Fótbolti

Færeyingar náðu í jafntefli á útivelli

Ísak Hallmundarson skrifar
Gunnar Vatnhamar, markaskorari Færeyja, í leik gegn Danmörku.
Gunnar Vatnhamar, markaskorari Færeyja, í leik gegn Danmörku. getty/Lars Ronbog

Þremur leikjum lauk nú í þessu í Þjóðadeild UEFA. Færeyingar og Lettar gerðu jafntefli í Lettlandi, Kýpur vann Lúxemborg og Aserbaídsjan og Svartfjallaland gerðu markalaust jafntefli.

Vladimirs Kamess kom Lettlandi yfir á 59. mínútu en aðeins mínútu síðar jafnaði Gunnar Vatnhamar metin fyrir Færeyjar. Færeyingar eru nú á toppi riðils 1 í D-deildinni með 11 stig úr fimm leikjum. Lettar eru með fjögur stig í næstneðsta sæti. 

Kýpur vann sinn fyrsta sigur í riðli 1 í C-deildinni gegn Lúxemborg. Ioannis Kousoulos skoraði sjálfsmark og kom Lúxemborg yfir á 5. mínútu. Grigoris Kastanos jafnaði metin úr vítaspyrnu áður en flautað var til hálfleiks og tryggði síðan Kýpverjum sigur með öðru marki sínu á 71. mínútu.

Kýpur er með fjögur stig í neðsta sæti riðilsins en Lúxemborg í öðru sæti með níu stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.