Innlent

Einhugur um rannsókn á vistheimilum og kallað eftir gögnum

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Frá Arnarholti á Kjalarnesi.
Frá Arnarholti á Kjalarnesi. Vísir/Vilhelm

Velferðarnefnd Alþingis er einhuga um að nauðsynlegt sé að rannsaka aðbúnað, þjónustu og meðferð fullorðins fólks með fatlanir, þroskahömlun og geðræn veikindi sem dvalið hefur á stofnunum og meðferðarheimilum á Íslandi. 

Á fundi velferðarnefndar í morgun var ákveðið að leita upplýsinga hjá forsætisráðuneytinu um það hvernig hliðstæðar rannsóknir hafa farið fram, hvaða leiðir séu heppilegastar og hvert umfangið gæti verið miðað við upplýsingar sem kunni að vera til staðar í ráðuneytinu.

Nefndin telur nauðsynlegt að fara í þessa vinnu áður en form og fyrirkomulag verður ákveðið vegna umfangs og eðlis málsins en ljóst er að fjöldi stofnana og meðferðarheimila getur heyrt þar undir. 

Velferðarnefnd hefur gefið forsætisráðuneyti frest til 1. febrúar að skila gögnunum og í framhaldinu verður tekin ákvörðun um form og efni rannsóknarinnar.

Tilefni rannsóknarinnar eru nýlegar fréttir af aðbúnaði vistaðra á heimilinu Arnarholti og í kjölfarið áskoranir Þroskahjálpar og Geðhjálpar til Alþingis um að sett verði á fót rannsóknarnefnd.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.