Fótbolti

Leik Noregs og Rúmeníu aflýst

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Norska landsliðið fékk ekki leyfi frá norskum heilbrigðisyfirvöldum til að fara til Rúmeníu.
Norska landsliðið fékk ekki leyfi frá norskum heilbrigðisyfirvöldum til að fara til Rúmeníu. Trond Tandberg/Getty Images

Leikur Noregs og Rúmeníu í Þjóðadeildinni í knattspyrnu hefur verið aflýst en hann átti að fara fram í kvöld.

Eftir að Omar Elabdellaoui – fyrirliði norska landsliðsins – greindist með kórónuveiruna á föstudaginn, 13.nóvember. Í kjölfarið voru lærisveinar Lars Lagerbäck settir í sóttkví.

Heilbrigðisyfirvöld Noregs gáfu liðinu ekki leyfi til að ferðast til Rúmeníu þar sem leikur liðanna hefði átt að fara fram í kvöld.

Norska knattspyrnusambandið hafði gefið liðinu leyfi til að ferðast til Rúmeníu en heilbrigðisyfirvöld tóku fyrir það. Terje Svendsen, forseti norska sambandsins sagði í yfirlýsingu að sambandið gæti ekki sett sig upp á móti ákvörðun ríkisstjórnarinnar.

Sem stendur fer leikurinn ekki fram sem þýðir að Rúmeníu verður dæmdur 3-0 sigur í leiknum. Þá gæti norska sambandið fengið sekt fyrir að mæta ekki til leiks.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.