Fótbolti

Pique á meiðslalistanum næsta hálfa árið?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pique liggur óvígur eftir í gær.
Pique liggur óvígur eftir í gær. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images

Gerard Pique, varnarmaður Barcelona, verður að öllum líkindum frá næsta hálfa árið en spænski miðillinn Sport greinir frá þessu.

Barcelona tapaði í gær 1-0 gegn Atletico Madrid á útivelli en Pique fór af velli vegna meiðsla á hné.

Barcelona hefur staðfest að Pique meiddist á hné en hann mun gangast undir frekari skoðun á meiðslunum í dag.

Spænski miðillinn segir þó að fyrsta skoðun á hnéi Pique leiddi það í ljós að hann verði frá næstu fjóra til sex mánuðina.

Pique hefur spilað vel í liði Barcelona í ár og var einn besti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð svo þetta er mikið högg fyrir félagið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.