Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2020 10:01 Erik Hamren er að fara að kveðja íslenska landsliðið á Wembley annað kvöld. EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og Kári Árnason ræddu við fjölmiðlamenn fyrir Englandsleikinn sem líklega verður síðasti landsleikur þeirra beggja. Ísland mætir Englandi á sjálfum Wembley í síðasta leik sínum í Þjóðadeildinni á þessari leiktíð, kl. 19.45 annað kvöld. Kári verður fyrirliði í leiknum sem hann segir að verði líklega sinn síðasti, á frábærum landsliðsferli. Öruggt er að leikurinn verður sá síðasti hjá Íslandi undir stjórn Hamréns. Á fundinum ræddi Kári meðal annars um Hamrén og hans árangur sem landsliðsþjálfara, og sagði Svíann hafa fengið ósanngjarna gagnrýni. Árangurinn í undankeppni EM hefði til að mynda hæglega getað dugað til að komast í lokakeppnina en úrslit í leikjum Frakklands og Tyrklands ekki fallið með Íslandi, og að fimm mínútum hefði svo munað að Ísland færi á EM í stað Ungverjalands. Hamrén hefur kallað á nokkra unga leikmenn úr U21-landsliðinu vegna fjarveru lykilmanna, þar á meðal hinn 17 ára Ísak Bergmann Jóhannesson sem gæti því spilað sinn fyrsta A-landsleik á Wembley. „Það er auðvitað draumur margra stráka og stelpna að byrja landsliðsferilinn á Wembley svo Ísak er heppinn,“ sagði Hamrén. Hér fyrir neðan má sjá beina textalýsingu blaðamanns Vísis frá fundinum.
Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og Kári Árnason ræddu við fjölmiðlamenn fyrir Englandsleikinn sem líklega verður síðasti landsleikur þeirra beggja. Ísland mætir Englandi á sjálfum Wembley í síðasta leik sínum í Þjóðadeildinni á þessari leiktíð, kl. 19.45 annað kvöld. Kári verður fyrirliði í leiknum sem hann segir að verði líklega sinn síðasti, á frábærum landsliðsferli. Öruggt er að leikurinn verður sá síðasti hjá Íslandi undir stjórn Hamréns. Á fundinum ræddi Kári meðal annars um Hamrén og hans árangur sem landsliðsþjálfara, og sagði Svíann hafa fengið ósanngjarna gagnrýni. Árangurinn í undankeppni EM hefði til að mynda hæglega getað dugað til að komast í lokakeppnina en úrslit í leikjum Frakklands og Tyrklands ekki fallið með Íslandi, og að fimm mínútum hefði svo munað að Ísland færi á EM í stað Ungverjalands. Hamrén hefur kallað á nokkra unga leikmenn úr U21-landsliðinu vegna fjarveru lykilmanna, þar á meðal hinn 17 ára Ísak Bergmann Jóhannesson sem gæti því spilað sinn fyrsta A-landsleik á Wembley. „Það er auðvitað draumur margra stráka og stelpna að byrja landsliðsferilinn á Wembley svo Ísak er heppinn,“ sagði Hamrén. Hér fyrir neðan má sjá beina textalýsingu blaðamanns Vísis frá fundinum.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Sjá meira