Höfðar mál vegna dauða Glee-stjörnunnar Naya Rivera Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2020 13:35 Naya Rivera og Ryan Dorsey árið 2016. Þau voru gift á árunum 2014 til 2018. Getty Fyrrverandi eiginmaður Glee-stjörnunnar Naya Rivera hefur fyrir hönd dánarbús hennar stefnt yfirvöldum og stjórnendum Piruvatns, norðvestur af Los Angeles í Kaliforníu, vegna dauða Rivera í júlí síðastliðinn. Rivera drukknaði í vatninu þar sem hún var í siglingu með ungum syni sínum og vill Ryan Dorsey, sem er barnsfaðir Rivera, meina að ekki hafi verið varað nægilega við þeirri hættu sem fylgi sundferðum á þeim slóðum þar sem Rivera drukknaði. Hinn 33 ára Rivera var þekktust fyrir hlutverk sitt sem klappstýran Santana Lopez í sjónvarpsþáttunum Glee. Í stefnunni kemur fram að í bátnum, sem Rivera hafði tekið á leigu, hafi ekki verið að finna nægan öryggisbúnað svo sem stiga, reipi, akkeri og talstöð til að tryggja mætti að þeir sem stingi sér til sunds frá bátnum ættu ekki á hættu að fjarlægjast bátinn. Þá væri sömuleiðis ekki að finna neinar viðvaranir um sterka strauma í vatninu, hættu á litluu skyggni og breytilegu dýpi í vatninu. Rivera hafði tekið flatbytnu á leigu á vatninu þann 8. júlí síðastliðinn og var hún í för með fjögurra ára syni þeirra Dorsey. Barnið fannst eitt og sofandi um borð í bátnum nokkru síðar eftir leit sem ráðist var í eftir að mæðginin höfðu ekki skilað sér til baka. Lík Rivera fannst svo nokkrum dögum síðar. Var metið sem svo að um slys hafi verið að ræða. Rivera og Dorsey gengu í hjónaband árið 2014 en skildu árið 2018. Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Drukknaði eftir að hafa bjargað syni sínum Niðurstöður réttarmeinafræðings Ventura-sýslu hafa leitt í ljós að leik- og söngkonan Naya Rivera drukknaði í Piru-stöðuvatninu í suðurhluta Kaliforníu. 15. júlí 2020 06:54 Drukknaði eftir að hafa bjargað syni sínum Niðurstöður réttarmeinafræðings Ventura-sýslu hafa leitt í ljós að leik- og söngkonan Naya Rivera drukknaði í Piru-stöðuvatninu í suðurhluta Kaliforníu. 15. júlí 2020 06:54 Líkið sem fannst að öllum líkindum Rivera Lík leik- og söngkonunnar Naya Rivera fannst í Piru-stöðuvatni í Kaliforníu í Bandaríkjunum í dag. 13. júlí 2020 22:18 Glee-stjörnu saknað eftir að sonur hennar fannst einn á báti Söng- og leikkonan Naya Rivera er talin af eftir að fjögurra ára sonur hennar fannst einn á báti úti á stöðuvatninu Lake Piru í suðurhluta Kaliforníu. 9. júlí 2020 07:41 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Fyrrverandi eiginmaður Glee-stjörnunnar Naya Rivera hefur fyrir hönd dánarbús hennar stefnt yfirvöldum og stjórnendum Piruvatns, norðvestur af Los Angeles í Kaliforníu, vegna dauða Rivera í júlí síðastliðinn. Rivera drukknaði í vatninu þar sem hún var í siglingu með ungum syni sínum og vill Ryan Dorsey, sem er barnsfaðir Rivera, meina að ekki hafi verið varað nægilega við þeirri hættu sem fylgi sundferðum á þeim slóðum þar sem Rivera drukknaði. Hinn 33 ára Rivera var þekktust fyrir hlutverk sitt sem klappstýran Santana Lopez í sjónvarpsþáttunum Glee. Í stefnunni kemur fram að í bátnum, sem Rivera hafði tekið á leigu, hafi ekki verið að finna nægan öryggisbúnað svo sem stiga, reipi, akkeri og talstöð til að tryggja mætti að þeir sem stingi sér til sunds frá bátnum ættu ekki á hættu að fjarlægjast bátinn. Þá væri sömuleiðis ekki að finna neinar viðvaranir um sterka strauma í vatninu, hættu á litluu skyggni og breytilegu dýpi í vatninu. Rivera hafði tekið flatbytnu á leigu á vatninu þann 8. júlí síðastliðinn og var hún í för með fjögurra ára syni þeirra Dorsey. Barnið fannst eitt og sofandi um borð í bátnum nokkru síðar eftir leit sem ráðist var í eftir að mæðginin höfðu ekki skilað sér til baka. Lík Rivera fannst svo nokkrum dögum síðar. Var metið sem svo að um slys hafi verið að ræða. Rivera og Dorsey gengu í hjónaband árið 2014 en skildu árið 2018.
Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Drukknaði eftir að hafa bjargað syni sínum Niðurstöður réttarmeinafræðings Ventura-sýslu hafa leitt í ljós að leik- og söngkonan Naya Rivera drukknaði í Piru-stöðuvatninu í suðurhluta Kaliforníu. 15. júlí 2020 06:54 Drukknaði eftir að hafa bjargað syni sínum Niðurstöður réttarmeinafræðings Ventura-sýslu hafa leitt í ljós að leik- og söngkonan Naya Rivera drukknaði í Piru-stöðuvatninu í suðurhluta Kaliforníu. 15. júlí 2020 06:54 Líkið sem fannst að öllum líkindum Rivera Lík leik- og söngkonunnar Naya Rivera fannst í Piru-stöðuvatni í Kaliforníu í Bandaríkjunum í dag. 13. júlí 2020 22:18 Glee-stjörnu saknað eftir að sonur hennar fannst einn á báti Söng- og leikkonan Naya Rivera er talin af eftir að fjögurra ára sonur hennar fannst einn á báti úti á stöðuvatninu Lake Piru í suðurhluta Kaliforníu. 9. júlí 2020 07:41 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Drukknaði eftir að hafa bjargað syni sínum Niðurstöður réttarmeinafræðings Ventura-sýslu hafa leitt í ljós að leik- og söngkonan Naya Rivera drukknaði í Piru-stöðuvatninu í suðurhluta Kaliforníu. 15. júlí 2020 06:54
Drukknaði eftir að hafa bjargað syni sínum Niðurstöður réttarmeinafræðings Ventura-sýslu hafa leitt í ljós að leik- og söngkonan Naya Rivera drukknaði í Piru-stöðuvatninu í suðurhluta Kaliforníu. 15. júlí 2020 06:54
Líkið sem fannst að öllum líkindum Rivera Lík leik- og söngkonunnar Naya Rivera fannst í Piru-stöðuvatni í Kaliforníu í Bandaríkjunum í dag. 13. júlí 2020 22:18
Glee-stjörnu saknað eftir að sonur hennar fannst einn á báti Söng- og leikkonan Naya Rivera er talin af eftir að fjögurra ára sonur hennar fannst einn á báti úti á stöðuvatninu Lake Piru í suðurhluta Kaliforníu. 9. júlí 2020 07:41