„Töpuðum út af því að við erum ekki í nógu góðu formi“ Sindri Sverrisson skrifar 13. nóvember 2020 12:02 Íslenska landsliðið var rúmum fimm mínútum frá því að komast á EM. Hér er Birkir Bjarnason á ferðinni en Endre Botka til varnar. EPA/Tibor Illyes „Við töpum út af því að við erum ekki í nógu góðu formi. Þetta er eitthvað sem á ekki að eiga sér stað á hæsta stigi í fótbolta,“ segir Bjarni Guðjónsson, fyrrverandi landsliðsmaður, um tap Íslands gegn Ungverjalandi í gær. Ungverjaland fer á EM í stað Íslands eftir að hafa skorað tvö mörk á lokamínútunum í Búdapest í gær, og tryggt sér þannig 2-1 sigur. Kjartan Atli Kjartansson gerði leikinn upp með Bjarna og Atla Viðari Björnssyni á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem menn leituðu svara við því hvað miður fór. „Þarna er Birkir Bjarnason gjörsamlega punkteraður inni á miðjunni,“ sagði Dalvíkingurinn Atli Viðar, þegar sérfræðingarnir skoruðu sigurmark Ungverja, en innslagið má sjá hér að neðan. „Þarna erum við komnir með nýja miðju, Aron Einar og Rúnar farnir út, og ef maður leyfir sér að vera pínulítið dramatískur svona eftir leik þá held ég að við hefðum ekki fengið á okkur svona mark ef að Aron Einar hefði enn verið inni á vellinum. Eða einhver sem hefði verið búinn að spila í 90 mínútur,“ sagði Atli Viðar. Íslensku strákarnir virkuðu ansi þreyttir þegar Ungverjar tryggðu sér sigurinn í lokin.Getty/Laszlo Szirtesi Kjartan benti á að Birkir Bjarnason hefði tekið um kálfann eftir sigurmarkið: „Hann var bara bensínlaus. Við þessu var kannski búist. Hann spilar bara landsleiki. Það er því kannski ekki skrýtið að hann sé þreyttur,“ sagði Bjarni, og lét svo dæluna ganga um leikform íslenska liðsins: Eigum að gera þá kröfu að þessir strákar geti spilað í níutíu mínútur „Mér finnst þetta umræða sem er bara á vitlausum stað. Við erum að tala um íslenska landsliðið í úrslitaleik um að komast í lokakeppni EM. Og það er ekki eins og að þetta sé þriðji leikurinn á sjö dögum, þar sem liðið hefur spilað þétt. Þeir eru bara að koma inn í verkefnið núna. Það er ekki ásættanlegt að það sé verið að tala um að leikmenn séu þreyttir eftir 80 mínútna leik. Það er staða sem mér finnst að íslenska landsliðið eigi ekki að vera í. Við eigum að gera þá kröfu að þessir strákar sem eru valdir geti spilað 90 mínútur af fótbolta, án þess að þurfa að fara af velli. Ekki voru þeir að spila í aðdraganda leiksins, en þeir eru allir sammála um að þeir hafi verið þreyttir og orðnir pínu þungir.“ Atli Viðar spurði Bjarna þá hvað væri til ráða. Ætti bara að velja leikmenn sem væru að spila með sínum félagsliðum? „Mér hefur fundist það vera eðlilegt, en svo horfir maður á þennan leik og sér hvernig Kári spilar. Frábær í leiknum. Aron er frábær meðan hann er inni á. Birkir var í fínu lagi. En svo eru þetta 90 mínútur og það eru þarna 2-3 mínútur í lokin þar sem menn eru sprungnir, og við töpum út af því. Við töpum út af því að við erum ekki í nógu góðu formi. Þetta er eitthvað sem á ekki að eiga sér stað á hæsta stigi í fótbolta.“ Klippa: Bjarni Guðjóns um ástand landsliðsmannanna EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Átti að missa af Íslandsleiknum en skaut Ungverjum á EM: Real hefur áhuga Real Madrid er sagt hafa áhuga á ungstirni Ungverja sem afgreiddi íslenska landsliðið á Puskas leikvanginum í gærkvöldi. 13. nóvember 2020 10:00 Hetjan gegn Íslandi varð Ungverji í fyrra Loic Nego kom Ungverjalandi til bjargar í gærkvöld með jöfnunarmarki undir lokin gegn Íslandi. Ef leikurinn hefði farið fram í mars, líkt og til stóð, hefði Nego ekki mátt spila. 13. nóvember 2020 08:00 Kári: Skelfilegt að þetta sé hugsanlega síðasta verkefnið mitt fyrir þetta lið Kári Árnason var sár og svekktur eftir tapið í Ungverjalandi. 12. nóvember 2020 22:39 Einkunnir Íslands: Kári og Aron Einar voru bestir í kvöld Ísland þarf að sætta sig við að spila ekki á Evrópumótinu í fótbolta næsta sumar eftir 2-1 tapið gegn Ungverjalandi í kvöld. Hér eru einkunnir íslensku leikmannanna í kvöld. 12. nóvember 2020 22:36 Hannes: Aldrei verið jafn sorgmæddur eftir tap „Ég held að ég hafi aldrei verið jafn sorgmæddur eftir tap á fótboltaleik,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, eftir tapið grátlega í Ungverjalandi í kvöld. 12. nóvember 2020 22:05 Hamrén: Virtumst ekki hafa kraft eða orku til að vinna leikinn Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, var eðlilega svekktur að loknu 2-1 tapi Íslands gegn Ungverjum í kvöld. 12. nóvember 2020 22:00 Aron Einar: Svekkelsi en markar engin endalok Landsliðsfyrirliðinn var að vonum svekktur eftir tapið sára fyrir Ungverjalandi í kvöld. 12. nóvember 2020 22:00 Sjáðu mörkin á lokamínútunum sem enduðu EM-draum Íslands Íslenska liðið var á leið á EM á 87. minútu en tvö mörk Ungverja á lokamínútum tryggðu heimamönnum inn á EM. 12. nóvember 2020 21:51 Twitter eftir tapið í Ungverjalandi: „Það verður hvorteðer ekkert EM“ Twitter er ávallt líflegur vettvangur á meðan íslensku landsliðin spila og á því varð engin breyting í kvöld er íslenska karlalandsliðið spilaði við Ungverjaland. 12. nóvember 2020 21:44 Sjáðu Gylfa skora beint úr aukaspyrnu og koma Íslandi í 1-0 Íslenska landsliðið fékk draumabyrjun á móti Ungverjum í úrslitaleiknum í Búdapest í kvöld þegar Gylfi Þór Sigurðsson skoraði beint úr aukaspyrnu. 12. nóvember 2020 20:07 Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 2-1 | EM-draumurinn úti með sárgrætilegum hætti Draumur Íslands um að komast á þriðja stórmótið í röð varð að engu í Búdapest í kvöld með 2-1 tapi gegn Ungverjalandi. Ísland var yfir fram á 88. mínútu. 12. nóvember 2020 21:50 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira
„Við töpum út af því að við erum ekki í nógu góðu formi. Þetta er eitthvað sem á ekki að eiga sér stað á hæsta stigi í fótbolta,“ segir Bjarni Guðjónsson, fyrrverandi landsliðsmaður, um tap Íslands gegn Ungverjalandi í gær. Ungverjaland fer á EM í stað Íslands eftir að hafa skorað tvö mörk á lokamínútunum í Búdapest í gær, og tryggt sér þannig 2-1 sigur. Kjartan Atli Kjartansson gerði leikinn upp með Bjarna og Atla Viðari Björnssyni á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem menn leituðu svara við því hvað miður fór. „Þarna er Birkir Bjarnason gjörsamlega punkteraður inni á miðjunni,“ sagði Dalvíkingurinn Atli Viðar, þegar sérfræðingarnir skoruðu sigurmark Ungverja, en innslagið má sjá hér að neðan. „Þarna erum við komnir með nýja miðju, Aron Einar og Rúnar farnir út, og ef maður leyfir sér að vera pínulítið dramatískur svona eftir leik þá held ég að við hefðum ekki fengið á okkur svona mark ef að Aron Einar hefði enn verið inni á vellinum. Eða einhver sem hefði verið búinn að spila í 90 mínútur,“ sagði Atli Viðar. Íslensku strákarnir virkuðu ansi þreyttir þegar Ungverjar