Sjáðu fáránleg mistök Courtois í sigri Belga á Dönum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2020 17:01 Thibaut Courtois horfir á eftir boltanum í markið eftir skelfileg mistök sín í leik Belga og Dana í gær. getty/John Berr Thibaut Courtois, markvörður Spánarmeistara Real Madrid, gerði sig sekan um ótrúleg mistök í leik Belgíu og Danmerkur í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar í gær. Það kom þó ekki að sök því Belgar unnu leikinn, 4-2, og tryggðu sér þar með sæti í úrslitum Þjóðardeildarinnar á næsta ári. Yuri Tielemans kom Belgum yfir strax á 3. mínútu þegar hann skoraði með góðu skoti fyrir utan vítateig sem samherji hans hjá Leicester City, Kasper Schmeichel, réði ekki við. Á 17. mínútu jafnaði Jonas Wind með skalla og staðan í hálfleik var 1-1. Næst var röðin komin að Romelu Lukaku. Hann kom Belgíu aftur yfir á 56. mínútu eftir sendingu frá Kevin De Bruyne og skoraði svo sitt annað mark og þriðja mark Belga á 69. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Thorgan Hazard. Lukaku hefur verið sjóðheitur með belgíska landsliðinu á undanförnum árum. Síðan 2017 hefur hann skorað 35 mörk í 33 landsleikjum. Hann er langmarkahæstur í sögu belgíska landsliðsins með 57 mörk. Á 86. mínútu færði Courtois Dönum mark á silfurfati. Nacer Chadli átti þá sendingu til baka á Courtois sem missti boltann undir hægri fótinn og inn fór hann. Markið minnti óneitanlega á sjálfsmark Garys Neville fyrir England gegn Króatíu 2006 þegar Paul Robinson missti sendingu hans undir sig og í netið. Sem betur fer fyrir Courtois skoraði De Bruyne fjórða mark Belga aðeins mínútu síðar eftir sendingu frá varamanninum Thomas Foket. Lokatölur 4-2, Belgíu í vil. Belgar, Ítalir, Frakkar og Spánverjar taka þátt í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar á Ítalíu á næsta ári. Ekkert þessara liða komst í úrslit Þjóðadeildarinnar í fyrra. Mörkin úr leik Belgíu og Danmerkur má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Belgía 4-2 Danmörk Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Thibaut Courtois, markvörður Spánarmeistara Real Madrid, gerði sig sekan um ótrúleg mistök í leik Belgíu og Danmerkur í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar í gær. Það kom þó ekki að sök því Belgar unnu leikinn, 4-2, og tryggðu sér þar með sæti í úrslitum Þjóðardeildarinnar á næsta ári. Yuri Tielemans kom Belgum yfir strax á 3. mínútu þegar hann skoraði með góðu skoti fyrir utan vítateig sem samherji hans hjá Leicester City, Kasper Schmeichel, réði ekki við. Á 17. mínútu jafnaði Jonas Wind með skalla og staðan í hálfleik var 1-1. Næst var röðin komin að Romelu Lukaku. Hann kom Belgíu aftur yfir á 56. mínútu eftir sendingu frá Kevin De Bruyne og skoraði svo sitt annað mark og þriðja mark Belga á 69. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Thorgan Hazard. Lukaku hefur verið sjóðheitur með belgíska landsliðinu á undanförnum árum. Síðan 2017 hefur hann skorað 35 mörk í 33 landsleikjum. Hann er langmarkahæstur í sögu belgíska landsliðsins með 57 mörk. Á 86. mínútu færði Courtois Dönum mark á silfurfati. Nacer Chadli átti þá sendingu til baka á Courtois sem missti boltann undir hægri fótinn og inn fór hann. Markið minnti óneitanlega á sjálfsmark Garys Neville fyrir England gegn Króatíu 2006 þegar Paul Robinson missti sendingu hans undir sig og í netið. Sem betur fer fyrir Courtois skoraði De Bruyne fjórða mark Belga aðeins mínútu síðar eftir sendingu frá varamanninum Thomas Foket. Lokatölur 4-2, Belgíu í vil. Belgar, Ítalir, Frakkar og Spánverjar taka þátt í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar á Ítalíu á næsta ári. Ekkert þessara liða komst í úrslit Þjóðadeildarinnar í fyrra. Mörkin úr leik Belgíu og Danmerkur má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Belgía 4-2 Danmörk
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira