Grýtt leið Íslands að HM í Katar Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2020 09:31 Íslenska landsliðið byrjar og endar undankeppni HM á útivelli. Getty/Laszlo Szirtesi Nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta karla á fyrir höndum erfiða undankeppni fyrir HM í Katar sem hefst á 2-3 útileikjum í mars. Dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM þann 7. desember. Áhugafólk um íslenska landsliðið ætti því að hlakka til þess ágæta mánudags, þegar í ljós kemur hvaða liðum Ísland mætir á næsta ári. Ísland er í 3. styrkleikaflokki og fær því eitt lið úr hverjum hinna styrkleikaflokkanna (5-6 lið eru í hverjum riðli og því ekki lið úr 6. flokki í öllum riðlum). Það þýðir að tvö hærra skrifuð lið en Ísland verða í riðlinum, í baráttu um eitt sæti á HM og annað sæti í umspili. Styrkleikaflokkar undankeppni HM í Katar Flokkur 1: Belgía, Frakkland, England, Portúgal, Spánn, Ítalía, Danmörk, Króatía, Þýskaland, Holland. Flokkur 2: Sviss, Pólland, Svíþjóð, Wales, Austurríki, Úkraína, Tyrkland, Serbía, Slóvakía, Rúmenía. Flokkur 3: Rússland, Írland, Noregur, Ungverjaland, Tékkland, Skotland, ÍSLAND, Norður-Írland, Finnland, Grikkland. Flokkur 4: Bosnía, Slóvenía, Svartfjallaland, Norður-Makedónía, Albanía, Búlgaría, Hvíta-Rússland, Ísrael, Georgía, Lúxemborg. Flokkur 5: Armenía, Kýpur, Færeyjar, Aserbaísjan, Eistland, Kósovó, Kasakstan, Litáen, Lettland, Andorra. Flokkur 6: Moldóva, Malta, Liechtenstein, Gíbraltar, San Marínó. Ísland var í 2. styrkleikaflokki fyrir síðustu tvær undankeppnir (vegna HM 2018 og EM 2020) en reyndar í 5. flokki fyrir undankeppni EM 2016 sem var fyrsta stórmót liðsins. Verða að byrja og enda á útivelli vegna Laugardalsvallar Öll undankeppni HM í Katar verður leikin á árinu 2021. Til að hægt sé að troða henni allri á sama ár, þegar sumarið er auk þess undirlagt af EM, verða þrír leikdagar á einni viku í mars, og þrír leikdagar á einni viku í september. Tveir leikir eru í október og undankeppninni lýkur með tveimur leikjum í nóvember. Ísland og Færeyjar eru skilgreind sem mikil „vetrarsvæði“. Þau mega því ekki vera saman í riðli og ekki heldur leika heimaleiki í mars og nóvember, vegna vallaraðstæðna. Hugmyndir hafa verið uppi um yfirbyggðan Laugardalsvöll en ekkert verið ákveðið í þeim efnum. Ísland mun því hefja undankeppnina á þremur útileikjum, eða hugsanlega tveimur ef Ísland lendir í fimm liða riðli, og ljúka keppninni á tveimur útileikjum. Hvort útileikirnir í mars verði fyrstu leikir nýs landsliðsþjálfara Íslands verður að koma í ljós en hugsanlegt er að Ísland spili vináttulandsleiki í janúar líkt og undanfarin ár. Heimsmeistaramótið í Katar fer fram dagana 21. nóvember til 18. desember árið 2022. HM 2022 í Katar Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta karla á fyrir höndum erfiða undankeppni fyrir HM í Katar sem hefst á 2-3 útileikjum í mars. Dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM þann 7. desember. Áhugafólk um íslenska landsliðið ætti því að hlakka til þess ágæta mánudags, þegar í ljós kemur hvaða liðum Ísland mætir á næsta ári. Ísland er í 3. styrkleikaflokki og fær því eitt lið úr hverjum hinna styrkleikaflokkanna (5-6 lið eru í hverjum riðli og því ekki lið úr 6. flokki í öllum riðlum). Það þýðir að tvö hærra skrifuð lið en Ísland verða í riðlinum, í baráttu um eitt sæti á HM og annað sæti í umspili. Styrkleikaflokkar undankeppni HM í Katar Flokkur 1: Belgía, Frakkland, England, Portúgal, Spánn, Ítalía, Danmörk, Króatía, Þýskaland, Holland. Flokkur 2: Sviss, Pólland, Svíþjóð, Wales, Austurríki, Úkraína, Tyrkland, Serbía, Slóvakía, Rúmenía. Flokkur 3: Rússland, Írland, Noregur, Ungverjaland, Tékkland, Skotland, ÍSLAND, Norður-Írland, Finnland, Grikkland. Flokkur 4: Bosnía, Slóvenía, Svartfjallaland, Norður-Makedónía, Albanía, Búlgaría, Hvíta-Rússland, Ísrael, Georgía, Lúxemborg. Flokkur 5: Armenía, Kýpur, Færeyjar, Aserbaísjan, Eistland, Kósovó, Kasakstan, Litáen, Lettland, Andorra. Flokkur 6: Moldóva, Malta, Liechtenstein, Gíbraltar, San Marínó. Ísland var í 2. styrkleikaflokki fyrir síðustu tvær undankeppnir (vegna HM 2018 og EM 2020) en reyndar í 5. flokki fyrir undankeppni EM 2016 sem var fyrsta stórmót liðsins. Verða að byrja og enda á útivelli vegna Laugardalsvallar Öll undankeppni HM í Katar verður leikin á árinu 2021. Til að hægt sé að troða henni allri á sama ár, þegar sumarið er auk þess undirlagt af EM, verða þrír leikdagar á einni viku í mars, og þrír leikdagar á einni viku í september. Tveir leikir eru í október og undankeppninni lýkur með tveimur leikjum í nóvember. Ísland og Færeyjar eru skilgreind sem mikil „vetrarsvæði“. Þau mega því ekki vera saman í riðli og ekki heldur leika heimaleiki í mars og nóvember, vegna vallaraðstæðna. Hugmyndir hafa verið uppi um yfirbyggðan Laugardalsvöll en ekkert verið ákveðið í þeim efnum. Ísland mun því hefja undankeppnina á þremur útileikjum, eða hugsanlega tveimur ef Ísland lendir í fimm liða riðli, og ljúka keppninni á tveimur útileikjum. Hvort útileikirnir í mars verði fyrstu leikir nýs landsliðsþjálfara Íslands verður að koma í ljós en hugsanlegt er að Ísland spili vináttulandsleiki í janúar líkt og undanfarin ár. Heimsmeistaramótið í Katar fer fram dagana 21. nóvember til 18. desember árið 2022.
Styrkleikaflokkar undankeppni HM í Katar Flokkur 1: Belgía, Frakkland, England, Portúgal, Spánn, Ítalía, Danmörk, Króatía, Þýskaland, Holland. Flokkur 2: Sviss, Pólland, Svíþjóð, Wales, Austurríki, Úkraína, Tyrkland, Serbía, Slóvakía, Rúmenía. Flokkur 3: Rússland, Írland, Noregur, Ungverjaland, Tékkland, Skotland, ÍSLAND, Norður-Írland, Finnland, Grikkland. Flokkur 4: Bosnía, Slóvenía, Svartfjallaland, Norður-Makedónía, Albanía, Búlgaría, Hvíta-Rússland, Ísrael, Georgía, Lúxemborg. Flokkur 5: Armenía, Kýpur, Færeyjar, Aserbaísjan, Eistland, Kósovó, Kasakstan, Litáen, Lettland, Andorra. Flokkur 6: Moldóva, Malta, Liechtenstein, Gíbraltar, San Marínó.
HM 2022 í Katar Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira