Andri Rúnar Bjarnason skoraði fyrra mark Esbjerg er liðið vann 2-1 sigur á botnliði Skive í dönsku B-deildinni í dag.
Andri Rúnar skoraði markið á 17. mínútu en Íslandsvinurinn Pyry Soiri skoraði síðara markið á 46. mínútu. Ólafur Kristjánsson þjálfar Esbjerg sem er í 4. sætinu.
Sveinn Aron Guðjohnsen og Aron Elís Þrándarson komu báðir inn á sem varamann hjá OB er tólf mínútur voru eftir í 1-1 jafntefli gegn Sönderjyske í dönsku úrvalsdeildinni.
OB er í áttunda sætinu en Sönderjyske í 2. sætinu. Ísak Ólafsson var ónotaður varamaður hjá Sönderjyske.
Kolbeinn Sigþórsson spilaði síðasta hálftímann er AIK tapaði 0-2 fyrir Örebro á heimavelli. AIK er í níunda sæti deildarinnar er tvær umferðir eru eftir af deildinni.