Arnar hefur áhuga á A-landsliðsstarfinu: „Ekki til stærra starf á Íslandi“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. nóvember 2020 16:51 Arnar Þór á hliðarlínunni með U21-árs landsliðinu. vísir/bára Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21-árs landsliðsins í fótbolta, hefur áhuga á því að verða næsti A-landsliðsþjálfari. Þetta staðfesti hann í útvarpsþættinum Fótbolti.net X-inu í dag. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, og stjórn sambandsins velta nú vöngum yfir því hver eigi að taka við íslenska karlalandsliðinu í fótbolta eftir að Erik Hamrén lét af störfum á dögunum. Arnar er búinn að koma U21-árs landsliðinu á stórmót á næsta ári og hann var einfaldlega spurður hvort að hann hefði áhuga á A-landsliðsstarfinu. „Akkúrat í dag er ég byrjaður að undirbúa lokamót U21. Svo einfalt er það. En að ef þið mynduð spyrja alla þjálfara á Íslandi hvort að þeir hefðu áhuga á að verða A-landsliðsþjálfari og það er einn sem segir nei við ykkur. Þá er hann lygari,“ sagði Arnar og hélt áfram: „Það er alveg ljóst að það að vera A-landsliðsþjálfari Íslands og vera Íslendingur, það er ekkert stærra starf til á Íslandi. Það var tekinn ákvörðun um það fyrir tveimur árum þegar ég byrjaði í þessu að allt sem er U21 og niður, þá legg ég línurnar.“ Arnar hefur ekki skipt sér af starfi A-landsliðsþjálfarana en hann segir að verksvið sitt sé frá U21-árs landsliðinu og niður. „A-landsliðsþjálfarastöðurnar; bæði karla og kvennamegin, er ekki mitt að ákveða hver það verður. Ef að Guðni og stjórnin telur að ég sé besti aðilinn í það, að sjálfsögðu hef ég áhuga á því. Ég endurtek; ef að það er eitthvað sem segir ekki, þá er hann að ljúga,“ en hann mun ekki koma að ráðningu næsta A-landsliðsþjálfara. „Nei, það er ekki þannig. Þegar við vorum að setja saman starfið þá töldum við það óeðlilegt að ef ég er U21 árs landsliðsþjálfari - að ég sé að ákveða hver kemur inn eða í versta falli þurfa að reka einhvern. Það er óeðlilegt fyrir A-landsliðsþjálfara að vera með „technical director“ yfir sér og svo U21-árs þjálfara undir sér.“ „Það er hins vegar á mínu sviði að ræða málin við stjórnina og Guðna og Klöru, hvernig sé best að stýra skipinu og öllu batteríinu næstu árin. Orðið kynslóðaskipti en það kemur inn á hvernig viljum við vinna vinnuna okkar, hvernig við viljum vinna það næstu árin. Það er munur að ráða A-landsliðsþjálfara og búa til einhverja stefnu fyrir yngri landsliðin og þjálfarana.“ Þegar hann var spurður hvort að það væri hægt að vera yfirmaður knattspyrnumála og þjálfari A-landsliðsins lá FH-ingurinn ekki á svörum: „Já. Roberto Martinez gerir það hjá Belgíu. Þeir ætluðu að ráða inn yfirmann knattspyrnumála en gerðu það ekki því þeir voru svo ánægðir með þetta „duo-job“, hvernig hann er að gera þetta. Ef að það er hægt einhvers staðar annars staðar þá ætti það að vera hægt á Íslandi.“ „Ég er búinn að vera U21 landsliðsþjálfari og yfirmaður knattspyrnusviðs. Þetta eru tvær vinnur en vinnur sem tengjast miklu að mörgu leyti.“ Allt viðtalið við Arnar má hlusta á hér að ofan. KSÍ Fótbolti Íslenski boltinn EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21-árs landsliðsins í fótbolta, hefur áhuga á því að verða næsti A-landsliðsþjálfari. Þetta staðfesti hann í útvarpsþættinum Fótbolti.net X-inu í dag. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, og stjórn sambandsins velta nú vöngum yfir því hver eigi að taka við íslenska karlalandsliðinu í fótbolta eftir að Erik Hamrén lét af störfum á dögunum. Arnar er búinn að koma U21-árs landsliðinu á stórmót á næsta ári og hann var einfaldlega spurður hvort að hann hefði áhuga á A-landsliðsstarfinu. „Akkúrat í dag er ég byrjaður að undirbúa lokamót U21. Svo einfalt er það. En að ef þið mynduð spyrja alla þjálfara á Íslandi hvort að þeir hefðu áhuga á að verða A-landsliðsþjálfari og það er einn sem segir nei við ykkur. Þá er hann lygari,“ sagði Arnar og hélt áfram: „Það er alveg ljóst að það að vera A-landsliðsþjálfari Íslands og vera Íslendingur, það er ekkert stærra starf til á Íslandi. Það var tekinn ákvörðun um það fyrir tveimur árum þegar ég byrjaði í þessu að allt sem er U21 og niður, þá legg ég línurnar.“ Arnar hefur ekki skipt sér af starfi A-landsliðsþjálfarana en hann segir að verksvið sitt sé frá U21-árs landsliðinu og niður. „A-landsliðsþjálfarastöðurnar; bæði karla og kvennamegin, er ekki mitt að ákveða hver það verður. Ef að Guðni og stjórnin telur að ég sé besti aðilinn í það, að sjálfsögðu hef ég áhuga á því. Ég endurtek; ef að það er eitthvað sem segir ekki, þá er hann að ljúga,“ en hann mun ekki koma að ráðningu næsta A-landsliðsþjálfara. „Nei, það er ekki þannig. Þegar við vorum að setja saman starfið þá töldum við það óeðlilegt að ef ég er U21 árs landsliðsþjálfari - að ég sé að ákveða hver kemur inn eða í versta falli þurfa að reka einhvern. Það er óeðlilegt fyrir A-landsliðsþjálfara að vera með „technical director“ yfir sér og svo U21-árs þjálfara undir sér.“ „Það er hins vegar á mínu sviði að ræða málin við stjórnina og Guðna og Klöru, hvernig sé best að stýra skipinu og öllu batteríinu næstu árin. Orðið kynslóðaskipti en það kemur inn á hvernig viljum við vinna vinnuna okkar, hvernig við viljum vinna það næstu árin. Það er munur að ráða A-landsliðsþjálfara og búa til einhverja stefnu fyrir yngri landsliðin og þjálfarana.“ Þegar hann var spurður hvort að það væri hægt að vera yfirmaður knattspyrnumála og þjálfari A-landsliðsins lá FH-ingurinn ekki á svörum: „Já. Roberto Martinez gerir það hjá Belgíu. Þeir ætluðu að ráða inn yfirmann knattspyrnumála en gerðu það ekki því þeir voru svo ánægðir með þetta „duo-job“, hvernig hann er að gera þetta. Ef að það er hægt einhvers staðar annars staðar þá ætti það að vera hægt á Íslandi.“ „Ég er búinn að vera U21 landsliðsþjálfari og yfirmaður knattspyrnusviðs. Þetta eru tvær vinnur en vinnur sem tengjast miklu að mörgu leyti.“ Allt viðtalið við Arnar má hlusta á hér að ofan.
KSÍ Fótbolti Íslenski boltinn EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Sjá meira