Sagður hafa gengið í skrokk á konu eftir endurtekin vændiskaup Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. nóvember 2020 09:03 Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Þinghald í málinu er lokað. Vísir/Vilhelm Karlmaður á höfuðborgarsvæðinu hefur verið ákærður fyrir tilraun til nauðgunar og sérstaklega hættulega líkamsárás gagnvart konu í júní 2019. Karlmaðurinn hafði í tvígang sömu nótt greitt konunni fyrir vændi. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Þinghald í málinu er lokað en karlmaðurinn er sakaður um að hafa aðfaranótt sunnudagsins 30. júní á dvalarstað konunnar framið kynferðisbrot með því að hafa greitt henni 40 þúsund krónur fyrir vændi. Þá hafi hann framið annað kynferðisbrot þegar hann kom aftur til konunnar sömu nótt og greiddi henni þá 20 þúsund krónur, fyrir vændi. Í þriðja ákæruliðnum er hann svo sakaður um ofbeldi gegn konunni. Annars vegar tilraun til nauðgunar og hins vegar sérstaklega hættulega líkamsárás. Þannig segir í ákæru að karlmaðurinn hafi, í framhaldi af keyptri vændisþjónustu, gert tilraun til að hafa samræði eða önnur kynferðismök við konuna án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi og hótunum. Karlmaðurinn er sagður hafa veist að konunni og tekið um háls hennar og munn. Þrengdi hann þannig að konunni að hún missti meðvitund og á sama tíma hótaði hann að drepa konuna, samkvæmt því sem segir í ákæru. Af þessu hlaut konan eymsli á hálsi og hálshrygg, eymsli yfir neðri og hliðlægu hálsvöðvum, eymsli yfir viðbeini og yfir kjálka, bólgu á vanga, rispur ofan við herðablað og framhandlegg, mar og rispur á háls og kjálka, eymsli yfir öxl, vöðvabólgu og verki ofan við hægra herðablað, fjórar depilblæðingar á neðri vör, eymsli á hægri upphandlegg, mar á hægra olnbogasvæði og eymsli ofan við mjóbak. Réttargæslumaður konunnar krefst 2,5 milljóna króna í miskabætur fyrir hennar hönd. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Karlmaður á höfuðborgarsvæðinu hefur verið ákærður fyrir tilraun til nauðgunar og sérstaklega hættulega líkamsárás gagnvart konu í júní 2019. Karlmaðurinn hafði í tvígang sömu nótt greitt konunni fyrir vændi. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Þinghald í málinu er lokað en karlmaðurinn er sakaður um að hafa aðfaranótt sunnudagsins 30. júní á dvalarstað konunnar framið kynferðisbrot með því að hafa greitt henni 40 þúsund krónur fyrir vændi. Þá hafi hann framið annað kynferðisbrot þegar hann kom aftur til konunnar sömu nótt og greiddi henni þá 20 þúsund krónur, fyrir vændi. Í þriðja ákæruliðnum er hann svo sakaður um ofbeldi gegn konunni. Annars vegar tilraun til nauðgunar og hins vegar sérstaklega hættulega líkamsárás. Þannig segir í ákæru að karlmaðurinn hafi, í framhaldi af keyptri vændisþjónustu, gert tilraun til að hafa samræði eða önnur kynferðismök við konuna án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi og hótunum. Karlmaðurinn er sagður hafa veist að konunni og tekið um háls hennar og munn. Þrengdi hann þannig að konunni að hún missti meðvitund og á sama tíma hótaði hann að drepa konuna, samkvæmt því sem segir í ákæru. Af þessu hlaut konan eymsli á hálsi og hálshrygg, eymsli yfir neðri og hliðlægu hálsvöðvum, eymsli yfir viðbeini og yfir kjálka, bólgu á vanga, rispur ofan við herðablað og framhandlegg, mar og rispur á háls og kjálka, eymsli yfir öxl, vöðvabólgu og verki ofan við hægra herðablað, fjórar depilblæðingar á neðri vör, eymsli á hægri upphandlegg, mar á hægra olnbogasvæði og eymsli ofan við mjóbak. Réttargæslumaður konunnar krefst 2,5 milljóna króna í miskabætur fyrir hennar hönd. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira