Fótbolti

Fyrir­liðinn skilur stuðnings­mennina sem dreymir um Hamrén

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lucas Andersen í leik með danska landsliðinu gegn Svíium á dögunum.
Lucas Andersen í leik með danska landsliðinu gegn Svíium á dögunum. Lars Ronbog / FrontZoneSport

Lucas Andersen, fyrirliði Álaborgar í danska boltanum, skilur þá stuðningsmenn sem dreymir um að fá Erik Hamrén aftur í stjórastólinn hjá liðinu.

Hamrén tilkynnti um helgina að hann myndi hætta með íslenska landsliðsins eftir leikinn gegn Englendingum á Wembley á miðvikudagskvöldið.

AaB er ekki með neinn varanlegan þjálfara eftir að Jacob Friis ákvað að segja upp störfum af persónulegum ástæðum. Nú stýrir aðstoðarmaður Friis, Peter Feher, liðinu tímabundið.

Andersen var spurður út í það hvort að hann skildi þá stuðningsmenn sem dreymir aftur til ársins 2008 er AaB varð meistari með Hamrén í stjórastólnum:

„Auðvitað. Sagan hefur mikla þýðingu og hún hefur það líka í félagi eins og AaB. Hamrén er einn af þeim sem breytti miklu hér og það er klárt að hans er minnst,“ sagði Lucas.

„Fólk minnist góðra tíma en hvort að hann sé rétti maðurinn eða ekki, er erfitt að segja. Ég þekki hann ekki og fótboltinn hefur breyst mikið síðan þá. Það er klárt að Hamrén hefur virðingu og er maður sem hefur verið í mjög flottum störfum.“

„AaB er með mikinn metnað og þeir munu ganga eins langt og hægt er til þess að ná í eins spennandi nafn og hægt er. Og einn sem getur ýtt liðinu í rétta átt,“ sagði Lucas.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×