Erlent

Hlaupari sektaður þrátt fyrir dauðsfall vinar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Simone Massetti féll 200 metra á hlaupum í ítölsku Ölpunum og lést.
Simone Massetti féll 200 metra á hlaupum í ítölsku Ölpunum og lést. Simone Massetti/Facebook

Ónefndur hlaupari á yfir höfði sér 65 þúsund króna sekt fyrir að hafa brotið sóttvarnareglur eftir að hann tilkynnti að vinur hans hefði fallið til bana í ítölsku Ölpunum. Hlauparinn er sakaður um að hafa farið of langt frá heimili sínu til að hlaupa.

Simone Massetti, 34 ára, féll um það bil 200 metra á Mt Palino. Vinur hans tilkynnti um slysið og björgunarþyrla sótti lík Massetti ofan í gljúfur.

Lombardy-hérað er skilgreint sem rautt svæði af ítölskum yfirvöldum, sem þýðir að fólki er óheimilt að ferðast milli svæða. Massetti og vinur hans komu báðir frá Sondrino en Mt Palino er í um 10 km fjarlægð.

Þekkt íþróttafólk hefur vottað Massetti virðingu sína, m.a. skautahlauparinn Arianna Fontana. „Hlauptu Simo, hlauptu frjáls.. eins og andi þinn hefur alltaf gert,“ sagði hún á Facebook.

Vinur Massetti var sömuleiðis fluttur á brott í þyrlu en samkvæmt dagblaðinu Corriere della Sera var hann í kjölfarið sektaður um 400 evrur fyrir að hafa brotið sóttvarnareglur. Vinurinn vildi ekki tjá sig um sektina að öðru leyti en hann sagðist hafa minnstar áhyggjur af henni eftir það sem á undan var gengið.

BBC sagði frá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×