Óttast ekki að missa Messi: Fundu ekki fyrir því þegar Ronaldo og Neymar fóru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2020 10:31 Leo Messi er mögulega á förum frá Barcelona næsta sumar. Getty/Urbanandsport Forseti spænsku deildarinnar óttast ekki áhrifin af því ef Lionel Messi hættir hjá Barcelona í sumar og færir sig yfir í ensku úrvalsdeildina. Hann segir La Liga tilbúna fyrir að missa Messi. Javier Tebas, forseti La Liga, ræddi mögulega brottför Lionel Messi frá Barcelona og gagnrýndi um leið Manchester City, félagið sem hann heldur sjálfur að Lionel Messi semji við. Tebas vill að Lionel Messi haldi áfram að spila á Spáni en hefur ekki áhyggjur af því að það komi mikið niður á spænsku deildinni á missa hann. La Liga president Javier Tebas says he is "ready" for the exit of Barcelona star Lionel Messi.Full story: https://t.co/1qYiAUHzKZ pic.twitter.com/r8IRoyaQ5H— BBC Sport (@BBCSport) November 17, 2020 „Við vildum auðvitað helst að Messi yrði áfram í La Liga en bæði Ronaldo og Neymar fóru og við höfum ekki fundið fyrir neinni breytingu,“ sagði Javier Tebas í viðtali við breska ríkisútvarpið. Lionel Messi er 33 ára gamall og rennur út á samningi hjá Barcelona í sumar. Hann fer því á frjálsri sölu ef hann ákveður að yfirgefa félagið sem hann hefur spilað með síðan að hann var þrettán ára gamall. Það er samt lítill vafi á því að það verður ekki sami alþjóðlegi áhugi á spænska boltanum ef hvorki Cristiano Ronaldo né Lionel Messi spila í deildinni. La Liga president Javier Tebas has been speaking about the prospect of Lionel Messi leaving the league. And he's criticised Manchester City, a club he believes could sign him. Find out more: https://t.co/8Cmrg02Fvb pic.twitter.com/4WSqFd4fQc— BBC Sport (@BBCSport) November 17, 2020 Javier Tebas hélt áfram að skjóta á enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City, liðið sem er að gera allt til þess að fá Lionel Messi til sín. „Það lítur út fyrir að eina félagið í ensku úrvalsdeildinni sem talar um að fá Messi til sín sé Manchester City, félag sem fylgir ekki reglunum. Ég er ekki sá eini sem segir það,“ sagði Tebas. „Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af þeim. Ég hef gagnrýnt starfshætti þeirra svo oft. Það skiptir ekki máli þótt þeir geri það einu sinni einn. Hvorki kórónuveirufaraldurinn, heimsfaraldrar eða eitthvað annað hefur áhrif á City af því að félagið er fjármagnað á annan hátt en við hin og það er ómögulegt að keppa við það,“ sagði Tebas. Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Sjá meira
Forseti spænsku deildarinnar óttast ekki áhrifin af því ef Lionel Messi hættir hjá Barcelona í sumar og færir sig yfir í ensku úrvalsdeildina. Hann segir La Liga tilbúna fyrir að missa Messi. Javier Tebas, forseti La Liga, ræddi mögulega brottför Lionel Messi frá Barcelona og gagnrýndi um leið Manchester City, félagið sem hann heldur sjálfur að Lionel Messi semji við. Tebas vill að Lionel Messi haldi áfram að spila á Spáni en hefur ekki áhyggjur af því að það komi mikið niður á spænsku deildinni á missa hann. La Liga president Javier Tebas says he is "ready" for the exit of Barcelona star Lionel Messi.Full story: https://t.co/1qYiAUHzKZ pic.twitter.com/r8IRoyaQ5H— BBC Sport (@BBCSport) November 17, 2020 „Við vildum auðvitað helst að Messi yrði áfram í La Liga en bæði Ronaldo og Neymar fóru og við höfum ekki fundið fyrir neinni breytingu,“ sagði Javier Tebas í viðtali við breska ríkisútvarpið. Lionel Messi er 33 ára gamall og rennur út á samningi hjá Barcelona í sumar. Hann fer því á frjálsri sölu ef hann ákveður að yfirgefa félagið sem hann hefur spilað með síðan að hann var þrettán ára gamall. Það er samt lítill vafi á því að það verður ekki sami alþjóðlegi áhugi á spænska boltanum ef hvorki Cristiano Ronaldo né Lionel Messi spila í deildinni. La Liga president Javier Tebas has been speaking about the prospect of Lionel Messi leaving the league. And he's criticised Manchester City, a club he believes could sign him. Find out more: https://t.co/8Cmrg02Fvb pic.twitter.com/4WSqFd4fQc— BBC Sport (@BBCSport) November 17, 2020 Javier Tebas hélt áfram að skjóta á enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City, liðið sem er að gera allt til þess að fá Lionel Messi til sín. „Það lítur út fyrir að eina félagið í ensku úrvalsdeildinni sem talar um að fá Messi til sín sé Manchester City, félag sem fylgir ekki reglunum. Ég er ekki sá eini sem segir það,“ sagði Tebas. „Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af þeim. Ég hef gagnrýnt starfshætti þeirra svo oft. Það skiptir ekki máli þótt þeir geri það einu sinni einn. Hvorki kórónuveirufaraldurinn, heimsfaraldrar eða eitthvað annað hefur áhrif á City af því að félagið er fjármagnað á annan hátt en við hin og það er ómögulegt að keppa við það,“ sagði Tebas.
Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Sjá meira