„Menn geta alltaf fundið einhverja ástæðu til að kvarta“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 08:39 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggur áherslu að fólk gæti að hópamyndun og passi upp á tveggja metra regluna, hvort sem það er inni eða úti. Hann segir menn alltaf geta fundið einhverja ástæðu til að kvarta og vera á móti og að margir hefðu viljað sjá sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins öðruvísi. Það sé hins vegar þannig að aldrei verði full samstaða um allt sem verið sé að gera. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hann var spurður út í áhyggjur verslunarmanna af smithættu í röðum fyrir utan búðir en fjallað var um málið á Vísi um helgina. Ekki mega vera fleiri en tíu manns inni í verslunum sem ekki eru matvöru- eða lyfjaverslanir og helst sú regla óbreytt með nýrri reglugerð um samkomutakmarkanir sem tekur gildi á miðvikudag. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, gagnrýndi þetta í viðtali við Vísi á laugardag og sagði skjóta skökku við að fjöldi þeirra sem megi vera inni í verslun á hverjum tíma miðist ekki við stærð þess húsnæðis sem um ræði. Óhjákvæmilega myndu myndast raðir fyrir utan verslanir sem hefði ekki síður í för með sér aukna smithættu. Tölurnar sýni að við höfum verið að gera rétt Spurður út í þær áhyggjur að fólk stæði kannski þétt í biðröðum frekar en það væru fleiri í búðunum sagði Þórólfur: „Ég er nú ekkert endilega viss um það. Menn geta alltaf fundið einhverja ástæðu til að kvarta og vera á móti ef menn vilja. Við þurfum bara að passa okkur á þessum hópamyndunum, hvort sem eru úti eða inni og halda þetta bil. Ég veit að það eru margir sem hefðu viljað gera þetta einhvern veginn öðruvísi en það er bara alltaf þannig að það verður aldrei nein endanleg full samstaða um allt sem verið er að gera. En ég held að tölurnar sýna að við höfum verið að gera rétt. Þetta er að fara niður á meðan að annars staðar í öðrum nágrannalöndum er þetta að fara upp og menn eru að herða ennþá meira en við erum að gera.“ Þá sagði Þórólfur stöðuna eftir helgina þokkalega. Hlutirnir væru í rétta átt þótt vissulega alltaf þannig að það væru færri sýni tekin um helgar en á virkum dögum. „En þetta er bara nokkuð gott. Þetta hafa verið í kringum tíu heildartilfelli og í kringum svona fimm tilfelli eða færri sem eru utan sóttkvíar. Ég held að það sé bara ágætt og við eigum að halda áfram í þessa átt,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni en þar er meðal annars einnig rætt um bóluefni og bráðabirgðaniðurstöður nýrrar rannsóknar í Bretlandi um langvarandi afleiðingar Covid-19. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Bítið Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggur áherslu að fólk gæti að hópamyndun og passi upp á tveggja metra regluna, hvort sem það er inni eða úti. Hann segir menn alltaf geta fundið einhverja ástæðu til að kvarta og vera á móti og að margir hefðu viljað sjá sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins öðruvísi. Það sé hins vegar þannig að aldrei verði full samstaða um allt sem verið sé að gera. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hann var spurður út í áhyggjur verslunarmanna af smithættu í röðum fyrir utan búðir en fjallað var um málið á Vísi um helgina. Ekki mega vera fleiri en tíu manns inni í verslunum sem ekki eru matvöru- eða lyfjaverslanir og helst sú regla óbreytt með nýrri reglugerð um samkomutakmarkanir sem tekur gildi á miðvikudag. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, gagnrýndi þetta í viðtali við Vísi á laugardag og sagði skjóta skökku við að fjöldi þeirra sem megi vera inni í verslun á hverjum tíma miðist ekki við stærð þess húsnæðis sem um ræði. Óhjákvæmilega myndu myndast raðir fyrir utan verslanir sem hefði ekki síður í för með sér aukna smithættu. Tölurnar sýni að við höfum verið að gera rétt Spurður út í þær áhyggjur að fólk stæði kannski þétt í biðröðum frekar en það væru fleiri í búðunum sagði Þórólfur: „Ég er nú ekkert endilega viss um það. Menn geta alltaf fundið einhverja ástæðu til að kvarta og vera á móti ef menn vilja. Við þurfum bara að passa okkur á þessum hópamyndunum, hvort sem eru úti eða inni og halda þetta bil. Ég veit að það eru margir sem hefðu viljað gera þetta einhvern veginn öðruvísi en það er bara alltaf þannig að það verður aldrei nein endanleg full samstaða um allt sem verið er að gera. En ég held að tölurnar sýna að við höfum verið að gera rétt. Þetta er að fara niður á meðan að annars staðar í öðrum nágrannalöndum er þetta að fara upp og menn eru að herða ennþá meira en við erum að gera.“ Þá sagði Þórólfur stöðuna eftir helgina þokkalega. Hlutirnir væru í rétta átt þótt vissulega alltaf þannig að það væru færri sýni tekin um helgar en á virkum dögum. „En þetta er bara nokkuð gott. Þetta hafa verið í kringum tíu heildartilfelli og í kringum svona fimm tilfelli eða færri sem eru utan sóttkvíar. Ég held að það sé bara ágætt og við eigum að halda áfram í þessa átt,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni en þar er meðal annars einnig rætt um bóluefni og bráðabirgðaniðurstöður nýrrar rannsóknar í Bretlandi um langvarandi afleiðingar Covid-19.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Bítið Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira