„Með þessum aðgerðum erum við að skapa ákveðinn fyrirsjáanleika” Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 20. nóvember 2020 19:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti í dag nýjar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þágu atvinnulausra og öryrkja. Vísir/Vilhelm Atvinnuleysis- og örorkubætur verða hækkaðar á næsta ári. Þá geta rekstraraðilar sem verða fyrir 60 prósenta tekjufalli sótt um svokallaða viðspyrnustyrki. Ríkistjórnin kynnti efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Ákveðið hefur verið að hækka atvinnuleysisbætur upp í ríflega 307 þúsund krónur á næsta ári eða um sex prósent. Auk þess fá atvinnuleitendur 87 þúsund króna desemberuppbót og hlutabætur verða framlengdar til 31. maí á næsta ári. Auk þess hækka greiðslur vegna framfærslu barna atvinnuleitenda. Stutt verður enn frekar við tómstundaiðkun barna á tekjulægri heimilum og skerðingarmörk barnabóta hækka. Þá hækka barnabætur hjá tekjulægri foreldrum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Örorku og- endurhæfingargreiðslur hækka á næsta ári um tæpar 20 þúsund krónur hjá þeim tekjulægstu. Greidd verður skattfrjáls eingreiðsla uppá 50 þúsund krónur í desember og desemberuppbót fer í tæpar 62 þúsund krónur fyrir þá sem búa einir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að mikilvægt hafi verið að kynna aðgerðirnar nú fyrir næstu mánuði. „Með þessum aðgerðum erum við að skapa ákveðinn fyrirsjáanleika og sömuleiðis í því sem varðar félagslegu aðgerðirnar. Við erum að hækka barnabætur, við erum að grunnbætur atvinnuleysistrygginga, styðja betur við börn atvinnuleitenda og ákveða ákveðnar ráðstafanir á fjármunum sem voru ætlaðar í kerfisbreytingar á örorkukerfinu til að komast á móts við tekjulægri örorkulífeyrisþega,“ segir Katrín. Bjarni Benediktsson á fundi ríkisstjórnarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Lokunarstyrkir fyrirtækja eru framlengdir til 31. maí 2021 og er hámarks styrkur 120 milljónir króna. Tekjufallstyrkir gilda nú frá apríl til október og eiga við um fyrirtæki sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli. Þeir geta að hámarki verið 17,5 milljónir. Þá kemur til nýrra styrkja sem kallast viðspyrnustyrkir þeir eru beint framhald af tekjufallsstyrkjum og er ætlað að aðstoða fyrirtæki við að viðhalda lágmarksstarfsemi meðan áhrifa faraldursins gætir. Úrræðið tekur til allra sem verða fyrir a.m.k. 60% tekjufalli og er óháð rekstrarformi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ríkissjóður ráði vel við aðgerðirnar. „Það hefur gengið mjög vel að fjármagna lánsfjárþörf ríkissjóðs á þessu ári. við komum inní árið í ágætri stöðu og ég held að við höfum það fjölbreytt úrræði fyrir framan okkur að ég hef ekki áhyggjur af því,“ segir Bjarni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Félagsmál Tengdar fréttir Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32 Svona var kynningarfundur ríkisstjórnarinnar fyrir styrki vegna Covid-19 Ríkisstjórnin boðaði til kynningarfundar á framhaldi viðspyrnuaðgerða í Hörpu í dag klukkan 15. Fundurinn var sendur út frá Silfurbergi í beinni á Vísi. 20. nóvember 2020 13:06 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
Atvinnuleysis- og örorkubætur verða hækkaðar á næsta ári. Þá geta rekstraraðilar sem verða fyrir 60 prósenta tekjufalli sótt um svokallaða viðspyrnustyrki. Ríkistjórnin kynnti efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Ákveðið hefur verið að hækka atvinnuleysisbætur upp í ríflega 307 þúsund krónur á næsta ári eða um sex prósent. Auk þess fá atvinnuleitendur 87 þúsund króna desemberuppbót og hlutabætur verða framlengdar til 31. maí á næsta ári. Auk þess hækka greiðslur vegna framfærslu barna atvinnuleitenda. Stutt verður enn frekar við tómstundaiðkun barna á tekjulægri heimilum og skerðingarmörk barnabóta hækka. Þá hækka barnabætur hjá tekjulægri foreldrum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Örorku og- endurhæfingargreiðslur hækka á næsta ári um tæpar 20 þúsund krónur hjá þeim tekjulægstu. Greidd verður skattfrjáls eingreiðsla uppá 50 þúsund krónur í desember og desemberuppbót fer í tæpar 62 þúsund krónur fyrir þá sem búa einir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að mikilvægt hafi verið að kynna aðgerðirnar nú fyrir næstu mánuði. „Með þessum aðgerðum erum við að skapa ákveðinn fyrirsjáanleika og sömuleiðis í því sem varðar félagslegu aðgerðirnar. Við erum að hækka barnabætur, við erum að grunnbætur atvinnuleysistrygginga, styðja betur við börn atvinnuleitenda og ákveða ákveðnar ráðstafanir á fjármunum sem voru ætlaðar í kerfisbreytingar á örorkukerfinu til að komast á móts við tekjulægri örorkulífeyrisþega,“ segir Katrín. Bjarni Benediktsson á fundi ríkisstjórnarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Lokunarstyrkir fyrirtækja eru framlengdir til 31. maí 2021 og er hámarks styrkur 120 milljónir króna. Tekjufallstyrkir gilda nú frá apríl til október og eiga við um fyrirtæki sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli. Þeir geta að hámarki verið 17,5 milljónir. Þá kemur til nýrra styrkja sem kallast viðspyrnustyrkir þeir eru beint framhald af tekjufallsstyrkjum og er ætlað að aðstoða fyrirtæki við að viðhalda lágmarksstarfsemi meðan áhrifa faraldursins gætir. Úrræðið tekur til allra sem verða fyrir a.m.k. 60% tekjufalli og er óháð rekstrarformi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ríkissjóður ráði vel við aðgerðirnar. „Það hefur gengið mjög vel að fjármagna lánsfjárþörf ríkissjóðs á þessu ári. við komum inní árið í ágætri stöðu og ég held að við höfum það fjölbreytt úrræði fyrir framan okkur að ég hef ekki áhyggjur af því,“ segir Bjarni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Félagsmál Tengdar fréttir Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32 Svona var kynningarfundur ríkisstjórnarinnar fyrir styrki vegna Covid-19 Ríkisstjórnin boðaði til kynningarfundar á framhaldi viðspyrnuaðgerða í Hörpu í dag klukkan 15. Fundurinn var sendur út frá Silfurbergi í beinni á Vísi. 20. nóvember 2020 13:06 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32
Svona var kynningarfundur ríkisstjórnarinnar fyrir styrki vegna Covid-19 Ríkisstjórnin boðaði til kynningarfundar á framhaldi viðspyrnuaðgerða í Hörpu í dag klukkan 15. Fundurinn var sendur út frá Silfurbergi í beinni á Vísi. 20. nóvember 2020 13:06