Carlos Tevez grætur í hálfleik á leikjum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2020 09:01 Carlos Tevez í leik með liði Boca Juniors. Getty/Juan Ignacio Roncoroni Carlos Tevez, fyrrum Englandsmeistari með bæði Manchester United og Manchester City, á erfitt þessa dagana á meðan heilsa föður hans hrakar. Carlos Tevez er nú leikmaður og fyrirliði Boca Juniors liðins í Argentínu en á sama tíma er faðir hans að glíma við eftirmála þess að hafa fengið kórónuveiruna. #ESPNF10 | PERDIÓ BOCA Carlos Tevez hablar con @m_benedetto.¡Sumate a ESPN 2 y @ESPNPLAY! pic.twitter.com/bLTck6MGBL— ESPN Fútbol Club Argentina (@ESPNFCarg) November 16, 2020 Faðir hans Raimundo Tevez var í 45 daga á gjörgæslu á einkaspítala í Buenos Aires eftir að hafa fengið veiruna en var síðan útskrifaður 4. september síðastliðinn. Raimundo Tevez er með sykursýki og hann var kominn aftur á sjúkrahúsið fyrir nokkrum dögum eftir að heilsu hans hrakaði. „Þetta er mjög erfitt,“ sagði Carlos Tevez við ESPN í Argentínu eftir að leik liðsins á móti Talleres á sunnudaginn. Boca Juniors tapaði 1-0. „Ég fer í gegnum allan tilfinningaskalann. Stundum líður mér vel en á öðrum tímum þá græt ég í hálfleik. Ég get ekki útskýrt það,“ sagði Tevez. Carlos Tevez está pasando por un mal momento. Su padre, Segundo Tevez, está internado en terapia desde hace algunas semana: "Tengo sensaciones muy complicadas. Son momentos difíciles. Son momentos que uno no puede explicar". ESPN 2 pic.twitter.com/QkbnC4PZfK— TyC Sports (@TyCSports) November 16, 2020 „Þetta eru erfiðir tímar. Ég heimsæki föður minn en svo þarf ég að herða mig upp og spila fótbolta,“ sagði Tevez. „Það mikilvægasta er að ég er sterkur þökk sé fólkinu hjá Boca og fjölskyldu minnar. Þau hjálpa mér að brotna ekki saman og að halda áfram baráttunni. Ég er standandi, alveg eins og fjölskyldan mín, og við verðum að halda áfram,“ sagði Carlos Tevez. Raimundo Tevez er ekki líffræðilegur faðir hans því sá dó áður en Carlos fæddist. Carlos Tevez var alinn upp af Raimundo og eiginkonu hans Adriönu Martinez sem er frænka Carlosar. Fótbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira
Carlos Tevez, fyrrum Englandsmeistari með bæði Manchester United og Manchester City, á erfitt þessa dagana á meðan heilsa föður hans hrakar. Carlos Tevez er nú leikmaður og fyrirliði Boca Juniors liðins í Argentínu en á sama tíma er faðir hans að glíma við eftirmála þess að hafa fengið kórónuveiruna. #ESPNF10 | PERDIÓ BOCA Carlos Tevez hablar con @m_benedetto.¡Sumate a ESPN 2 y @ESPNPLAY! pic.twitter.com/bLTck6MGBL— ESPN Fútbol Club Argentina (@ESPNFCarg) November 16, 2020 Faðir hans Raimundo Tevez var í 45 daga á gjörgæslu á einkaspítala í Buenos Aires eftir að hafa fengið veiruna en var síðan útskrifaður 4. september síðastliðinn. Raimundo Tevez er með sykursýki og hann var kominn aftur á sjúkrahúsið fyrir nokkrum dögum eftir að heilsu hans hrakaði. „Þetta er mjög erfitt,“ sagði Carlos Tevez við ESPN í Argentínu eftir að leik liðsins á móti Talleres á sunnudaginn. Boca Juniors tapaði 1-0. „Ég fer í gegnum allan tilfinningaskalann. Stundum líður mér vel en á öðrum tímum þá græt ég í hálfleik. Ég get ekki útskýrt það,“ sagði Tevez. Carlos Tevez está pasando por un mal momento. Su padre, Segundo Tevez, está internado en terapia desde hace algunas semana: "Tengo sensaciones muy complicadas. Son momentos difíciles. Son momentos que uno no puede explicar". ESPN 2 pic.twitter.com/QkbnC4PZfK— TyC Sports (@TyCSports) November 16, 2020 „Þetta eru erfiðir tímar. Ég heimsæki föður minn en svo þarf ég að herða mig upp og spila fótbolta,“ sagði Tevez. „Það mikilvægasta er að ég er sterkur þökk sé fólkinu hjá Boca og fjölskyldu minnar. Þau hjálpa mér að brotna ekki saman og að halda áfram baráttunni. Ég er standandi, alveg eins og fjölskyldan mín, og við verðum að halda áfram,“ sagði Carlos Tevez. Raimundo Tevez er ekki líffræðilegur faðir hans því sá dó áður en Carlos fæddist. Carlos Tevez var alinn upp af Raimundo og eiginkonu hans Adriönu Martinez sem er frænka Carlosar.
Fótbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira