Fótbolti

U21 dæmdur sigur gegn Armenum og EM sætið tryggt

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ísland U21 Daniel Thor

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri mun taka þátt í úrslitakeppni EM en þetta var staðfest af Evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, í dag.

Tveir leikir voru eftir í riðlakeppninni; útileikir Íslands og Svíþjóðar við Armeníu og hefur Íslandi og Svíþjóð verið dæmdur 3-0 sigur. 

Það þýðir að Ísland lýkur keppni í 2.sæti riðilsins með 21 stig og fer ásamt 15 öðrum liðum í úrslitakeppnina en Ísland var eitt af fimm liðum með bestan árangur í 2.sæti.

Úrslitakeppnin verður leikinn í tveimur lotum. Fyrst verður riðlakeppni í lok mars og þau átta lið sem standa best af vígi þar fara í 8-liða úrslit sem leikin verða í byrjun júní. Leikið verður í Ungverjalandi og Slóveníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×