Innlent

Segir von á frekari aðgerðum fyrir atvinnulausa

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm

Til stendur að kynna frekari aðgerðir sem eiga að koma til móts við atvinnulausa á allra næstu dögum að sögn Ásmundar Einars Daðasonar, félagsmálaráðherra.

Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttur, þingmanns Samfylkingar, á Alþingi í dag. Hann tilgreindi ekki nánar inntak komandi aðgerða en sagði að á yfirstandandi ári muni úrgreiddar atvinnuleysisbætur líklega slaga í áttatíu milljarða króna. „Ég held að aldrei í Íslandssögunni hafi ríkið stigið jafn myndarlega inn þegar kemur að greiðslum í gegnum Atvinnuleysistryggingasjóð.“

Oddný gagnrýndi að framlenging á tekjutengdu tímabili atvinnuleysisbóta úr þremur mánuðum í sex nái ekki til þeirra sem voru atvinnulausir í febrúar. Í þessu felist mismunun. 

„Er ekki alveg öruggt að allir í hæstvirtri ríkisstjórn átti sig á að fólkið sem var atvinnulaust í febrúar fær enga vinnu vegna þess að það er enga vinnu að fá? Þau eru ekki betur sett en hinir, þau eru verr sett. Það er nefnilega atvinnukreppa vegna heimsfaraldurs. Og atvinnuleysi á landinu öllu komið í 11,1% og í 21,1% á Suðurnesjum,“ sagði Oddný.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.