Englendingar gætu verið búnir að eignast nýjan Gazza Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2020 12:30 Jack Grealish með boltann í leiknum á móti Belgíu. Getty/John Berry Íslensku landsliðsstrákarnir mæta Englendingum á Wembley annað kvöld og þar gætu þeir þurft að glíma við Jack Grealish sem er á góðri leið með að vera stjarna í þessu enska landsliði. Englendingar töpuðu 2-0 á móti Belgíu í Þjóðadeildinni á sunnudaginn var en Aston Villa maðurinn Jack Grealish fékk engu að síður mikið lof fyrir frammistöðu sína. Meðal þeirra sem hafa hrósað Grealish fyrir leikinn er Watford maðurinn Troy Deeney og hann fór svo langt að líkja Grealish við hinn eina og sanna Paul Gascoigne eða Gazza eins og hann er oftast kallaður. Englendingar minnast enn frammistöðu Paul Gascoigne á HM á Ítalíu 1990 þar sem hann vann hug og hjörtu ensku þjóðarinnar og komst í súperstjörnuflokk. Hann stóð ekki alveg undir þeim væntingum og vandræði utan vallar voru hans öflugasti mótherji. Inn á knattspyrnuvellinum gat Paul Gascoigne gert magnaða hluti og hluti sem engum öðrum datt í hug. "He's the closest thing to Gazza. We haven't seen that maverick, that guy who will turn a game on its head and literally wants the ball anywhere." https://t.co/4QililyJbF— SPORTbible (@sportbible) November 16, 2020 „Jack er algjörlega óttalaus. Hann vill alltaf fá boltann og í hvaða stöðu sem er. Það skiptir heldur ekki máli á móti hverjum hann er að spila. Hann vill boltann, hann vill taka menn á og setja mark sitt á leikinn,“ sagði Troy Deeney í viðtali við Laura Woods á talkSPORT. „Ég hef sagt það áður og þá hló fólk af mér en hann er sá sem kemst næstur því að vera Gascoigne að mínu mati. Við höfum ekki séð svona mann sem snýr við leik á augabragði og vill bókstaflega fá boltann alls staðar,“ sagði Deeney. „Það er mjög öflugt að vera með svona mann ekki síst þar sem enska liðið er að fara á Evrópumótið þar sem pressan verður enn meiri. Þú þarf á leikmönnum að halda sem þora að gera mistök og þora að taka áhættu. Það er auðvelt að fara frá einni hlið til annarrar en hann mun reyna að komast í gegnum vörn andstæðinganna til að skora,“ sagði Deeney. „Hann mun kannski tapa boltanum fjórum eða fimm sinnum en í sjötta sinn sleppur hann í gegn og við munum vinna 1-0 þökk sé honum,“ sagði Deeney. Leikur Englands og Íslands fer fram annað kvöld, miðvikudagskvöldið 18. nóvember, og hefst klukkan 19.45. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Íslensku landsliðsstrákarnir mæta Englendingum á Wembley annað kvöld og þar gætu þeir þurft að glíma við Jack Grealish sem er á góðri leið með að vera stjarna í þessu enska landsliði. Englendingar töpuðu 2-0 á móti Belgíu í Þjóðadeildinni á sunnudaginn var en Aston Villa maðurinn Jack Grealish fékk engu að síður mikið lof fyrir frammistöðu sína. Meðal þeirra sem hafa hrósað Grealish fyrir leikinn er Watford maðurinn Troy Deeney og hann fór svo langt að líkja Grealish við hinn eina og sanna Paul Gascoigne eða Gazza eins og hann er oftast kallaður. Englendingar minnast enn frammistöðu Paul Gascoigne á HM á Ítalíu 1990 þar sem hann vann hug og hjörtu ensku þjóðarinnar og komst í súperstjörnuflokk. Hann stóð ekki alveg undir þeim væntingum og vandræði utan vallar voru hans öflugasti mótherji. Inn á knattspyrnuvellinum gat Paul Gascoigne gert magnaða hluti og hluti sem engum öðrum datt í hug. "He's the closest thing to Gazza. We haven't seen that maverick, that guy who will turn a game on its head and literally wants the ball anywhere." https://t.co/4QililyJbF— SPORTbible (@sportbible) November 16, 2020 „Jack er algjörlega óttalaus. Hann vill alltaf fá boltann og í hvaða stöðu sem er. Það skiptir heldur ekki máli á móti hverjum hann er að spila. Hann vill boltann, hann vill taka menn á og setja mark sitt á leikinn,“ sagði Troy Deeney í viðtali við Laura Woods á talkSPORT. „Ég hef sagt það áður og þá hló fólk af mér en hann er sá sem kemst næstur því að vera Gascoigne að mínu mati. Við höfum ekki séð svona mann sem snýr við leik á augabragði og vill bókstaflega fá boltann alls staðar,“ sagði Deeney. „Það er mjög öflugt að vera með svona mann ekki síst þar sem enska liðið er að fara á Evrópumótið þar sem pressan verður enn meiri. Þú þarf á leikmönnum að halda sem þora að gera mistök og þora að taka áhættu. Það er auðvelt að fara frá einni hlið til annarrar en hann mun reyna að komast í gegnum vörn andstæðinganna til að skora,“ sagði Deeney. „Hann mun kannski tapa boltanum fjórum eða fimm sinnum en í sjötta sinn sleppur hann í gegn og við munum vinna 1-0 þökk sé honum,“ sagði Deeney. Leikur Englands og Íslands fer fram annað kvöld, miðvikudagskvöldið 18. nóvember, og hefst klukkan 19.45. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti