Arnar Þór um ákvörðun Mikaels að gefa ekki kost á sér í U-21: „Ekki sammála því að þetta hafi verið best fyrir hann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. nóvember 2020 07:30 Mikael Neville Anderson í leik með A-landsliðinu gegn Dönum í síðasta mánuði. vísir/vilhelm Arnar Þór Viðarsson ræddi þá ákvörðun Mikaels Neville Anderson, leikmanns Danmerkurmeistara Midtjylland, að gefa ekki kost á sér í U-21 árs landsliðið í síðustu leikjum þess í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardaginn. Mikael hefur verið viðloðandi A-landsliðið undanfarin misseri en var ekki valinn í það fyrir síðustu leiki þess. Hann ákvað að gefa ekki kost í sér U-21 árs liðið og valdi frekar að spila bikarleik með Midtjylland. „Mikael átti að vera í U-21 á móti Ítalíu og svo ætluðum við að sjá til hverjir myndu fara til Írlands og hverjir og þá hvenær menn myndu fara til móts við A-liðið,“ sagði Arnar Þór. „Erik [Hamrén] tilkynnti Mikael þetta og hann taldi mikilvægara fyrir sig að spila bikarleik með sínu liði og það er ekkert vandamál. Við höfum ekki staðið í vegi fyrir neinum leikmanni, við höfum reynt að vinna með félögunum. Kolbeinn Þórðarson átti að spila með Lommel í september og við slepptum honum í þann leik og hann kom svo inn í hópinn. Sama gerðist með Ísak Óla Ólafsson núna með SønderjyskE. Við tókum þá ákvörðun að taka ekki Mikael inn í seinni leikinn. Sagan er ekki flóknari en þetta.“ Arnar Þór er ekki viss um að Mikael hafi tekið bestu ákvörðunina í stöðunni þegar hann gaf ekki kost á sér í U-21 árs landsliðið. „Ég skil að leikmenn eru að búa til sinn feril og eru að brjóta sér leið inn í liðið þar sem þeir eru að spila. Ég skil að það er mjög mikilvægt. En það er líka mikilvægt að spila landsleiki. Munurinn á með þessu með Mikael og Kolbein og Ísak er sá að ég ræddi við þá því þeir áttu að vera í U-21 hópnum. Mikael er búinn að vera í A-landsliðinu og það var Erik sem ræddi við hann,“ sagði Arnar Þór. „Mikael tekur þá ákvörðun að vilja ekki spila þennan leik. Það er allt í lagi mín vegna, þá veljum við hann ekki í U-21 verkefnið í Írlandi. Ég skil rökin á bakvið þetta hjá honum að hann þarf að komast í sitt lið en ég er ekki sammála því að þetta hafi verið best fyrir hann, alls ekki.“ U-21 árs landsliðið er komið á EM á næsta ári sem verður haldið í Ungverjalandi og Slóveníu. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson ræddi þá ákvörðun Mikaels Neville Anderson, leikmanns Danmerkurmeistara Midtjylland, að gefa ekki kost á sér í U-21 árs landsliðið í síðustu leikjum þess í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardaginn. Mikael hefur verið viðloðandi A-landsliðið undanfarin misseri en var ekki valinn í það fyrir síðustu leiki þess. Hann ákvað að gefa ekki kost í sér U-21 árs liðið og valdi frekar að spila bikarleik með Midtjylland. „Mikael átti að vera í U-21 á móti Ítalíu og svo ætluðum við að sjá til hverjir myndu fara til Írlands og hverjir og þá hvenær menn myndu fara til móts við A-liðið,“ sagði Arnar Þór. „Erik [Hamrén] tilkynnti Mikael þetta og hann taldi mikilvægara fyrir sig að spila bikarleik með sínu liði og það er ekkert vandamál. Við höfum ekki staðið í vegi fyrir neinum leikmanni, við höfum reynt að vinna með félögunum. Kolbeinn Þórðarson átti að spila með Lommel í september og við slepptum honum í þann leik og hann kom svo inn í hópinn. Sama gerðist með Ísak Óla Ólafsson núna með SønderjyskE. Við tókum þá ákvörðun að taka ekki Mikael inn í seinni leikinn. Sagan er ekki flóknari en þetta.“ Arnar Þór er ekki viss um að Mikael hafi tekið bestu ákvörðunina í stöðunni þegar hann gaf ekki kost á sér í U-21 árs landsliðið. „Ég skil að leikmenn eru að búa til sinn feril og eru að brjóta sér leið inn í liðið þar sem þeir eru að spila. Ég skil að það er mjög mikilvægt. En það er líka mikilvægt að spila landsleiki. Munurinn á með þessu með Mikael og Kolbein og Ísak er sá að ég ræddi við þá því þeir áttu að vera í U-21 hópnum. Mikael er búinn að vera í A-landsliðinu og það var Erik sem ræddi við hann,“ sagði Arnar Þór. „Mikael tekur þá ákvörðun að vilja ekki spila þennan leik. Það er allt í lagi mín vegna, þá veljum við hann ekki í U-21 verkefnið í Írlandi. Ég skil rökin á bakvið þetta hjá honum að hann þarf að komast í sitt lið en ég er ekki sammála því að þetta hafi verið best fyrir hann, alls ekki.“ U-21 árs landsliðið er komið á EM á næsta ári sem verður haldið í Ungverjalandi og Slóveníu.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Sjá meira