Valdimar Þór tryggði Íslandi sigur undir lok leiks og EM draumurinn lifir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. nóvember 2020 14:35 Íslenska liðið fagnar fyrra marki sínu í dag. Harry Murphy/Getty Images Varamaðurinn Valdimar Þór Ingimundarson tryggði íslenska U21 landsliðinu sigur á ögurstundu er liðið mætti Írlandi ytra í dag. Lokatölur 2-1 og Ísland á enn möguleika á að komast í umspil. Íslenska liðið byrjaði leikinn í dag af krafti og komst yfir um miðbik fyrri hálfleiks þegar Sveinn Aron Guðjohnsen – sem var fyrr í dag kallaður upp í A-landslið Íslands – skoraði eftir frábæra sendingu Jóns Dags Þorsteinssonar. Afgreiðslan var ekki mikið verri en Sveinn Aron vippaði knettinum snyrtilega yfir markvörð Írlands. Markið má sjá hér að neðan. Hvernig Sveinn Gudjohnsen klárar þetta er alveg uppá 9,7! #fotboltinet pic.twitter.com/iqfuevUbQV— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) November 15, 2020 Var það eina mark fyrri hálfleiks en þó Írar hafi átt fleiri skot þá var varnarmúr Íslands þéttur og liðið gaf fá færi á sér. Írar sóttu í sig veðrið og ákvað Arnar Þór Viðarsson, þjálfari Íslands, að taka miðjumennina William Þór Willumsson og Andra Fannur Baldursson af velli eftir klukkutíma leik. Samkvæmt heimildum Fótbolti.net eiga þeir báðir að fara til móts við A-landsliðið fyrir leikinn gegn Englandi á miðvikudaginn í næstu viku. Willum Þór í leiknum í dag.Harry Murphy/Getty Images Þegar fimmtán mínútur lifðu leiks jöfnuðu heimamenn en skot Joshua Kayode fór í Ara Leifsson og í netið. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún þangað til undir lok leiks. Eftir svekkjandi tap gegn Ítalíu á fimmtudaginn þar sem Ítalir skoruðu sigurmarkið undir lok leiks með skoti sem fór í leikmann íslenska liðsins þá var slíkt hið sama upp á teningnum í dag en íslenska liðið lét það ekki á sig fá. Nathan Collins fékk rautt spjald í liði heimamanna þegar þrjár mínútur voru eftir og eftir það settu íslensku strákarnir allt sem þeir áttu í sóknina. Endaði það með því að Alfons Sampsted renndi boltanum fyrir markið á varamanninn Valdimar Þór sem skoraði sigurmarkið. Lokatölur 2-1 og íslensku strákarnir komnir upp í 2. sæti riðilsins. Nú þurfa þeir bara að treysta á að Ítalía vinni eða geri jafntefli við Svíþjóð í vikunni. Ísland átti að leika við Armeníu en þeim leik hefur verið frestað og nær öruggt að honum verði einfaldlega aflýst. LEIK LOKIÐ!Ísland vinnur 2-1 með sigurmarki í uppbótartíma! Draumurinn um EM 2021 lifir enn!Full time! What a win!#fyririsland pic.twitter.com/qUpOszURw3— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 15, 2020 Sigurmark Íslands sem og mark Íra má sjá á Fótbolti.net. Fótbolti Tengdar fréttir Ein breyting hjá U21 frá tapinu gegn Ítölum Ein breyting er gerð á byrjunarliði U21 árs landsliði Íslands fyrir leikinn mikilvæga gegn Írlandi í dag. 15. nóvember 2020 11:30 Sveinn Aron kallaður upp í A-landsliðið Sveinn Aron Guðjohnsen hefur verið kallaður upp í íslenska A-landsliðið fyrir leikinn gegn Englandi á miðvikudaginn þann 18. nóvember. 15. nóvember 2020 12:00 Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Fleiri fréttir Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Sjá meira
