Spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að grínast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2020 01:17 Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur hefur sagt að minnst fjórðungur Íslendinga tejlist til áhættuhóps vegna Covid-19. Vísir Líftölfræðingur við Háskóla Íslands spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að gera að gamni með fullyrðingum um venjulegra líf þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínufólk. Prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu minnir á að þótt yngra fólk veikist síður alvarlega eða deyi af völdum Covid-19 þá glími margir við langvinn eftirköst. „Venjulegra líf“ eftir bólusetningar viðkvæmustu hópa Lyfjafyrirtækið Moderna tilkynnti í gær um 95 prósenta vernd gegn Covid-19. Áður hafði lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnt sambærilegar niðurstöður, 90 prósent vörn. Niðurstöðurnar eru framar vonum en sóttvarnalæknir segir enn ekki hægt að segja til um hvenær bólusetning hefjist hér á landi. Ísland hefur þegar tryggt sér aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið. Framkvæmdastjórn sambandsins hefur samið við fjóra framleiðendur; Pfizer, AstraZeneca, Sanofi og Janssen. Þá gaf sambandið það út í síðustu viku að „árangursríkum“ viðræðum við Moderna um kaup á bóluefni væri lokið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var spurð að því í viðtali á RÚV í kvöld hvenær búið verði að bólusetja svo marga að öllum hömlum og takmörkunum verði hætt? „Um leið og við getum farið að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínufólk að þá getum við farið að sjá í land með venjulegra líf en við erum að horfast í augu við núna frá degi til dags,“ sagði Svandís. Sjaldgæfir atburðir vegna fámennis Jóhanna Jakobsdóttir, líftölfræðingur sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveiruna ásamt kollegum sínum við Háskóla Íslands, staldrar við orð Svandísar. „Er hún að grínast?“ spyr Jóhanna í færslu á Facebook. Hún vilji sjá skilgreininguna á viðkvæmustu hópum áður en þetta verði gert. „Um leið og við slökum á og leyfum þessu að gusast yfir unga og hrausta fólkið þá förum við að sjá „sjaldgæfa“ atburði, sem eru ekkert svo sjaldgæfir,“ segir Jóhanna. Nefnir hún atburði á borð við að jafnaldrar hennar falli fyrir Covid-19. Jóhanna er á 39. aldursári. „Þeir eru bara það sjaldgæfir að við höfum ekki séð þá í þessum raunverulega fáu sem hafa smitast hér.“ Hún leggur því til viðbótar til að hugað verði að handahófskenndri bólusetningu í þýðinu til að lækka smitstuðulinn. Langvinn eftirköst og heilsubrestur Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, segist fagna með Svandísi að bjartari tímar séu fram undan með væntanlegu bóluefni. „Vonandi getum við byrjað að bólusetja framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu og eldra fólk sem er í mestri áhættu í byrjun næsta árs,“ segir Ingileif í færslu á Facebook. Baráttunni sé þó langt í frá lokið á þeim tímapunkti. „Við verðum áfram að beita sóttvarnaraðgerðum til að hindra að ný smit berist til landsins og breiðist út í samfélaginu, þar til búið er að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar. Gleymum því ekki að þótt yngra fólk veikist síður alvarlega eða deyji af COVID-19 þá glíma margir við langvinn eftirköst og heilsubrest.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Sjá meira
Líftölfræðingur við Háskóla Íslands spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að gera að gamni með fullyrðingum um venjulegra líf þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínufólk. Prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu minnir á að þótt yngra fólk veikist síður alvarlega eða deyi af völdum Covid-19 þá glími margir við langvinn eftirköst. „Venjulegra líf“ eftir bólusetningar viðkvæmustu hópa Lyfjafyrirtækið Moderna tilkynnti í gær um 95 prósenta vernd gegn Covid-19. Áður hafði lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnt sambærilegar niðurstöður, 90 prósent vörn. Niðurstöðurnar eru framar vonum en sóttvarnalæknir segir enn ekki hægt að segja til um hvenær bólusetning hefjist hér á landi. Ísland hefur þegar tryggt sér aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið. Framkvæmdastjórn sambandsins hefur samið við fjóra framleiðendur; Pfizer, AstraZeneca, Sanofi og Janssen. Þá gaf sambandið það út í síðustu viku að „árangursríkum“ viðræðum við Moderna um kaup á bóluefni væri lokið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var spurð að því í viðtali á RÚV í kvöld hvenær búið verði að bólusetja svo marga að öllum hömlum og takmörkunum verði hætt? „Um leið og við getum farið að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínufólk að þá getum við farið að sjá í land með venjulegra líf en við erum að horfast í augu við núna frá degi til dags,“ sagði Svandís. Sjaldgæfir atburðir vegna fámennis Jóhanna Jakobsdóttir, líftölfræðingur sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveiruna ásamt kollegum sínum við Háskóla Íslands, staldrar við orð Svandísar. „Er hún að grínast?“ spyr Jóhanna í færslu á Facebook. Hún vilji sjá skilgreininguna á viðkvæmustu hópum áður en þetta verði gert. „Um leið og við slökum á og leyfum þessu að gusast yfir unga og hrausta fólkið þá förum við að sjá „sjaldgæfa“ atburði, sem eru ekkert svo sjaldgæfir,“ segir Jóhanna. Nefnir hún atburði á borð við að jafnaldrar hennar falli fyrir Covid-19. Jóhanna er á 39. aldursári. „Þeir eru bara það sjaldgæfir að við höfum ekki séð þá í þessum raunverulega fáu sem hafa smitast hér.“ Hún leggur því til viðbótar til að hugað verði að handahófskenndri bólusetningu í þýðinu til að lækka smitstuðulinn. Langvinn eftirköst og heilsubrestur Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, segist fagna með Svandísi að bjartari tímar séu fram undan með væntanlegu bóluefni. „Vonandi getum við byrjað að bólusetja framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu og eldra fólk sem er í mestri áhættu í byrjun næsta árs,“ segir Ingileif í færslu á Facebook. Baráttunni sé þó langt í frá lokið á þeim tímapunkti. „Við verðum áfram að beita sóttvarnaraðgerðum til að hindra að ný smit berist til landsins og breiðist út í samfélaginu, þar til búið er að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar. Gleymum því ekki að þótt yngra fólk veikist síður alvarlega eða deyji af COVID-19 þá glíma margir við langvinn eftirköst og heilsubrest.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Sjá meira