frammistöðu í leik Bodø/Glimt og Milan í forkeppni Evrópudeildarinnar í haust keypti ítalska félagið svo Hauge. Hann kom inn á sem varamaður á 73. mínútu í leik Napoli og Milan á San Paolo vellinum í gær. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka skoraði Hauge sitt fyrsta deildarmark fyrir Milan og gulltryggði 1-3 sigur liðsins. Zlatan Ibrahimovic skoraði hin tvö mörk Milan sem er með tveggja stiga forskot á toppi ítölsku deildarinnar. Klippa: Napoli 1-3 AC Milan Sama kvöld varð Bodø/Glimt Noregsmeistari í fyrsta sinn eftir 2-1 sigur á Strømsgodset. Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Bodø/Glimt og lagði upp annað mark liðsins. Hauge hefur væntanlega verið fljótur að kanna stöðuna hjá sínu gamla liði eftir sigurinn á Napoli í gær og komist að því að þeir, og hann um leið, væru orðnir meistarar þrátt fyrir að fimm umferðum sé enn ólokið í norsku deildinni. View this post on Instagram A post shared by Jens Petter Hauge (@jenspetterhauge) Hauge, sem er 21 árs, lék sinn fyrsta leik fyrir norska A-landsliðið gegn Rúmeníu í Þjóðadeildinni í síðasta mánuði. Ítalski boltinn Norski boltinn Tengdar fréttir KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01 Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03 Zlatan styrkti stöðu AC Milan á toppnum og fór meiddur útaf Zlatan Ibrahimovic var maðurinn í Napoli í kvöld þegar AC Milan sótti þrjú stig í greipar heimamanna í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar. 22. nóvember 2020 21:45 Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
Norski fótboltamaðurinn Jens Petter Hauge gleymir sunnudeginum 22. nóvember eflaust ekki í bráð. Þá skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni og varð Noregsmeistari með Bodø/Glimt. Hauge sló í gegn með Bodø/Glimt á þessu tímabili og hjálpað liðinu að ná afgerandi forskoti á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Í átján deildarleikjum skoraði Hauge fjórtán mörk og gaf tíu stoðsendingar. Skömmu eftir góða frammistöðu í leik Bodø/Glimt og Milan í forkeppni Evrópudeildarinnar í haust keypti ítalska félagið svo Hauge. Hann kom inn á sem varamaður á 73. mínútu í leik Napoli og Milan á San Paolo vellinum í gær. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka skoraði Hauge sitt fyrsta deildarmark fyrir Milan og gulltryggði 1-3 sigur liðsins. Zlatan Ibrahimovic skoraði hin tvö mörk Milan sem er með tveggja stiga forskot á toppi ítölsku deildarinnar. Klippa: Napoli 1-3 AC Milan Sama kvöld varð Bodø/Glimt Noregsmeistari í fyrsta sinn eftir 2-1 sigur á Strømsgodset. Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Bodø/Glimt og lagði upp annað mark liðsins. Hauge hefur væntanlega verið fljótur að kanna stöðuna hjá sínu gamla liði eftir sigurinn á Napoli í gær og komist að því að þeir, og hann um leið, væru orðnir meistarar þrátt fyrir að fimm umferðum sé enn ólokið í norsku deildinni. View this post on Instagram A post shared by Jens Petter Hauge (@jenspetterhauge) Hauge, sem er 21 árs, lék sinn fyrsta leik fyrir norska A-landsliðið gegn Rúmeníu í Þjóðadeildinni í síðasta mánuði.
Ítalski boltinn Norski boltinn Tengdar fréttir KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01 Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03 Zlatan styrkti stöðu AC Milan á toppnum og fór meiddur útaf Zlatan Ibrahimovic var maðurinn í Napoli í kvöld þegar AC Milan sótti þrjú stig í greipar heimamanna í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar. 22. nóvember 2020 21:45 Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01
Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03
Zlatan styrkti stöðu AC Milan á toppnum og fór meiddur útaf Zlatan Ibrahimovic var maðurinn í Napoli í kvöld þegar AC Milan sótti þrjú stig í greipar heimamanna í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar. 22. nóvember 2020 21:45