Fótboltastjarna fann aftur vegabréfið sitt með hjálp samfélagsmiðla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2020 15:30 Pervis Estupinan fagnar hér marki með liðsfélaga sínum í landsliði Ekvador, Michael Estrada. Getty/Rodrigo Buendia Skemmtilegur landsleikjagluggi breyttist snögglega fyrir landsliðsbakvörð Ekvador sem hafði skorað sitt fyrsta mark fyrir landsliðið á dögunum í stórsigri í undankeppni HM. Ekvadorinn Pervis Estupinan lenti nefnilega í vandræðum sem sum okkar þekkja aðeins of vel. Hann týndi vegabréfinu sínu. Estupinan var þar með kominn í vandræði því hann komst ekki aftur í vinnuna þar sem hann spilar með spænska liðinu Villarreal. Það leit út fyrir að hann myndi missa af leiknum á móti Real Madrid um helgina. After scoring in Ecuador's 6-1 win over Colombia, former #WatfordFC left-back Pervis Estupiñán lost his passport after his bag fell out of his car.People in Quito are urgently looking for it to allow him to travel back to Spain. pic.twitter.com/HznNBJ4D14— Sam Street (@samstreetwrites) November 18, 2020 Pervis Estupinan var staddur í landsliðsverkefni með Ekvador í heimalandinu og hjálpaði landsliðinu sínu meðal annars að vinna 6-1 sigur á Kólumbíu í undankeppni HM 2022 þar sem Estupinan skoraði eitt markanna. Þegar Pervis Estupinan var á leið aftur til Spánar þá týndi hann farangrinum sínum og þar á meðal vegabréfinu. Pervis dó samt ekki ráðalaus og nýtti sér samfélagsmiðla til að finna aftur töskurnar sínar. Hann fékk líka hjálp frá knattspyrnusambandi Ekvador. „Ég vil kalla eftir hjálp við að finna þrjár svartar töskur og vegabréf. Ég týndi þeim í Carapungo (Quito),“ skrifaði Pervis Estupinan á Twitter. „Ég myndi meta það með öllu mínu hjarta ef þú gætir fundið þær fyrir mig,“ skrifaði Pervis. Skilaboðum hans var endurtíst næstum því fimm þúsund sinnum. Leitin bar árangur. „Takk fyrir hjálpina. Mér tókst að finna mikilvægustu töskuna og vegabréfið mitt. Guð blessi ykkur,“ skrifaði Pervis Estupinan á Twitter. Gracias a su ayuda conseguí recuperar la maleta más importante y el pasaporte. Que DIOS les bendiga. pic.twitter.com/OB5HUICiAi— Pervis Estupiñan (@PervisEstupinan) November 18, 2020 Triunfo histórico en Quito 3ª victoria al hilo @LaTri 6-1 @FCFSeleccionCol @PervisEstupinan marca el primer de falta directa.#Eliminatorias #Qatar2022 @CONMEBOL pic.twitter.com/Ecdlbj9xx8— Copa Mundial FIFA (@fifaworldcup_es) November 18, 2020 HM 2022 í Katar Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Sjá meira
Skemmtilegur landsleikjagluggi breyttist snögglega fyrir landsliðsbakvörð Ekvador sem hafði skorað sitt fyrsta mark fyrir landsliðið á dögunum í stórsigri í undankeppni HM. Ekvadorinn Pervis Estupinan lenti nefnilega í vandræðum sem sum okkar þekkja aðeins of vel. Hann týndi vegabréfinu sínu. Estupinan var þar með kominn í vandræði því hann komst ekki aftur í vinnuna þar sem hann spilar með spænska liðinu Villarreal. Það leit út fyrir að hann myndi missa af leiknum á móti Real Madrid um helgina. After scoring in Ecuador's 6-1 win over Colombia, former #WatfordFC left-back Pervis Estupiñán lost his passport after his bag fell out of his car.People in Quito are urgently looking for it to allow him to travel back to Spain. pic.twitter.com/HznNBJ4D14— Sam Street (@samstreetwrites) November 18, 2020 Pervis Estupinan var staddur í landsliðsverkefni með Ekvador í heimalandinu og hjálpaði landsliðinu sínu meðal annars að vinna 6-1 sigur á Kólumbíu í undankeppni HM 2022 þar sem Estupinan skoraði eitt markanna. Þegar Pervis Estupinan var á leið aftur til Spánar þá týndi hann farangrinum sínum og þar á meðal vegabréfinu. Pervis dó samt ekki ráðalaus og nýtti sér samfélagsmiðla til að finna aftur töskurnar sínar. Hann fékk líka hjálp frá knattspyrnusambandi Ekvador. „Ég vil kalla eftir hjálp við að finna þrjár svartar töskur og vegabréf. Ég týndi þeim í Carapungo (Quito),“ skrifaði Pervis Estupinan á Twitter. „Ég myndi meta það með öllu mínu hjarta ef þú gætir fundið þær fyrir mig,“ skrifaði Pervis. Skilaboðum hans var endurtíst næstum því fimm þúsund sinnum. Leitin bar árangur. „Takk fyrir hjálpina. Mér tókst að finna mikilvægustu töskuna og vegabréfið mitt. Guð blessi ykkur,“ skrifaði Pervis Estupinan á Twitter. Gracias a su ayuda conseguí recuperar la maleta más importante y el pasaporte. Que DIOS les bendiga. pic.twitter.com/OB5HUICiAi— Pervis Estupiñan (@PervisEstupinan) November 18, 2020 Triunfo histórico en Quito 3ª victoria al hilo @LaTri 6-1 @FCFSeleccionCol @PervisEstupinan marca el primer de falta directa.#Eliminatorias #Qatar2022 @CONMEBOL pic.twitter.com/Ecdlbj9xx8— Copa Mundial FIFA (@fifaworldcup_es) November 18, 2020
HM 2022 í Katar Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann