Fótbolti

Boltinn í netinu fjórum sekúndum eftir að þeir tóku miðju | Mynd­band

Anton Ingi Leifsson skrifar
Islambek Kuat undirbýr skotið sem endaði í netinu.
Islambek Kuat undirbýr skotið sem endaði í netinu. STÖÐ 2 SPORT

Aibol Abiken mun seint gleyma leik Albaníu og Kasakstan í gær. Albanía vann 3-1 sigur en Aibol Abiken skoraði mark Kasakstan.

Albanía komst yfir á 16. mínútu og sjö mínútum síðar tvöfölduðu þeir forystuna og voru þar af leiðandi komnir í ansi þægilega forystu.

Sú forysta stóð þó ekki lengi yfir því fjórum sekúndum eftir að Kasakarnir tóku miðjuna eftir annað mark Albaníu lá boltinn í netinu.

Eftir miðjuna ákvað Aibol Abiken að þruma á markið. Etrit Berisha, markvörður Albaníu, stóð allt of framarlega og boltinn endaði í netinu. Ótrúlegt mark.

Albanía bætti þó við marki í síðari hálfleik og vann að lokum 3-1 sigur. Þeir eru í 2. sæti riðilsins með átta stig en Kasaksatan er með fjögur stig á botninum.

Klippa: Albanía - Kasakstan 3-1Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.