tryggðu sér sigurinn í lokin.Getty/Laszlo Szirtesi Kjartan benti á að Birkir Bjarnason hefði tekið um kálfann eftir sigurmarkið: „Hann var bara bensínlaus. Við þessu var kannski búist. Hann spilar bara landsleiki. Það er því kannski ekki skrýtið að hann sé þreyttur,“ sagði Bjarni, og lét svo dæluna ganga um leikform íslenska liðsins: Eigum að gera þá kröfu að þessir strákar geti spilað í níutíu mínútur „Mér finnst þetta umræða sem er bara á vitlausum stað. Við erum að tala um íslenska landsliðið í úrslitaleik um að komast í lokakeppni EM. Og það er ekki eins og að þetta sé þriðji leikurinn á sjö dögum, þar sem liðið hefur spilað þétt. Þeir eru bara að koma inn í verkefnið núna. Það er ekki ásættanlegt að það sé verið að tala um að leikmenn séu þreyttir eftir 80 mínútna leik. Það er staða sem mér finnst að íslenska landsliðið eigi ekki að vera í. Við eigum að gera þá kröfu að þessir strákar sem eru valdir geti spilað 90 mínútur af fótbolta, án þess að þurfa að fara af velli. Ekki voru þeir að spila í aðdraganda leiksins, en þeir eru allir sammála um að þeir hafi verið þreyttir og orðnir pínu þungir.“ Atli Viðar spurði Bjarna þá hvað væri til ráða. Ætti bara að velja leikmenn sem væru að spila með sínum félagsliðum? „Mér hefur fundist það vera eðlilegt, en svo horfir maður á þennan leik og sér hvernig Kári spilar. Frábær í leiknum. Aron er frábær meðan hann er inni á. Birkir var í fínu lagi. En svo eru þetta 90 mínútur og það eru þarna 2-3 mínútur í lokin þar sem menn eru sprungnir, og við töpum út af því. Við töpum út af því að við erum ekki í nógu góðu formi. Þetta er eitthvað sem á ekki að eiga sér stað á hæsta stigi í fótbolta.“ Klippa: Bjarni Guðjóns um ástand landsliðsmannanna
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Átti að missa af Íslandsleiknum en skaut Ungverjum á EM: Real hefur áhuga Real Madrid er sagt hafa áhuga á ungstirni Ungverja sem afgreiddi íslenska landsliðið á Puskas leikvanginum í gærkvöldi. 13. nóvember 2020 10:00 Hetjan gegn Íslandi varð Ungverji í fyrra Loic Nego kom Ungverjalandi til bjargar í gærkvöld með jöfnunarmarki undir lokin gegn Íslandi. Ef leikurinn hefði farið fram í mars, líkt og til stóð, hefði Nego ekki mátt spila. 13. nóvember 2020 08:00 Kári: Skelfilegt að þetta sé hugsanlega síðasta verkefnið mitt fyrir þetta lið Kári Árnason var sár og svekktur eftir tapið í Ungverjalandi. 12. nóvember 2020 22:39 Einkunnir Íslands: Kári og Aron Einar voru bestir í kvöld Ísland þarf að sætta sig við að spila ekki á Evrópumótinu í fótbolta næsta sumar eftir 2-1 tapið gegn Ungverjalandi í kvöld. Hér eru einkunnir íslensku leikmannanna í kvöld. 12. nóvember 2020 22:36 Hannes: Aldrei verið jafn sorgmæddur eftir tap „Ég held að ég hafi aldrei verið jafn sorgmæddur eftir tap á fótboltaleik,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, eftir tapið grátlega í Ungverjalandi í kvöld. 12. nóvember 2020 22:05 Hamrén: Virtumst ekki hafa kraft eða orku til að vinna leikinn Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, var eðlilega svekktur að loknu 2-1 tapi Íslands gegn Ungverjum í kvöld. 12. nóvember 2020 22:00 Aron Einar: Svekkelsi en markar engin endalok Landsliðsfyrirliðinn var að vonum svekktur eftir tapið sára fyrir Ungverjalandi í kvöld. 12. nóvember 2020 22:00 Sjáðu mörkin á lokamínútunum sem enduðu EM-draum Íslands Íslenska liðið var á leið á EM á 87. minútu en tvö mörk Ungverja á lokamínútum tryggðu heimamönnum inn á EM. 12. nóvember 2020 21:51 Twitter eftir tapið í Ungverjalandi: „Það verður hvorteðer ekkert EM“ Twitter er ávallt líflegur vettvangur á meðan íslensku landsliðin spila og á því varð engin breyting í kvöld er íslenska karlalandsliðið spilaði við Ungverjaland. 12. nóvember 2020 21:44 Sjáðu Gylfa skora beint úr aukaspyrnu og koma Íslandi í 1-0 Íslenska landsliðið fékk draumabyrjun á móti Ungverjum í úrslitaleiknum í Búdapest í kvöld þegar Gylfi Þór Sigurðsson skoraði beint úr aukaspyrnu. 12. nóvember 2020 20:07 Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 2-1 | EM-draumurinn úti með sárgrætilegum hætti Draumur Íslands um að komast á þriðja stórmótið í röð varð að engu í Búdapest í kvöld með 2-1 tapi gegn Ungverjalandi. Ísland var yfir fram á 88. mínútu. 12. nóvember 2020 21:50 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira
Átti að missa af Íslandsleiknum en skaut Ungverjum á EM: Real hefur áhuga Real Madrid er sagt hafa áhuga á ungstirni Ungverja sem afgreiddi íslenska landsliðið á Puskas leikvanginum í gærkvöldi. 13. nóvember 2020 10:00
Hetjan gegn Íslandi varð Ungverji í fyrra Loic Nego kom Ungverjalandi til bjargar í gærkvöld með jöfnunarmarki undir lokin gegn Íslandi. Ef leikurinn hefði farið fram í mars, líkt og til stóð, hefði Nego ekki mátt spila. 13. nóvember 2020 08:00
Kári: Skelfilegt að þetta sé hugsanlega síðasta verkefnið mitt fyrir þetta lið Kári Árnason var sár og svekktur eftir tapið í Ungverjalandi. 12. nóvember 2020 22:39
Einkunnir Íslands: Kári og Aron Einar voru bestir í kvöld Ísland þarf að sætta sig við að spila ekki á Evrópumótinu í fótbolta næsta sumar eftir 2-1 tapið gegn Ungverjalandi í kvöld. Hér eru einkunnir íslensku leikmannanna í kvöld. 12. nóvember 2020 22:36
Hannes: Aldrei verið jafn sorgmæddur eftir tap „Ég held að ég hafi aldrei verið jafn sorgmæddur eftir tap á fótboltaleik,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, eftir tapið grátlega í Ungverjalandi í kvöld. 12. nóvember 2020 22:05
Hamrén: Virtumst ekki hafa kraft eða orku til að vinna leikinn Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, var eðlilega svekktur að loknu 2-1 tapi Íslands gegn Ungverjum í kvöld. 12. nóvember 2020 22:00
Aron Einar: Svekkelsi en markar engin endalok Landsliðsfyrirliðinn var að vonum svekktur eftir tapið sára fyrir Ungverjalandi í kvöld. 12. nóvember 2020 22:00
Sjáðu mörkin á lokamínútunum sem enduðu EM-draum Íslands Íslenska liðið var á leið á EM á 87. minútu en tvö mörk Ungverja á lokamínútum tryggðu heimamönnum inn á EM. 12. nóvember 2020 21:51
Twitter eftir tapið í Ungverjalandi: „Það verður hvorteðer ekkert EM“ Twitter er ávallt líflegur vettvangur á meðan íslensku landsliðin spila og á því varð engin breyting í kvöld er íslenska karlalandsliðið spilaði við Ungverjaland. 12. nóvember 2020 21:44
Sjáðu Gylfa skora beint úr aukaspyrnu og koma Íslandi í 1-0 Íslenska landsliðið fékk draumabyrjun á móti Ungverjum í úrslitaleiknum í Búdapest í kvöld þegar Gylfi Þór Sigurðsson skoraði beint úr aukaspyrnu. 12. nóvember 2020 20:07
Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 2-1 | EM-draumurinn úti með sárgrætilegum hætti Draumur Íslands um að komast á þriðja stórmótið í röð varð að engu í Búdapest í kvöld með 2-1 tapi gegn Ungverjalandi. Ísland var yfir fram á 88. mínútu. 12. nóvember 2020 21:50