Carlos Tevez grætur í hálfleik á leikjum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2020 09:01 Carlos Tevez í leik með liði Boca Juniors. Getty/Juan Ignacio Roncoroni Carlos Tevez, fyrrum Englandsmeistari með bæði Manchester United og Manchester City, á erfitt þessa dagana á meðan heilsa föður hans hrakar. Carlos Tevez er nú leikmaður og fyrirliði Boca Juniors liðins í Argentínu en á sama tíma er faðir hans að glíma við eftirmála þess að hafa fengið kórónuveiruna. #ESPNF10 | PERDIÓ BOCA Carlos Tevez hablar con @m_benedetto.¡Sumate a ESPN 2 y @ESPNPLAY! pic.twitter.com/bLTck6MGBL— ESPN Fútbol Club Argentina (@ESPNFCarg) November 16, 2020 Faðir hans Raimundo Tevez var í 45 daga á gjörgæslu á einkaspítala í Buenos Aires eftir að hafa fengið veiruna en var síðan útskrifaður 4. september síðastliðinn. Raimundo Tevez er með sykursýki og hann var kominn aftur á sjúkrahúsið fyrir nokkrum dögum eftir að heilsu hans hrakaði. „Þetta er mjög erfitt,“ sagði Carlos Tevez við ESPN í Argentínu eftir að leik liðsins á móti Talleres á sunnudaginn. Boca Juniors tapaði 1-0. „Ég fer í gegnum allan tilfinningaskalann. Stundum líður mér vel en á öðrum tímum þá græt ég í hálfleik. Ég get ekki útskýrt það,“ sagði Tevez. Carlos Tevez está pasando por un mal momento. Su padre, Segundo Tevez, está internado en terapia desde hace algunas semana: "Tengo sensaciones muy complicadas. Son momentos difíciles. Son momentos que uno no puede explicar". ESPN 2 pic.twitter.com/QkbnC4PZfK— TyC Sports (@TyCSports) November 16, 2020 „Þetta eru erfiðir tímar. Ég heimsæki föður minn en svo þarf ég að herða mig upp og spila fótbolta,“ sagði Tevez. „Það mikilvægasta er að ég er sterkur þökk sé fólkinu hjá Boca og fjölskyldu minnar. Þau hjálpa mér að brotna ekki saman og að halda áfram baráttunni. Ég er standandi, alveg eins og fjölskyldan mín, og við verðum að halda áfram,“ sagði Carlos Tevez. Raimundo Tevez er ekki líffræðilegur faðir hans því sá dó áður en Carlos fæddist. Carlos Tevez var alinn upp af Raimundo og eiginkonu hans Adriönu Martinez sem er frænka Carlosar. Fótbolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira
Carlos Tevez, fyrrum Englandsmeistari með bæði Manchester United og Manchester City, á erfitt þessa dagana á meðan heilsa föður hans hrakar. Carlos Tevez er nú leikmaður og fyrirliði Boca Juniors liðins í Argentínu en á sama tíma er faðir hans að glíma við eftirmála þess að hafa fengið kórónuveiruna. #ESPNF10 | PERDIÓ BOCA Carlos Tevez hablar con @m_benedetto.¡Sumate a ESPN 2 y @ESPNPLAY! pic.twitter.com/bLTck6MGBL— ESPN Fútbol Club Argentina (@ESPNFCarg) November 16, 2020 Faðir hans Raimundo Tevez var í 45 daga á gjörgæslu á einkaspítala í Buenos Aires eftir að hafa fengið veiruna en var síðan útskrifaður 4. september síðastliðinn. Raimundo Tevez er með sykursýki og hann var kominn aftur á sjúkrahúsið fyrir nokkrum dögum eftir að heilsu hans hrakaði. „Þetta er mjög erfitt,“ sagði Carlos Tevez við ESPN í Argentínu eftir að leik liðsins á móti Talleres á sunnudaginn. Boca Juniors tapaði 1-0. „Ég fer í gegnum allan tilfinningaskalann. Stundum líður mér vel en á öðrum tímum þá græt ég í hálfleik. Ég get ekki útskýrt það,“ sagði Tevez. Carlos Tevez está pasando por un mal momento. Su padre, Segundo Tevez, está internado en terapia desde hace algunas semana: "Tengo sensaciones muy complicadas. Son momentos difíciles. Son momentos que uno no puede explicar". ESPN 2 pic.twitter.com/QkbnC4PZfK— TyC Sports (@TyCSports) November 16, 2020 „Þetta eru erfiðir tímar. Ég heimsæki föður minn en svo þarf ég að herða mig upp og spila fótbolta,“ sagði Tevez. „Það mikilvægasta er að ég er sterkur þökk sé fólkinu hjá Boca og fjölskyldu minnar. Þau hjálpa mér að brotna ekki saman og að halda áfram baráttunni. Ég er standandi, alveg eins og fjölskyldan mín, og við verðum að halda áfram,“ sagði Carlos Tevez. Raimundo Tevez er ekki líffræðilegur faðir hans því sá dó áður en Carlos fæddist. Carlos Tevez var alinn upp af Raimundo og eiginkonu hans Adriönu Martinez sem er frænka Carlosar.
Fótbolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira