Innlent

Tröllaskagahólf sýkt hólf næstu tuttugu árin

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Búið er að staðfesta riðu í sauðfé á fimm bæjum í Skagafirði.
Búið er að staðfesta riðu í sauðfé á fimm bæjum í Skagafirði. Vísir/Tryggvi

Tröllaskagahólf hefur verið skilgreint sem riðusýkt hólf næstu tuttugu árin frá síðasta staðfesta tilfelli, sem staðfest var á miðvikudaginn. Sex varnarhólf á landinu teljast því sýkt hólf.

Á vef Matvælastofnunar segir að þegar riðuveiki sé staðfest taki ýmsar takmarkanir gildi, þar á meðal er bannað að flytja sauðfé til lífs milli hjarða, flytja ull á milli bæja nema með leyfi héraðsdýralæknis auk hvaðeina, sem getur borið smitefni milli staða, svo sem hey, heyköggla og hálm, húsdýraáburð, túnþökur og gróðurmold nema með leyfi héraðsdýralæknis, svo dæmi séu tekin.

Riða hefur verið staðfest á fimm bæjum í Skagafirði, nú síðast á Minni-Ökrum þar sem eru um hundrað fjár. Unnið er að niðurskurði og urðun fjársins en á þriðja þúsund fjár er um að ræða.

Tröllaskagahólf bætist þar með í hóp sýkta varnarhólfa á landinu en þau eru eftirfarandi:

  • Vatnsneshólf
  • Húna- og Skagahólf
  • Tröllaskagahólf
  • Suðurfjarðahólf
  • Hreppa- Skeiða- og Flóahólf
  • Biskupstungnahólf

Allir flutningar á fé milli hjarða innan þessara svæða og frá þeim, yfir varnarlínur, eru bannaðir. Til að kaupa líffé inn á sýkt varnarsvæði þarf að sækja um leyfi til MAST.

VarnarhólfinMAST

Tengdar fréttir

Riða á Minni-Ökrum í Skagafirði

Riðusmit hefur verið staðfest á einum bæ til viðbótar í Tröllaskagahólfi. Bærinn heitir Minni-Akrar og er staðsettur í Akrahreppi í Skagafirði.

Riða á Minni-Ökrum í Skagafirði

Riðusmit hefur verið staðfest á einum bæ til viðbótar í Tröllaskagahólfi. Bærinn heitir Minni-Akrar og er staðsettur í Akrahreppi í Skagafirði.

Ætlar að láta endurskoða riðuvarnir á Íslandi

Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir tímabært að endurskoða allt starf hér á landi er varðar riðuvarnir. Förgun fjár í brennslustöð Kölku í Helguvík er hafin.

Niðurskurður sauðfjár hafinn í Skagafirði

Á sjöunda hundrað fjár á Stóru-Ökrum verður fargað í dag eftir að riða kom upp á bænum um miðjan október. Gunnar Sigurðsson, bóndinn á bænum, segir að fjárhagslegar bætur fái aldrei bætt tilfinningalegt tjón. Hann kallar eftir því að vísinda-og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu um þann óvin sem riða sé.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×