Varamaðurinn Valdimar Þór Ingimundarson tryggði íslenska U21 landsliðinu sigur á ögurstundu er liðið mætti Írlandi ytra í dag. Lokatölur 2-1 og Ísland á enn möguleika á að komast í umspil. Íslenska liðið byrjaði leikinn í dag af krafti og komst yfir um miðbik fyrri hálfleiks þegar Sveinn Aron Guðjohnsen – sem var fyrr í dag kallaður upp í A-landslið Íslands – skoraði eftir frábæra sendingu Jóns Dags Þorsteinssonar. Afgreiðslan var ekki mikið verri en Sveinn Aron vippaði knettinum snyrtilega yfir markvörð Írlands. Markið má sjá hér að neðan. Hvernig Sveinn Gudjohnsen klárar þetta er alveg uppá 9,7! #fotboltinet pic.twitter.com/iqfuevUbQV— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) November 15, 2020 Var það eina mark fyrri hálfleiks en þó Írar hafi átt fleiri skot þá var varnarmúr Íslands þéttur og liðið gaf fá færi á sér. Írar sóttu í sig veðrið og ákvað Arnar Þór Viðarsson, þjálfari Íslands, að taka miðjumennina William Þór Willumsson og Andra Fannur Baldursson af velli eftir klukkutíma leik. Samkvæmt heimildum Fótbolti.net eiga þeir báðir að fara til móts við A-landsliðið fyrir leikinn gegn Englandi á miðvikudaginn í næstu viku. Willum Þór í leiknum í dag.Harry Murphy/Getty Images Þegar fimmtán mínútur lifðu leiks jöfnuðu heimamenn en skot Joshua Kayode fór í Ara Leifsson og í netið. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún þangað til undir lok leiks. Eftir svekkjandi tap gegn Ítalíu á fimmtudaginn þar sem Ítalir skoruðu sigurmarkið undir lok leiks með skoti sem fór í leikmann íslenska liðsins þá var slíkt hið sama upp á teningnum í dag en íslenska liðið lét það ekki á sig fá. Nathan Collins fékk rautt spjald í liði heimamanna þegar þrjár mínútur voru eftir og eftir það settu íslensku strákarnir allt sem þeir áttu í sóknina. Endaði það með því að Alfons Sampsted renndi boltanum fyrir markið á varamanninn Valdimar Þór sem skoraði sigurmarkið. Lokatölur 2-1 og íslensku strákarnir komnir upp í 2. sæti riðilsins. Nú þurfa þeir bara að treysta á að Ítalía vinni eða geri jafntefli við Svíþjóð í vikunni. Ísland átti að leika við Armeníu en þeim leik hefur verið frestað og nær öruggt að honum verði einfaldlega aflýst. LEIK LOKIÐ!Ísland vinnur 2-1 með sigurmarki í uppbótartíma! Draumurinn um EM 2021 lifir enn!Full time! What a win!#fyririsland pic.twitter.com/qUpOszURw3— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 15, 2020 Sigurmark Íslands sem og mark Íra má sjá á Fótbolti.net.
Fótbolti Tengdar fréttir Ein breyting hjá U21 frá tapinu gegn Ítölum Ein breyting er gerð á byrjunarliði U21 árs landsliði Íslands fyrir leikinn mikilvæga gegn Írlandi í dag. 15. nóvember 2020 11:30 Sveinn Aron kallaður upp í A-landsliðið Sveinn Aron Guðjohnsen hefur verið kallaður upp í íslenska A-landsliðið fyrir leikinn gegn Englandi á miðvikudaginn þann 18. nóvember. 15. nóvember 2020 12:00 Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Fleiri fréttir Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Sjá meira
Ein breyting hjá U21 frá tapinu gegn Ítölum Ein breyting er gerð á byrjunarliði U21 árs landsliði Íslands fyrir leikinn mikilvæga gegn Írlandi í dag. 15. nóvember 2020 11:30
Sveinn Aron kallaður upp í A-landsliðið Sveinn Aron Guðjohnsen hefur verið kallaður upp í íslenska A-landsliðið fyrir leikinn gegn Englandi á miðvikudaginn þann 18. nóvember. 15. nóvember 2020 12:00
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti